Golf

Birgir Leifur í erfiðum málum

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson á takmarkaða möguleika á því að komast áfram á úrtökumóti fyrir PGA-mótaröðina í Bandaríkjunum.

Golf

Mickelson reyndi við 123 milljóna kr. golfhögg á NFL leik | myndband

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson reyndi sig við óvenjulegt golfhögg á mánudaginn þar sem að San Diego Chargers og Denver Broncos mættust í NFL deildinni. Mickelson fékk eina tilraun til þess að slá golbolta í skotmark af um 90 metra færi á fótboltavellinum. Og ef höggið heppnaðist ætlaði KPMG fyrirtækið að gefa 123 milljónir kr. sem góðgerðafélagið FirstBook nyti góðs af.

Golf

Jonas Blixt fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni

Sænski kylfingurinn Jonas Blixt landaði sínum fyrsta sigri á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi í gærkvöld. Hinn 28 ára gamli Blixt stóð uppi sem sigurvegari á Frys.com meistaramótinu þar sem hann lék samtals á 16 höggum undir pari en hann er þriðji nýliðinn á mótaröðinni sem vinnur PGA mót á þessu tímabili. Með sigrinum tryggði Blixt sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni út keppnistímabilið 2014 og hann fékk að auki 110 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn.

Golf

Justin Rose fyrsti "heimsmeistarinn" í golfi

Justin Rose tryggði sér sigur á World Golf Final mótinu í Tyrklandi með því að vinna Lee Westwood í úrslitaleik. Þetta er í fyrsta sinn sem svona mót fer fram í lok tímabilsins en þangað var boðið átta af bestu kylfingum heims.

Golf

Golf landsliðið lék vel í Tyrklandi

Íslenska karlalandsliðið í golfi stóð sig vel á heimsmeistaramótinu sem lauk i dag í Tyrklandi. Liðið hafnaði í 28. til 32. sæti á tveimur höggum yfir pari en alls tóku 72 þjóðir þátt í mótinu.

Golf

Phelps setti niður 50 metra pútt - myndband

Gulldrengurinn Michael Phelps er ekki bara góður í sundi. Hann er líka liðtækur golfari og setti niður algjörlega ótrúlegt pútt á Dunhill Links-mótinu sem fram fer í St. Andrews í Skotlandi.

Golf

Strákunum tókst ekki að klára leik fyrir myrkur

Íslenska karlalandsliðið í golfi sem skipað er þeim Axel Bóassyni GK, Haraldi Franklín Magnús GR og Rúnari Arnórssyni GK, náði ekki að ljúka leik í dag fyrir myrkur á öðrum hring á Heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem fram fer í Antalya í Tyrklandi.

Golf

Ísland endaði í 36. sæti á HM í golfi kvenna | Kórea varði titilinn

Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 36. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna sem lauk í Tyrklandi um helgina. Suður-Kórea fagnaði heimsmeistaratitlinum og varði þar með titilinn frá því í Argentínu fyrir tveimur árum. Kórea endaði samtals á 13 höggum undir pari, Þýskaland varð í öðru sæti á -10. Finnar og Ástralar deildu þriðja sætinu á -9. Ísland lék samtals á 29 höggum yfir pari.

Golf

Poulter hélt vonum Evrópubúa á lífi

Bandaríkin er með fjóra vinninga í forskot á það evrópska fyrir lokakeppnisdaginn í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Hvort lið vann tvo vinninga í fjórleik í kvöld.

Golf

Ísland í 39. sæti fyrir lokadaginn

HM kvenna stendur nú yfir í Tyrklandi og situr Ísland í 39. sæti af 53 keppnisþjóðum að loknum þremur keppnisdögum. Fjórði og síðasti hringurinn verður leikinn á morgun.

Golf

Tiger "á bekknum“ í fyrsta sinn á ferlinum

Davis Love þriðji, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, tók þá ákvörðun að hvíla Tiger Woods í fyrri keppni dagsins. Það er í fyrsta sinn á ferli Tigers að hann er settur "á bekkinn“ í þessari keppni.

Golf

Birgir Leifur komst áfram

Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér í morgun þátttökurétt á öðru stigi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Golf

Niðurröðun klár fyrir fyrstu umferð Ryder-keppninnar

Fyrirliðarnir í Ryderbikarnum í golfi hafa tilkynnt hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð keppninnar sem hefst í dag á Medinah vellinum í Chicago. Evrópa hefur titil að verja í þessari keppni og ríkir mikil eftirvænting fyrir viðureignina. Í fyrstu umferðinni er leikinn fjórmenningur þar sem að liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis.

Golf

Mikið í húfi hjá Birgi á lokadeginum á Ítalíu

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér vel á strik í gær á þriðja og næst síðasta keppnisdegi á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar og er hann í 21. -26. sæti fyrir lokahringinn sem fram fer í dag. Mótið er hluti af 1. stigi úrtökumótsins og má gera ráð fyrir að 27 kylfingar komist áfram af þessu móti sem fram fer á Ítalíu. Birgir er samtals á tveimur höggum undir pari vallar (71-74-69).

Golf

Ísland náði sér ekki á strik á fyrsta hringum á HM í Tyrklandi

Íslenska kvennalandsliðið í golfi náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum á heimsmeistaramóti áhugamanna sem fram fer í Tyrklandi. Ísland er þessa stundina í 43. sæti af alls 56 liðum sem taka þátt. Tvö bestu skorin af alls þremur telja í hverri umferð en leiknar eru 72 holur eða fjórir hringir.

Golf

Birgir Leifur í erfiðri stöðu á Ítalíu

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði sér ekki á strik á öðrum keppnisdegi af alls fjórum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 74 höggum eða 3 höggum yfir pari en hann er samtals á 2 höggum yfir pari. Mótið sem fram fer á Ítalíu er hluti af fyrsta stigi úrtökumótsins en alls eru stigin þrjú. Birgir er þessa stundina í 43. sæti en að öllum líkindum komast 27 efstu kylfingarnir áfram af þessum velli.

Golf

Verður Grafarholtsvelli lokað í tvö ár?

Grafarholtsvöllur er einn allra vinsælasti golfvöllur landsins og það er ekki auðvelt að tryggja sér rástíma á vellinum enda margir kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Svo gæti farið að enginn fái að spila á vellinum í allt að 24 mánuði. Kylfingur segir frá því að ein af tillögum frá Framtíðarnefnd Grafarholts sé að loka vellinum í tvö ár á meðan fara fram endurbætur á vellinum.

Golf

Frábær lokahringur hjá Ólafi | komst inn á úrtökumót PGA

Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum náði frábærum árangri í dag þegar hann tryggði sér keppnisrétt á 1. stigi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Ólafur lék lokahringinn á 67 höggum eða -3 og náði hann að koma sér í hóp 38 efstu sem komust áfram úr þessari forkeppni sem fram fór í Dallas. Hann lék hringina þrjá á samtals tveimur höggum yfir pari vallar og endaði hann í 34. sæti af um 80 keppendum. Kylfingur.is greinir frá.

Golf

Ragnar Már lék frábært golf | Ísland er í fjórða sæti í Búlgaríu

Íslenska piltalandsliðið í golfi skipað leikmönnum 18 ára og yngri er í fjórða sæti að lonkum fyrsta keppnisdegi í undankeppni EM unglinga, European Boys Challenge Trophy. Mótið fer fram í Búlgaríu. Ragnar Már Garðarsson úr GKG sem sigraði nýverið á Duke of York unglingamótinu lék á 4 höggum undir pari og er hann í efsta sæti í einstaklingskeppninni ásamt tveimur öðrum.

Golf

Asískir kvenkylfingar vinna öll stórmótin

Jiyai Shin frá Suður-Kóreu sigraði með yfirburðum á opna breska meistaramótinu í golfi í kvennaflokki en mótinu lauk í gær. Shin lék lokahringinn á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, á Royal Liverpool vellinum við erfiðar aðstæður og sigraði hún með 9 högga mun. Inbee Park frá Suður-Kóreu varð önnur og Paula Creamer frá Bandaríkjunum varð þriðja.

Golf

Bjóst ekki við því að vinna

Ragnar Már Garðarsson fékk frábærar móttökur þegar hann kom til landsins í gær sem nýrkrýndur meistari á einu sterkasta unglingagolfmóti heimsins.

Golf

Óvíst hvort Birgir Leifur kemst í gegnum niðurskurðinn

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur lokið leik í dag á öðrum keppnisdegi á Áskorendamótaröðinni á móti sem fram fer í Kasakstan. Birgir lék á 71 höggi í dag eða 1 höggi undir pari og en hann lék á pari vallar í gær eða 72 höggum.

Golf

Andrew Bretaprins afhenti Ragnari bikarinn

Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar vann í dag Duke of York golfmótið sem fór fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Ragnar Már hafði betur gegn Englendingnum Max Orrin og Katja Pogacar frá Slóveníu í bráðabana um sigurinn en þeir léku öll á 225 höggum eða níu höggum yfir pari.

Golf

Ragnar Már sigraði á Duke of York mótinu eftir bráðabana

Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, sigraði í dag á Duke of York mótinu sem fram fór á hinum þekkta Royal Troon vellinum í Skotlandi. Mótið er gríðarlega sterkt alþjóðlegt móti fyrir unga áhugakylfinga og hafði Ragnar betur á þriðju holu í bráðabana gegn þeim Max Orrin frá Englandi og Katja Pogacar frá Slóveníu, en á þessu móti keppa stúlkur og drengir í sameiginlegum flokki. Kylfingur.is greinir frá.

Golf