Golf Golfsamband Íslands fagnar 70 ára afmæli í dag Í dag fagnar Golfsamband Íslands að 70 ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Föstudaginn 14. ágúst 1942 settust tíu men við borð í golfskála Golfklúbbs Íslands. Þeir voru þangað komnir sem fulltrúar klúbbanna þriggja sem lögðu stund á golfíþróttina til að stofna Golfsamband Íslands. Þetta voru fulltrúar Golfklúbbs Reykjavíkur, Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Golf 14.8.2012 14:30 McIlroy blés á gagnrýni með sigri á PGA-meistaramótinu Norður-Írinn Rory McIlroy vann í gær sigur á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór á Kiawah eyju í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Golf 13.8.2012 09:15 GR-stelpurnar unnu Sveitakeppnina þriðja árið í röð Golfklúbbur Reykjavíkur vann 1. deild kvenna í Sveitakeppni Golfsambands Íslands en konurnar spiluðu á Garðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. GR vann 3-2 sigur á Keili í úrslitaleiknum og vann því Sveitakeppnina þriðja árið í röð. Golf 12.8.2012 18:19 GKG Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í sveitakeppni í golfi eftir sigur á Golfklúbbi Setbergs í úrslitaleik en 1. deildin fór fram á Hólmsvelli á Leiru. Þetta er í fjórða sinn sem GKG vinnur sveitakeppnina en Íslandsmeistaratitilinn kom einnig í hús 2004, 2007 og 2009. Golf 12.8.2012 17:48 Rory Mcllroy efstur á US PGA Rory Mcllroy er efstur á US PGA mótinu eftir þrjá daga en leikmenn voru að ljúka síðustu holum þriðja hringsins rétt í þessu. Leik var frestað í gær vegna veðurs og í dag fóru fram síðustu holur þriðja dagsins. Golf 12.8.2012 15:00 Gifti sig í miðri sveitakeppni í golfi Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka. Golf 12.8.2012 07:00 Úlfar landsliðsþjálfari: Mikið afrek hjá Axel Axel Bóasson náði frábærum árangri i dag þegar hann hafnaði i 8. til 12. sæti á Evrópumóti einstaklinga á Írlandi. Axel lék lokadaginn á 70 höggum og var i heildina á fimm höggum undir pari. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings á þessu sterka áhugamannamóti en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti á þessu sama móti árið 2002. Golf 11.8.2012 19:29 Axel í 8. sæti og jafnaði met Ólafs: Ekki hægt annað en að vera sáttur Axel Bóasson, 22 ára kylfingur úr Keili, varð í 8. til 12. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem lauk á Írlandi í dag. Evrópumótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á hverju ári og þetta er frábær árangur hjá stráknum. Golf 11.8.2012 19:22 Axel kláraði á fimm höggum undir pari á Írlandi - er í 10. til 11. sæti Keilismaðurinn Axel Bóasson stóð sig frábærlega á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem fer fram á Írlandi. Axel lék holurnar 72 á fimm höggum undir pari og er sem stendur í 10. til 11. sæti sem er frábær árangur. Golf 11.8.2012 15:02 Tiger í efsta sæti með Petterson og Singh þegar PGA-mótið er hálfnað Tiger Woods er að spila vel á PGA-meistaramótinu í golfi og á fínan möguleika á að vinna sitt fyrsta risamót síðan 2008. Woods er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað ásamt þeim Vijay Singh og Carl Pettersson. Allir hafa þeir leikið fyrstu 36 holurnar á fjórum höggum undir pari. Golf 11.8.2012 11:00 Sveitakeppnin í golfi fer fram um helgina - GR á titla að verja Sveitakeppni Golfsambands Íslands í karla- og kvennaflokki fer fram um helgina og verður leikið í fimm deildum karla og tveimur deildum kvenna. Í karlaflokki verður leikin holukeppni í 1.