Golf Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. Mickelson segir að hann hafi látið sig dreyma um að sigra á þessu móti frá því hann var barn en hann er enn ekki hættur að láta sig dreyma þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Golf 16.6.2011 19:45 Monty gagnrýnir harðlega hvernig valið var í ráshópa á US Open Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. Golf 16.6.2011 17:30 Adam Scott mætir til leiks með kylfusvein Tiger Woods Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á "pokanum“ á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Golf 16.6.2011 15:30 Opnuðu verslunina vegna brennandi golfáhuga Fyrir skemmstu bættist ný verslun við flóru golfverslana landsins, Golfskálinn í Mörkinni 3. Eigendurnir eru allir reynsluboltar í golfi, þeir Steinþór Jónasson, Ingibergur Jóhannsson og Hans Henttinen, sem var einn eigenda Nevada Bob á sínum tíma. Golf 16.6.2011 10:00 Guðjón og TInna sigruðu í Vestmannaeyjum Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG og Tinna Jóhannsdóttir úr GK sigruðu á öðru stigamóti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Þetta er fyrsti sigur Guðjóns á stigamótaröðinni en hann lék frábært golf á lokahringnum eða 65 höggum eða 5 höggum undir pari. Samtals lék Guðjóna -4 en Stefán Már Stefánsson úr GR varð annar á -2. Tinna lék á +6 samtals en Nína Björk Geirsdóttir úr GKj. varð önnur, einu höggi á eftir Tinnu. Golf 12.6.2011 21:15 Lee Westwood þrífst undir pressu Kylfingurinn Lee Westwood greinir frá því hvernig hann reynir að notfæra sér þá miklu pressu sem fylgi oft á tíðum í golfinu í ítarlegu viðtali við vefsíðuna pgatour.com, en Westwood er óðum að undirbúa sig fyrir US Masters sem hefst í næstu viku. Golf 12.6.2011 12:30 Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Golf 12.6.2011 08:00 Rigning stríðir golfurum í Eyjum Fresta þurfti öðrum hring á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum vegna úrkomu. Mótstjórn hefur tekið þá ákvörðun að fella hringinn niður. Arnar Snær Hákonarson og Nína Björk Geirsdóttir hafa forystu fyrir þriðja hring sem fram fer á morgun. Golf 11.6.2011 17:15 Annað stigamót ársins fer fram í Eyjum um helgina Annað stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram í Vestmannaeyjum um helgina og verða leiknar 54 holur að þessu sinni. Aðeins 83 keppendur eru skráðir til leiks og sigurvegararnir frá fyrsta stigamóti ársins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi eru báðir fjarverandi. Golf 10.6.2011 10:26 Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. Golf 8.6.2011 12:15 Bjarki lék frábært golf á Hólmsvelli - Guðrún Brá er ósigrandi Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sýndi frábær tilþrif á öðru stigamóti Golfsambands Íslands á Arion unglingamótaröðinni. Bjarki lék báða hringina á Hólmsvelli í Leiru á 68 höggum eða -4 og samtals var hann á 8 höggum undir pari. Hann sigraði með yfirburðum í keppni 17-18 ára en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigraði í 17-18 ára flokki kvenna og er þetta annað mótið í röð sem hún vinnur á unglingamótaröðinni. Guðrún Brá sigraði einnig á fyrsta stigamótinu í Eimskipsmótaröðinni í fullorðinsflokki á Akranesi á dögunum. Golf 6.6.2011 11:30 Tiger Woods í 13. sæti heimslistans - Donald er efstur Aðeins 15 kylfingar hafa náð þeim áfanga að komast í efsta sæti heimlistans á þeim 24 árum sem listinn hefur verið notaður. Luke Donald