Innlent

Sjálf­stæðis­menn vilja ekki frían há­degis­mat

Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur.

Innlent

Frelsis- og mannúðarmál að heimila dánaraðstoð

Dánaraðstoð verður lögleg á Íslandi ef frumvarp Viðreisnar nær fram að ganga en þó með skilyrðum. Frumvarpið er á dagskrá þingsins í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta vera frelsis- og mannúðarmál.

Innlent

Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvö­földu endurkomubanni

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið.

Innlent

Innköllun á Prime orkudrykkjum

MAST og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafa ákveðið að innkalla sex drykkjartegundir af orkudrykknum Prime Energy í 330 millilítra dósum. Drykkurinn inniheldur L-þíanín sem ekki hefur fengið leyfi í öðrum matvælum en fæðubótaefnum í Evrópu.

Innlent

Loka­sprettur kjara­við­ræðna með for­sætis­ráð­herra

Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins.

Innlent

Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt

Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki.

Innlent

Röskva kynnir framboðslistana

Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kynnti framboðslista sína vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands í kvöld. Kosningar fara fram síðar í mánuðinum.

Innlent

Ný nafn­skír­teini renna út eins og heitar lummur

Þjóðskrá hefur hafið útgáfu á tveimur nýjum nafnskírteinum sem gagnast geta sem ferðaskilríki eða eingöngu til að auðkenna sig. Ísland er fyrst ríkja til að gefa út skilríki sem þessi samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Meint fórnarlömb hlaupa á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleitir í gær og í skoðun er að frysta eignir grunuðu. Við förum ítarlega yfir málið í fréttatímanum.

Innlent