Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Nýr meiri­hluti muni ekki vaða í stærri deilu­mál

Samkvæmt heimildum fréttastofu verður oddviti Samfylkingar kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Stjórnmálafræðingur segir það krefjandi fyrir nýjan borgarstjóra að halda svo breiðu samstarfi gangandi. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttir kennarar yfir­gefa skólana

Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að tjalda í Kópa­vogi þangað til meiri­hlutinn springur

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að tjalda í Kópavogi þangað til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg sé sprunginn. Greint var frá því í dag að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði næsti borgarstjóri en hún og Jón Pétur hafa eldað grátt silfur um einhvern tíma.

Innlent
Fréttamynd

Zúista­bræður telja sig ekki hafa fengið sann­gjarna með­ferð

Verjandi annars tveggja bræðra sem hlutu dóm fyrir fjársvik sem tengdust trúfélaginu Zuism hélt því fram að þeir hefðu ekki fengið réttláta og sanngjarna málsmeðferð þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti. Saksóknari sagði ekkert hægt að byggja á skýrslum frá bræðrunum sem þeir telja að hafi verið litið fram hjá þegar þeir voru sakfelldir.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll hafin í sex skólum

Verkfall kennara í fimm framhaldsskólum er skollið á. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Kennaraverkföll skella á

Verkföll eru skollin á í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla en fleiri vofa yfir takist kennurum, sveitarfélögum og ríkinu ekki að ná saman. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföllin fyrirhuguðu eru.

Innlent
Fréttamynd

Á­fastir tappar dragi úr lífs­vilja

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn.

Innlent
Fréttamynd

„Hún verður örugg­lega afbragðsborgarstjóri“

Oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa fulla trú á því að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar verði afbragðsborgarstjóri. Vísir greindi frá því í dag að Heiða verði kjörinn borgarstjóri á aukafundi sem haldinn verður á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ögur­stund, staða Play og ó­reyndur rútubílstjóri

Kennarar samþykktu nú síðdegis innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram til þess að reyna að afstýra umfangsmiklum verkfallsaðgerðum í fyrramálið. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa til tíu í kvöld til að samþykkja eða hafna tillögunni. Við ræðum við deiluaðila um stöðu mála á ögurstundu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar sam­þykkja innanhússtillögu

Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Segir menntuð fífl hættu­leg fífl

Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings.

Innlent
Fréttamynd

Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu.

Innlent