frá Englandi er sá 15. í röðinni. Tiger Woods, frá Bandaríkjunum, hefur setið lengst allra í efsta sæti heimslistans eða 623 vikur samtals eða í rétt tæplega 12 ár. Woods hefur fallið eins steinn niður heimslistann að undanförnu og er hann í 13. sæti. Golf 30.5.2011 13:00 Luke Donald tryggði sér sigur og efsta sætið á heimslistanum Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans. Golf 30.5.2011 10:45 Axel sigraði með yfirburðum í karlaflokki á fyrsta stigamótinu Axel Bóasson úr Keili sigraði með yfirburðum á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröð GSÍ í golfi. Axel lék hringina tvo á Garðavelli á Akranesi á 7 höggum undir pari samtals og var hann sjö höggum betri en Arnar Snær Hákonarson úr GR sem lék á pari samtals. Stefán Már Stefánsson úr GR, sem var efstur eftir fyrri keppnisdaginn á -5 endaði á 2 höggum yfir pari og endað hann í þriðja sæti. Golf 29.5.2011 19:59 Guðrún Brá sigraði á fyrsta stigamótinu á Eimskipsmótaröðinni Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Guðrún, sem er 17 ára gömul, lék hringina tvo á samtals fjórum höggum yfir pari, 75 höggum í dag og 73 höggum í gær. Golf 29.5.2011 18:16 Birgir Leifur endaði í 25. til 31. sæti í Belgíu Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í 25. til 31. sæti á Telenet Trophy mótinu í Belgíu sem lauk í dag eftir að hafa leikið lokahringinn á pari vallarins. Birgir Leifur var þarna að keppa á sínu öðru móti á evrópsku Áskorendamótaröðinni en hann lék hringina fjóra á 288 höggum eða á pari vallarins. Golf 29.5.2011 16:36 Stefán Már á fimm höggum undir pari GR-ingurinn Stefán Már Stefánsson hefur eins högga forskot efrir fyrri dag á Örninn golfmótinu sem er fyrsta mótið á Eimskipsmótatöðinni í golfi. Mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi um helgina og lýkur í dag. Golf 29.5.2011 07:00 Vertíðin hefst á Garðavelli í dag Keppnistímabilið hjá afrekskylfingum landsins hefst með formlegum hætti í dag. Leiknar verða 36 holur eða tveir hringir á Eimskipsmótaröðinni og fer fyrsta mótið fram á Garðavelli á Akranesi og nefnist það Örninn golfmótið. Golf 28.5.2011 06:00 Birgir Leifur bætti sig um sex högg í dag Birgir Leifur Hafþórsson lék á þremur höggum undir pari á móti í Belgíu en það er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Golf 27.5.2011 22:11 Tiger: Þetta eru engin dómsdagsmeiðsli Læknar hafa tjáð Tiger Woods að meiðslin sem hann varð fyrir á Masters-mótinu eigi ekki að koma í veg fyrir að hann geti tekið þátt í US Open sem hefst um miðjan næsta mánuð. Golf 25.5.2011 19:00 Gosið setti fyrsta unglingamótið úr skorðum Fyrsta mótið á unglingamótaröð Arionbanka og GSÍ fór fram á Strandavelli á Hellu um helgina en ekki tókst að ljúka keppni í öllum flokkum vegna atburða við Grímsvötn. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli mælti með því að mótinu yrði frestað vegna öskufoks á golfvellinum. Gríðarlegt rok var á Strandavelli báða keppnisdagana og hitastigið var ekki hátt en þrátt fyrir erfiðar aðstæður náðu margir kylfingar frábæru skori. Næsta mót á unglingamótaröðinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru helgina 4.