- 4. deild en í fimmtu deild er leikinn höggleikur laugardag og sunnudag. Í kvennaflokki verður leikin holukeppni í 1. deild en 2. deildin er höggleikur. Golf 10.8.2012 21:45 Axel lék mjög vel í dag Kylfingurinn Axel Bóasson lék stórvel á Evrópumóti áhugamanna í morgun og fór þriðja hring mótsins á fjórum höggum undir pari vallarins. Golf 10.8.2012 11:40 Carl Petterson í forystu á PGA Svíinn Carl Pettersson er með forystu eftir fyrsta hring á PGA meistaramótinu í Bandaríkjunum og lék fyrsta hring mótsins á sex höggum undir pari vallarins. Hann hefur eins höggs forskot á landa sinn Alex Noren , Spánverjann Gonzalo Fernandez-Castano, Norður Írann Rory McIlroy og Bandaríkjamanninn Gary Woodland. Golf 10.8.2012 10:13 Axel á einu undir eftir fyrsta hring á Írlandi Axel Bóasson úr Keili lék fyrsta hringinn á Evrópumóti einstaklinga á Írlandi á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Golf 8.8.2012 21:15 Íslandsmeistararnir fyrrverandi keppa á EM á Írlandi Axel Bóasson úr Keili, Kristján Þór Einarsson úr Keili og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum hefja á morgun leik á Evrópumóti einstaklinga í golfi. Golf 7.8.2012 22:15 Myndaveisla frá Einvíginu á Nesinu Þórður Rafn Gissurarson kom, sá og sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag. Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit þar sem Arnór Ingi Finnbjörnsson, félagi Þórðar úr GR, mátti játa sig sigraðan. Golf 6.8.2012 22:00 Þórður Rafn vann Einvígið | Púttin voru að virka vel Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur vann í dag Einvígið á Nesinu í fyrsta sinn eftir bráðabana gegn Arnóri Inga Finnbjörnssyni á úrslitaholunni. Golf 6.8.2012 17:23 Örn Ævar sjóðandi heitur í höggleiknum Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins. Golf 6.8.2012 12:59 Feðgin mætast í Einvíginu á Nesinu Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL í golfi, Einvígið á Nesinu, fer fram í 16. skipti á Nesvellinum í dag. Golf 6.8.2012 09:00 Fyrsti GR-ingurinn til að vinna í 27 ár Haraldur Franklín Magnús úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni urðu í gær Íslandsmeistarar í golfi eftir æsispennandi keppni og mikla dramatík á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Golf 30.7.2012 07:00 Haraldur Franklín Íslandsmeistari í golfi 2012 Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar. Golf 29.7.2012 18:15 Anna Sólveig vann umspilið á móti Tinnu og tók 2. sætið hjá konunum Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili endaði í öðru sæti í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu eftir sigur á Tinnu Jóhannsdóttur í umspili um annað sætið en báðar léku þær holurnar 72 á 14 höggum yfir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir lék á einu höggi betur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn fyrr í dag. Golf 29.7.2012 17:31 Valdís Þóra er Íslandsmeistari kvenna í golfi árið 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er Íslandsmeistari kvenna í golfi 2012 eftir gríðarlega spennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Valdís Þóra var að vinna titilinn í annað skiptið en hún varð líka Íslandsmeistari í Grafarholti fyrir þremur árum. Golf 29.7.2012 16:46 Rúnar og Haraldur áfram hlið við hlið á toppnum Rúnar Arnórsson úr Keili og Haraldur Franklín Magnús úr GR eru enn jafnir á toppnum þegar þeir hafa leikið níu holur á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Báðir hafa þeir leikið á einu höggi undir pari í dag og þar með sex höggum samanlagt. Það er hægt að fylgjast með lokadeginum í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi. Golf 29.7.2012 16:22 Þórður Rafn tapaði ekki höggi á 27 holum í röð GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurarson er eins og er í þriðja sætinu á Íslandsmótinu í