Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. mars 2025 21:43 Flugvöllurinn á Ísafirði. Vísir/Einar Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir. Nýju flugvélarnar, Q400, sem nýttar verði í flug til Grænlands geti ekki lent á Ísafjarðarflugvelli, bæði vegna lengdar flugbrautarinnar og aðstæðna þar. Það er talið mjög erfitt að lenda á flugvellinum sem er staðsettur inni í firðinum. „Þá er í rauninni bara einn áfangastaður sem við erum að nota fyrir þessar vélar, Ísafjörður, og svona staður getur ekki staðið undir rekstri slíkra véla,“ segir Bogi. Samtalið við starfsfólk og samstarfsaðila Icelandair hafi hafist í dag. „Auðvitað bregður fólki við þetta þegar við segjum frá þessum brotnum forsendum og við þurfum að bregðast við því. En við veðrum að taka á þessu með yfirvegun og væntanlega vinna að einhverri lausn.“ Bogi hafi ekki rætt við neina stjórnmálamenn um málið. Flug til einhverra áfangastaða, svo sem Vestmannaeyja, hafa verið boðin út af Vegagerðinni til að halda úti lágmarks þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þessi flug hafa verið boðin út til ýmissa áfangastaði hérna á undanförnum árum og ég sé alveg fram á það við myndum taka þátt í slíku útboði ef það færi fram þarna. En það sem hefur kannski stundum truflað okkar þátttöku er að svona útboð eru oft hugsuð til mjög skamms tíma og það þarf oft talsverða fjárfestingu til að bjóða í,“ segir hann. „Að sjálfsögðu myndum við vilja bjóða í en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður,“ segir Bogi. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Súðavíkurhreppur Bolungarvík Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
„Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir. Nýju flugvélarnar, Q400, sem nýttar verði í flug til Grænlands geti ekki lent á Ísafjarðarflugvelli, bæði vegna lengdar flugbrautarinnar og aðstæðna þar. Það er talið mjög erfitt að lenda á flugvellinum sem er staðsettur inni í firðinum. „Þá er í rauninni bara einn áfangastaður sem við erum að nota fyrir þessar vélar, Ísafjörður, og svona staður getur ekki staðið undir rekstri slíkra véla,“ segir Bogi. Samtalið við starfsfólk og samstarfsaðila Icelandair hafi hafist í dag. „Auðvitað bregður fólki við þetta þegar við segjum frá þessum brotnum forsendum og við þurfum að bregðast við því. En við veðrum að taka á þessu með yfirvegun og væntanlega vinna að einhverri lausn.“ Bogi hafi ekki rætt við neina stjórnmálamenn um málið. Flug til einhverra áfangastaða, svo sem Vestmannaeyja, hafa verið boðin út af Vegagerðinni til að halda úti lágmarks þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þessi flug hafa verið boðin út til ýmissa áfangastaði hérna á undanförnum árum og ég sé alveg fram á það við myndum taka þátt í slíku útboði ef það færi fram þarna. En það sem hefur kannski stundum truflað okkar þátttöku er að svona útboð eru oft hugsuð til mjög skamms tíma og það þarf oft talsverða fjárfestingu til að bjóða í,“ segir hann. „Að sjálfsögðu myndum við vilja bjóða í en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður,“ segir Bogi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Súðavíkurhreppur Bolungarvík Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira