Innlent

Styttan af séra Frið­riki tekin niður

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur.

Innlent

Um þriðjungur starfs­fólks farinn heim til Pól­lands

Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. 

Innlent

Fá ekki ó­heftan að­gang en hafa náð að bjarga nánast öllu

Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður.

Innlent

Löng bíla­röð til Grinda­víkur

Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar.

Innlent

Segir þingið lamað vegna sundrungar innan ríkis­stjórnar

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina óstarfhæfa vegna sundrungar og Alþingi vera lamað fyrir vikið. Bendir þingmaðurinn á því til stuðnings á fá stjórnarfrumvörp hafi komið til þingsins og að það sem af sé hausti hafi þingið einungis afgreitt tvö stjórnarfrumvörp.

Innlent

Strætó­bíl­stjórinn og far­þegi sluppu án meiðsla

Bílstjóri og einn farþegi voru um borð í strætisvagni sem fór á hliðina í vonskuveðri á þjóðveginum í Hrútafirði í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Strætó segir þá ekki hafa slasast í veltunni fyrir utan að hafa verið í nokkru áfalli.

Innlent

Ljóst að barnungar stúlkur hafi hitt meintan barnaníðing

Maður sem er grunaður um að nauðga tveimur barnungum stúlkum og greiða þeim fyrir er sagður hafa komið sér í samband við þær í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat. Önnur stúlknanna hafi ætlað sér að kaupa áfengi af manninum, en hann boðið að henni að greiða fyrir það með kynferðislegum greiðum. Stúlkurnar eru sagðar búa yfir upplýsingum um manninn sem bendi til þess að þær hafi hitt hann.

Innlent

Kannast ekki við úti­lokun Arnars

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að sjá til þess að Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, muni ekki taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn.

Innlent

Mikil eyði­legging á nokkrum stöðum en víða minni­háttar skemmdir

Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. 

Innlent

Biðleikur Seðla­banka gefur færi á víð­tæku sam­starfi

Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira.

Innlent

Eld­gos nú lík­legast milli Hagafells og Sýlingarfells

Veðurstofa Íslands segir að reikna megi með því að kvikan í kvikuganginum undir Grindavík sé að hluta til storknuð. Dregið hafi úr líkum á að kvika nái að brjóta sér leið út innan bæjarmarka og er líklegasta svæðið fyrir upptök eldgoss milli Hagafells og Sýlingarfells.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjögurra daga vopnahlé á Gasa hefst í fyrramálið og Hamas-liðar munu sleppa fimmtíu gíslum úr haldi. Ísraelar segja markmiðið um að rústa Hamas-samtökunum vera óbreytt þrátt fyrir samkomulagið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við Magneu Marínósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing í beinni.

Innlent

Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar

Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum.

Innlent