höggleik en lokadagurinn er kominn á fullt á Strandarvelli á Hellu. Það er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi. Golf 29.7.2012 15:06 Íslandsmótið í höggleik: Lokadagurinn í beinni á Vísi Fjórði og síðasti dagurinn á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Það er mikil spenna í bæði karla- og kvennaflokki en nýir Íslandsmeistarar verða krýndir í kvöld. Golf 29.7.2012 15:00 Anna Sólveig byrjar best hjá konunum Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili er með eitt högg í forskot eftir fyrstu átta holurnar á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik en Anna Sólveig hefur leikið átta fyrstu holur dagsins á einu höggi undir pari. Útsending Stöð 2 Sport og Vísis frá lokadeginum hefst klukkan 15.00. Golf 29.7.2012 14:23 Keilis-systkinin með tólf fugla saman í dag Rúnar Arnórsson og Signý Arnórsdóttir systir hans voru í miklu fuglastuði á þriðja degi Íslandsmótsins í höggleik í dag. Rúnar fékk sjö fugla og Signý var með fimm fugla. Rúnar er í efsta sæti hjá körlunum en Signý er sjötta hjá konunum. Golf 28.7.2012 18:58 Haraldur Franklín: Fór í fisk til ömmu í gær Haraldur Franklín Magnús úr GR átti frábæran dag á Íslandsmótinu í höggleik á Hellu en hann fékk tvo erni og fimm fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari. Haraldur Magnús er jafn Rúnari Arnórssyni í efsta sæti fyrir lokadaginn. Haraldur var í viðtali hjá Sigurði Elvari Þórólfssyni í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá mótinu. Golf 28.7.2012 18:50 Haraldur Franklín og Rúnar efstir og jafnir fyrir lokadaginn Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr GK fóru á kostum á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Þeir eru eftir og jafnir fyrir lokadaginn, báðir á fimm höggum undir pari. Golf 28.7.2012 18:38 « ‹ 126 127 128 129 130 131 132 133 134 … 177 ›
Golfsamband Íslands fagnar 70 ára afmæli í dag Í dag fagnar Golfsamband Íslands að 70 ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Föstudaginn 14. ágúst 1942 settust tíu men við borð í golfskála Golfklúbbs Íslands. Þeir voru þangað komnir sem fulltrúar klúbbanna þriggja sem lögðu stund á golfíþróttina til að stofna Golfsamband Íslands. Þetta voru fulltrúar Golfklúbbs Reykjavíkur, Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Golf 14.8.2012 14:30
McIlroy blés á gagnrýni með sigri á PGA-meistaramótinu Norður-Írinn Rory McIlroy vann í gær sigur á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór á Kiawah eyju í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Golf 13.8.2012 09:15
GR-stelpurnar unnu Sveitakeppnina þriðja árið í röð Golfklúbbur Reykjavíkur vann 1. deild kvenna í Sveitakeppni Golfsambands Íslands en konurnar spiluðu á Garðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. GR vann 3-2 sigur á Keili í úrslitaleiknum og vann því Sveitakeppnina þriðja árið í röð. Golf 12.8.2012 18:19
GKG Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í sveitakeppni í golfi eftir sigur á Golfklúbbi Setbergs í úrslitaleik en 1. deildin fór fram á Hólmsvelli á Leiru. Þetta er í fjórða sinn sem GKG vinnur sveitakeppnina en Íslandsmeistaratitilinn kom einnig í hús 2004, 2007 og 2009. Golf 12.8.2012 17:48
Rory Mcllroy efstur á US PGA Rory Mcllroy er efstur á US PGA mótinu eftir þrjá daga en leikmenn voru að ljúka síðustu holum þriðja hringsins rétt í þessu. Leik var frestað í gær vegna veðurs og í dag fóru fram síðustu holur þriðja dagsins. Golf 12.8.2012 15:00
Gifti sig í miðri sveitakeppni í golfi Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka. Golf 12.8.2012 07:00
Úlfar landsliðsþjálfari: Mikið afrek hjá Axel Axel Bóasson náði frábærum árangri i dag þegar hann hafnaði i 8. til 12. sæti á Evrópumóti einstaklinga á Írlandi. Axel lék lokadaginn á 70 höggum og var i heildina á fimm höggum undir pari. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings á þessu sterka áhugamannamóti en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti á þessu sama móti árið 2002. Golf 11.8.2012 19:29
Axel í 8. sæti og jafnaði met Ólafs: Ekki hægt annað en að vera sáttur Axel Bóasson, 22 ára kylfingur úr Keili, varð í 8. til 12. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem lauk á Írlandi í dag. Evrópumótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á hverju ári og þetta er frábær árangur hjá stráknum. Golf 11.8.2012 19:22
Axel kláraði á fimm höggum undir pari á Írlandi - er í 10. til 11. sæti Keilismaðurinn Axel Bóasson stóð sig frábærlega á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem fer fram á Írlandi. Axel lék holurnar 72 á fimm höggum undir pari og er sem stendur í 10. til 11. sæti sem er frábær árangur. Golf 11.8.2012 15:02
Tiger í efsta sæti með Petterson og Singh þegar PGA-mótið er hálfnað Tiger Woods er að spila vel á PGA-meistaramótinu í golfi og á fínan möguleika á að vinna sitt fyrsta risamót síðan 2008. Woods er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað ásamt þeim Vijay Singh og Carl Pettersson. Allir hafa þeir leikið fyrstu 36 holurnar á fjórum höggum undir pari. Golf 11.8.2012 11:00
Sveitakeppnin í golfi fer fram um helgina - GR á titla að verja Sveitakeppni Golfsambands Íslands í karla- og kvennaflokki fer fram um helgina og verður leikið í fimm deildum karla og tveimur deildum kvenna. Í karlaflokki verður leikin holukeppni í 1.- 4. deild en í fimmtu deild er leikinn höggleikur laugardag og sunnudag. Í kvennaflokki verður leikin holukeppni í 1. deild en 2. deildin er höggleikur. Golf 10.8.2012 21:45
Axel lék mjög vel í dag Kylfingurinn Axel Bóasson lék stórvel á Evrópumóti áhugamanna í morgun og fór þriðja hring mótsins á fjórum höggum undir pari vallarins. Golf 10.8.2012 11:40
Carl Petterson í forystu á PGA Svíinn Carl Pettersson er með forystu eftir fyrsta hring á PGA meistaramótinu í Bandaríkjunum og lék fyrsta hring mótsins á sex höggum undir pari vallarins. Hann hefur eins höggs forskot á landa sinn Alex Noren , Spánverjann Gonzalo Fernandez-Castano, Norður Írann Rory McIlroy og Bandaríkjamanninn Gary Woodland. Golf 10.8.2012 10:13
Axel á einu undir eftir fyrsta hring á Írlandi Axel Bóasson úr Keili lék fyrsta hringinn á Evrópumóti einstaklinga á Írlandi á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Golf 8.8.2012 21:15
Íslandsmeistararnir fyrrverandi keppa á EM á Írlandi Axel Bóasson úr Keili, Kristján Þór Einarsson úr Keili og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum hefja á morgun leik á Evrópumóti einstaklinga í golfi. Golf 7.8.2012 22:15
Myndaveisla frá Einvíginu á Nesinu Þórður Rafn Gissurarson kom, sá og sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag. Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit þar sem Arnór Ingi Finnbjörnsson, félagi Þórðar úr GR, mátti játa sig sigraðan. Golf 6.8.2012 22:00
Þórður Rafn vann Einvígið | Púttin voru að virka vel Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur vann í dag Einvígið á Nesinu í fyrsta sinn eftir bráðabana gegn Arnóri Inga Finnbjörnssyni á úrslitaholunni. Golf 6.8.2012 17:23
Örn Ævar sjóðandi heitur í höggleiknum Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins. Golf 6.8.2012 12:59
Feðgin mætast í Einvíginu á Nesinu Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL í golfi, Einvígið á Nesinu, fer fram í 16. skipti á Nesvellinum í dag. Golf 6.8.2012 09:00