-5. júní. Golf 22.5.2011 18:00 Tiger fellur út af topp tíu listanum Tiger Woods dettur út af topp tíu á heimslistanum í golfi eftir helgina þegar næsti listi verður gefinn út. Tiger er sem stendur í áttunda sæti. Golf 19.5.2011 16:30 Tiger ætlar að ná US Open Tiger Woods varð að draga sig úr keppni á Players-meistaramótinu um síðustu helgi en hann segir útlitið betra en á horfðist. Honum tókst aðeins að leika 9 holur á mótinu. Golf 17.5.2011 22:45 Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018 Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni. Golf 17.5.2011 19:15 Choi hafði betur gegn Toms í bráðabana á Players Kóreumaðurinn K.J. Choi sigraði á Players meistaramótinu á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi í gær á TPC Sawgrass vellinum. Choi hafði betur í bráðabana gegn David Toms frá Bandaríkjunum. Þeir hófu leik í bráðabananum á einkennisholu vallarins, 17. braut, sem er par 3 hola og er vatn allt í kringum flötina. Toms þrípúttaði á 17. flöt og fékk skolla en Choi gerði engin mistök og fékk par. Golf 16.5.2011 09:00 Birgir Leifur náði 3.-4. sæti Birgir Leifur Hafþórsson náði frábærum árangri á móti í Áskorendaröð Evrópu sem fór fram í Toskaníuhéraði á Ítalíu um helgina. Golf 15.5.2011 13:21 Birgir Leifur höggi á eftir efsta manni Birgir Leifur Hafþórsson er í 2.-6. sæti eftir þrjá daga á móti í Áskorendamótaröð Evrópu sem fer nú fram á Ítalíu. Golf 14.5.2011 19:33 Tiger dró sig úr keppni Tiger Woods dró sig úr keppni á Players-meistaramótinu í dag eftir aðeins níu holur. Tiger er meiddur og var greinilega ekki tilbúinn í slaginn. Golf 12.5.2011 21:13 Birgir Leifur í öðru sæti Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í öðru sæti eftir fyrsta daginn á Mugello Tuscany Open mótinu á Ítalíu en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni og er fyrsta mótið sem Birgir Leifur keppir í á þessu ári. Golf 12.5.2011 18:15 Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Golf 12.5.2011 13:00 « ‹ 142 143 144 145 146 147 148 149 150 … 177 ›
Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. Mickelson segir að hann hafi látið sig dreyma um að sigra á þessu móti frá því hann var barn en hann er enn ekki hættur að láta sig dreyma þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Golf 16.6.2011 19:45
Monty gagnrýnir harðlega hvernig valið var í ráshópa á US Open Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. Golf 16.6.2011 17:30
Adam Scott mætir til leiks með kylfusvein Tiger Woods Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á "pokanum“ á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Golf 16.6.2011 15:30
Opnuðu verslunina vegna brennandi golfáhuga Fyrir skemmstu bættist ný verslun við flóru golfverslana landsins, Golfskálinn í Mörkinni 3. Eigendurnir eru allir reynsluboltar í golfi, þeir Steinþór Jónasson, Ingibergur Jóhannsson og Hans Henttinen, sem var einn eigenda Nevada Bob á sínum tíma. Golf 16.6.2011 10:00
Guðjón og TInna sigruðu í Vestmannaeyjum Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG og Tinna Jóhannsdóttir úr GK sigruðu á öðru stigamóti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Þetta er fyrsti sigur Guðjóns á stigamótaröðinni en hann lék frábært golf á lokahringnum eða 65 höggum eða 5 höggum undir pari. Samtals lék Guðjóna -4 en Stefán Már Stefánsson úr GR varð annar á -2. Tinna lék á +6 samtals en Nína Björk Geirsdóttir úr GKj. varð önnur, einu höggi á eftir Tinnu. Golf 12.6.2011 21:15
Lee Westwood þrífst undir pressu Kylfingurinn Lee Westwood greinir frá því hvernig hann reynir að notfæra sér þá miklu pressu sem fylgi oft á tíðum í golfinu í ítarlegu viðtali við vefsíðuna pgatour.com, en Westwood er óðum að undirbúa sig fyrir US Masters sem hefst í næstu viku. Golf 12.6.2011 12:30
Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Golf 12.6.2011 08:00
Rigning stríðir golfurum í Eyjum Fresta þurfti öðrum hring á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum vegna úrkomu. Mótstjórn hefur tekið þá ákvörðun að fella hringinn niður. Arnar Snær Hákonarson og Nína Björk Geirsdóttir hafa forystu fyrir þriðja hring sem fram fer á morgun. Golf 11.6.2011 17:15
Annað stigamót ársins fer fram í Eyjum um helgina Annað stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram í Vestmannaeyjum um helgina og verða leiknar 54 holur að þessu sinni. Aðeins 83 keppendur eru skráðir til leiks og sigurvegararnir frá fyrsta stigamóti ársins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi eru báðir fjarverandi. Golf 10.6.2011 10:26
Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. Golf 8.6.2011 12:15
Bjarki lék frábært golf á Hólmsvelli - Guðrún Brá er ósigrandi Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sýndi frábær tilþrif á öðru stigamóti Golfsambands Íslands á Arion unglingamótaröðinni. Bjarki lék báða hringina á Hólmsvelli í Leiru á 68 höggum eða -4 og samtals var hann á 8 höggum undir pari. Hann sigraði með yfirburðum í keppni 17-18 ára en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigraði í 17-18 ára flokki kvenna og er þetta annað mótið í röð sem hún vinnur á unglingamótaröðinni. Guðrún Brá sigraði einnig á fyrsta stigamótinu í Eimskipsmótaröðinni í fullorðinsflokki á Akranesi á dögunum. Golf 6.6.2011 11:30
Tiger Woods í 13. sæti heimslistans - Donald er efstur Aðeins 15 kylfingar hafa náð þeim áfanga að komast í efsta sæti heimlistans á þeim 24 árum sem listinn hefur verið notaður. Luke Donald frá Englandi er sá 15. í röðinni. Tiger Woods, frá Bandaríkjunum, hefur setið lengst allra í efsta sæti heimslistans eða 623 vikur samtals eða í rétt tæplega 12 ár. Woods hefur fallið eins steinn niður heimslistann að undanförnu og er hann í 13. sæti. Golf 30.5.2011 13:00
Luke Donald tryggði sér sigur og efsta sætið á heimslistanum Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans. Golf 30.5.2011 10:45
Axel sigraði með yfirburðum í karlaflokki á fyrsta stigamótinu Axel Bóasson úr Keili sigraði með yfirburðum á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröð GSÍ í golfi. Axel lék hringina tvo á Garðavelli á Akranesi á 7 höggum undir pari samtals og var hann sjö höggum betri en Arnar Snær Hákonarson úr GR sem lék á pari samtals. Stefán Már Stefánsson úr GR, sem var efstur eftir fyrri keppnisdaginn á -5 endaði á 2 höggum yfir pari og endað hann í þriðja sæti. Golf 29.5.2011 19:59
Guðrún Brá sigraði á fyrsta stigamótinu á Eimskipsmótaröðinni Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Guðrún, sem er 17 ára gömul, lék hringina tvo á samtals fjórum höggum yfir pari, 75 höggum í dag og 73 höggum í gær. Golf 29.5.2011 18:16
Birgir Leifur endaði í 25. til 31. sæti í Belgíu Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í 25. til 31. sæti á Telenet Trophy mótinu í Belgíu sem lauk í dag eftir að hafa leikið lokahringinn á pari vallarins. Birgir Leifur var þarna að keppa á sínu öðru móti á evrópsku Áskorendamótaröðinni en hann lék hringina fjóra á 288 höggum eða á pari vallarins. Golf 29.5.2011 16:36
