Golf

Tiger hvílir fram að Opna breska

Tiger Woods er að glíma við meiðsli í olnboga og ætlar því að hvíla sig fram að Opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram um miðjan næsta mánuð.

Golf

Rose fékk ráðleggingar frá Yoda

Íþróttasálfræðingurinn Gio Valente notaði myndbrot úr Star Wars-mynd til að hvetja kylfinginn Justin Rose til dáða fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi.

Golf

Sunna lék best íslensku stelpnanna

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sunna Víðisdóttir hafa lokið leik á fyrsta hringnum á Opna breska meistarmóti áhugakylfinga í golfi.

Golf

Haraldur Franklín sigraði í Eyjum

Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í dag í öðru stigamóti Eimskips-mótaraðarinnar í golfi. Leikið var í Vestmannaeyjum og var baráttan mikil á lokahringnum.

Golf

Anna Sólveig sigraði á Securitas-mótinu

Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili sigraði í kvennaflokki á Securitas-mótinu í dag en mótið er partur af Eimskipsmótaröðinni. Anna Sólveig spilaði lokahringinn á 77 höggum en hún var í mikilli baráttu við Signýju Arnórsdóttur sem er einnig úr Golfklúbbnum Keili, á lokasprettinum.

Golf

Andri Þór kominn í toppsætið

Hinn 14 ára gamli Fannar Ingi Steingrímsson náði ekki að fylgja eftir frábærum hring á Securitas-mótinu í gær. Hann lék þó vel í dag og er í öðru sæti.

Golf

Anna Sólveig leiðir í Eyjum

Anna Sólveig Snorradóttir er komin með forystu á Securitas-mótinu í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum. Anna Sólveig lék á 72 höggum í dag og er með eins höggs forskot.

Golf

Ætla mér á Evrópumótaröðina á ný

Birgir Leifur Hafþórsson byrjar vel á Áskorendamótaröðinni og er samtals á tíu höggum undir pari á Czech Challenge-mótinu í Tékklandi. Kylfingurinn leggur allt undir og ætlar sér sigur. Markmiðið er endurkoma á Evrópumótaröðina.

Golf

Fimmtán ára gutti leiðir í karlaflokki

Hið 15 ára undrabarn Fannar Ingi Steingrímsson heldur áfram að slá í gegn í íslenska golfheiminum en hann leiðir eftir fyrsta hringinn á Securitas-mótinu sem er annað mót Eimskipsmótaraðarinnar.

Golf

Hver er Fannar Ingi Steingrímsson?

14 ára strákur spilaði seinni hringinn á Strandarvelli um helgina á 61 höggi eða níu höggum undir pari. Hann fór holu í höggi, fékk átta fugla og setti vallarmet af gulum teigum á Hellu.

Golf

Tiger þarf að laga "allt"

Tiger Woods lauk keppni í 65. sæti á Memorial-mótinu í Ohio um helgina. Bandaríski kylfingurinn segist þurfa að taka til í leik sínum enda Opna bandaríska meistaramótið handan við hornið.

Golf

Fór holu í höggi og setti vallarmet

Ungur Hvergerðingur Fannar Ingi Steingrímsson stal senunni á Íslandsbankamótaröðinni sem lauk á Hellu nú síðdegis. Fannar setti vallarmet þegar hann lék völlinn á 61 höggi eða 9 undir pari í flokki 15-16 ára drengja.

Golf

Tiger jafnaði sinn næstversta hring

Tiger Woods var í miklu basli á Memorial-mótinu í Ohio í Bandaríkjunum í dag. Hann skilaði sér í hús á sjö höggum yfir pari vallarins. Hann spilaði á 44 höggum á fyrri níu sem er hans versti árangur frá upphafi.

Golf