Fyrsti GR-ingurinn til að vinna í 27 ár Haraldur Franklín Magnús úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni urðu í gær Íslandsmeistarar í golfi eftir æsispennandi keppni og mikla dramatík á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Golf 30.7.2012 07:00
Haraldur Franklín Íslandsmeistari í golfi 2012 Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar. Golf 29.7.2012 18:15
Anna Sólveig vann umspilið á móti Tinnu og tók 2. sætið hjá konunum Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili endaði í öðru sæti í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu eftir sigur á Tinnu Jóhannsdóttur í umspili um annað sætið en báðar léku þær holurnar 72 á 14 höggum yfir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir lék á einu höggi betur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn fyrr í dag. Golf 29.7.2012 17:31
Valdís Þóra er Íslandsmeistari kvenna í golfi árið 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er Íslandsmeistari kvenna í golfi 2012 eftir gríðarlega spennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Valdís Þóra var að vinna titilinn í annað skiptið en hún varð líka Íslandsmeistari í Grafarholti fyrir þremur árum. Golf 29.7.2012 16:46
Rúnar og Haraldur áfram hlið við hlið á toppnum Rúnar Arnórsson úr Keili og Haraldur Franklín Magnús úr GR eru enn jafnir á toppnum þegar þeir hafa leikið níu holur á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Báðir hafa þeir leikið á einu höggi undir pari í dag og þar með sex höggum samanlagt. Það er hægt að fylgjast með lokadeginum í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi. Golf 29.7.2012 16:22
Þórður Rafn tapaði ekki höggi á 27 holum í röð GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurarson er eins og er í þriðja sætinu á Íslandsmótinu í höggleik en lokadagurinn er kominn á fullt á Strandarvelli á Hellu. Það er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi. Golf 29.7.2012 15:06
Íslandsmótið í höggleik: Lokadagurinn í beinni á Vísi Fjórði og síðasti dagurinn á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Það er mikil spenna í bæði karla- og kvennaflokki en nýir Íslandsmeistarar verða krýndir í kvöld. Golf 29.7.2012 15:00
Anna Sólveig byrjar best hjá konunum Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili er með eitt högg í forskot eftir fyrstu átta holurnar á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik en Anna Sólveig hefur leikið átta fyrstu holur dagsins á einu höggi undir pari. Útsending Stöð 2 Sport og Vísis frá lokadeginum hefst klukkan 15.00. Golf 29.7.2012 14:23
Keilis-systkinin með tólf fugla saman í dag Rúnar Arnórsson og Signý Arnórsdóttir systir hans voru í miklu fuglastuði á þriðja degi Íslandsmótsins í höggleik í dag. Rúnar fékk sjö fugla og Signý var með fimm fugla. Rúnar er í efsta sæti hjá körlunum en Signý er sjötta hjá konunum. Golf 28.7.2012 18:58
Haraldur Franklín: Fór í fisk til ömmu í gær Haraldur Franklín Magnús úr GR átti frábæran dag á Íslandsmótinu í höggleik á Hellu en hann fékk tvo erni og fimm fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari. Haraldur Magnús er jafn Rúnari Arnórssyni í efsta sæti fyrir lokadaginn. Haraldur var í viðtali hjá Sigurði Elvari Þórólfssyni í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá mótinu. Golf 28.7.2012 18:50
Haraldur Franklín og Rúnar efstir og jafnir fyrir lokadaginn Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr GK fóru á kostum á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Þeir eru eftir og jafnir fyrir lokadaginn, báðir á fimm höggum undir pari. Golf 28.7.2012 18:38