Stefán Már á fimm höggum undir pari GR-ingurinn Stefán Már Stefánsson hefur eins högga forskot efrir fyrri dag á Örninn golfmótinu sem er fyrsta mótið á Eimskipsmótatöðinni í golfi. Mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi um helgina og lýkur í dag. Golf 29.5.2011 07:00
Vertíðin hefst á Garðavelli í dag Keppnistímabilið hjá afrekskylfingum landsins hefst með formlegum hætti í dag. Leiknar verða 36 holur eða tveir hringir á Eimskipsmótaröðinni og fer fyrsta mótið fram á Garðavelli á Akranesi og nefnist það Örninn golfmótið. Golf 28.5.2011 06:00
Birgir Leifur bætti sig um sex högg í dag Birgir Leifur Hafþórsson lék á þremur höggum undir pari á móti í Belgíu en það er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Golf 27.5.2011 22:11
Tiger: Þetta eru engin dómsdagsmeiðsli Læknar hafa tjáð Tiger Woods að meiðslin sem hann varð fyrir á Masters-mótinu eigi ekki að koma í veg fyrir að hann geti tekið þátt í US Open sem hefst um miðjan næsta mánuð. Golf 25.5.2011 19:00
Gosið setti fyrsta unglingamótið úr skorðum Fyrsta mótið á unglingamótaröð Arionbanka og GSÍ fór fram á Strandavelli á Hellu um helgina en ekki tókst að ljúka keppni í öllum flokkum vegna atburða við Grímsvötn. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli mælti með því að mótinu yrði frestað vegna öskufoks á golfvellinum. Gríðarlegt rok var á Strandavelli báða keppnisdagana og hitastigið var ekki hátt en þrátt fyrir erfiðar aðstæður náðu margir kylfingar frábæru skori. Næsta mót á unglingamótaröðinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru helgina 4.-5. júní. Golf 22.5.2011 18:00
Tiger fellur út af topp tíu listanum Tiger Woods dettur út af topp tíu á heimslistanum í golfi eftir helgina þegar næsti listi verður gefinn út. Tiger er sem stendur í áttunda sæti. Golf 19.5.2011 16:30
Tiger ætlar að ná US Open Tiger Woods varð að draga sig úr keppni á Players-meistaramótinu um síðustu helgi en hann segir útlitið betra en á horfðist. Honum tókst aðeins að leika 9 holur á mótinu. Golf 17.5.2011 22:45
Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018 Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni. Golf 17.5.2011 19:15
Choi hafði betur gegn Toms í bráðabana á Players Kóreumaðurinn K.J. Choi sigraði á Players meistaramótinu á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi í gær á TPC Sawgrass vellinum. Choi hafði betur í bráðabana gegn David Toms frá Bandaríkjunum. Þeir hófu leik í bráðabananum á einkennisholu vallarins, 17. braut, sem er par 3 hola og er vatn allt í kringum flötina. Toms þrípúttaði á 17. flöt og fékk skolla en Choi gerði engin mistök og fékk par. Golf 16.5.2011 09:00
Birgir Leifur náði 3.-4. sæti Birgir Leifur Hafþórsson náði frábærum árangri á móti í Áskorendaröð Evrópu sem fór fram í Toskaníuhéraði á Ítalíu um helgina. Golf 15.5.2011 13:21
Birgir Leifur höggi á eftir efsta manni Birgir Leifur Hafþórsson er í 2.-6. sæti eftir þrjá daga á móti í Áskorendamótaröð Evrópu sem fer nú fram á Ítalíu. Golf 14.5.2011 19:33
Tiger dró sig úr keppni Tiger Woods dró sig úr keppni á Players-meistaramótinu í dag eftir aðeins níu holur. Tiger er meiddur og var greinilega ekki tilbúinn í slaginn. Golf 12.5.2011 21:13
Birgir Leifur í öðru sæti Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í öðru sæti eftir fyrsta daginn á Mugello Tuscany Open mótinu á Ítalíu en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni og er fyrsta mótið sem Birgir Leifur keppir í á þessu ári. Golf 12.5.2011 18:15
Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Golf 12.5.2011 13:00