Tiger Woods er langtekjuhæsti íþróttamaður veraldar Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. desember 2011 20:00 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Þrátt fyrir afleitt gengi á undanförnum tveimur árum er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods enn tekjuhæsti íþróttamaður heims. Tekjur Woods hafa lækkað um allt að 6,5 milljarða kr. á ári en engu að síður er hann langtekjuhæsti íþróttamaður ársins 2011. Talið er að Woods sé með um 9,1 milljarða kr. í árslaun. Þrír fótboltamenn eru á listanum yfir 10 tekjuhæstu íþróttamenn heims, tveir körfuboltamenn og tveir kylfingar. Sjöunda til tíunda sætiLionel Messi.Mynd/Nordic Photos/Getty10. sæti: Lionel Messi frá Argentínu, 23 ára leikmaður hjá spænska fótboltaliðinu Barcelona. Árstekjur: 4 milljarðar kr. Messi fær um 2 milljarða kr. í laun hjá Barcelona og hann er með annað eins í tekjur af auglýsingasamningum.9. sæti: Michael Schumacher frá þýskalandi, 42 ára ökumaður í Formúlu 1 liði Mercedes. Árstekjur 4,16 milljarðar kr. Schumacher hefur sjö sinnum fagnað sigri í keppni ökumanna í F1, hann endaði í 9. sæti á þessu ári. Stærsti hluti tekna hans koma frá auglýsingasamningum frá fyrirtækjum á borð við DVAG og JetSet.8. sæti: Alex Rodriguez frá Bandaríkjunum, 35 ára gamall leikmaður hafnarboltaliðsins, New York Yankees. Árstekjur 4,3 milljarðar kr. Árið 2000 skrifaði Rodriguez undir metsamning sem tryggði honum 31,6 milljarða kr. í laun á samningstímanum. Rodriguez er með afar fáa auglýsingasamninga en fyrirtæki hafa ekki viljað fá hann í lið með sér eftir að hann viðurkenndi að hafa notað steralyf reglulega á fyrri hluta ferilsins.7. sæti: Cristiano Ronaldo frá Portúgal, 26 ára gamall leikmaður spænska fótboltaliðsins Real Madrid. Árstekjur 4,7 milljarðar kr. Fyrirliði landsliðs portúgals er í öðru sæti yfir tekjuhæstu fótboltamenn heims. Hann nýtur gríðarlegra vinsælda og má þar nefna að 26 milljón manns fylgjast með honum á samskiptavefnum Facebook og 3 milljónir á Twitter. Fjórða til sjötta sætiRoger Federer.Mynd/Nordic Photos/Getty6. sæti: David Beckham frá Englandi, 36 ára gamall leikmaður bandaríska fótboltaliðsins LA Galaxy. Árstekjur 4,9 milljarðar kr. Beckham er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en það fer að líða að lokum keppnisferils hans. Tekjur hans munu án efa verða háar á næstu árum enda keppast fyrirtæki um leikmanninn. Ólympíuleikarnir í London á næsta ári verða án efa stór tekjulind fyrir Beckham sem gæti leikið með breska landsliðinu á ÓL.5. sæti: Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, fertugur atvinnukylfingur. Árstekjur 5,7 milljarðar kr. Mickelson eða „Lefty" eins og hann er kallaður hefur sigrað á fjórum stórmótum á ferlinum og er hann í annar í röðinni yfir tekjuhæstu kylfinga heims. Hann fær meirihluta tekna sinna í gegnum samninga við stórfyrirtæki á borð við Exxon Mobil, Rolex, Barclays, Callaway Golf og Enbrel. Sem atvinnumaður í golfi fékk Mickelson „aðeins" 470 milljónir kr. í verðlaunafé.4. sæti: Roger Federer frá Sviss, 29 ára gamall atvinnumaður í tennis. Árstekjur 5,8 milljarðar kr. Federer hefur unnið 16 stórmót á ferlinum og 67 atvinnumót. Hann hefur verið besti tennisspilari heims undanfarin ár og hann var samfellt í efsta sæti heimslistans í 237 vikur, og samtals í 285 vikur. Alls hefur hann leikið 28 sinnum til úrslita á stórmóti. Helstu samstarfsaðilar hans eru Rolex, Gillette, Mercedes-Benz, Nike og Lindt. Þriðja sætiLeBron James.Mynd/Nordic Photos/GettyLeBron James frá Bandaríkjunum, 26 ára körfuboltamaður, leikmaður Miami Heat í NBA deildinni. Árstekjur 5,9 milljarðar kr. James hefur notið gríðarlegra vinsælda en hann hefur einnig mátt þola mótlæti eftir að hann samdi við Miami Heat s.l.sumar. James á enn eftir að vinna meistaratitil með liði sínu en helstu styrktaraðilar hans eru, Nike, Sprite, Bubblicious, Upper Deck, State Farm og McDonald's. Annað sætiKobe BryantMynd/Nordic Photos/GettyKobe Bryant frá Bandaríkjunum, 32 ára gamall körfuboltamaður, leikmaður LA Lakers í NBA deildinni. Árstekjur 6,5 milljarðar kr. Bryant hefur fimm sinnum fagnað meistaratitlinum með LA Lakers sem er eina félagið sem hann hefur leikið með frá því hann kom inn í NBA deildina árið 1996. Hann hefur 13 sinnum verið valinn í Stjörnulið NBA og einu sinni hefur hann verið valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP). Hann er með fjölmörg fyrirtæki sem samstarfsaðila og má þar nefna Nike, og Coka Cola fyrirtækið. Fyrsta sætiTiger Woods.Mynd/Nordic Photos/GettyTiger Woods frá Bandaríkjunum, 35 ára gamall atvinnukylfingur. Árstekjur 9,2 milljarðar kr. Woods er enn tekjuhæsti íþróttamaður veraldar, þrátt fyrir að tekjur hans hafi lækkað um allt að 5-6 milljarða kr. á undanförnum tveimur árum. Einkalíf kylfingsins var helsta fréttaefnið árið 2010 og hann hefur alls ekki náð sér á strik á golfvellinum undanfarin misseri. Woods hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og er hann í öðru sæti á því sviði á eftir Jack Nicklaus sem vann 18 stórmót á ferlinum. Helstu samstarfsaðilar Woods eru Gillete, AT&T, Nike og Electronic Arts. Helmingur árstekna Woods koma í gegnum samstarfssamninga frá Nike og Electronic Arts. Erlendar Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þrátt fyrir afleitt gengi á undanförnum tveimur árum er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods enn tekjuhæsti íþróttamaður heims. Tekjur Woods hafa lækkað um allt að 6,5 milljarða kr. á ári en engu að síður er hann langtekjuhæsti íþróttamaður ársins 2011. Talið er að Woods sé með um 9,1 milljarða kr. í árslaun. Þrír fótboltamenn eru á listanum yfir 10 tekjuhæstu íþróttamenn heims, tveir körfuboltamenn og tveir kylfingar. Sjöunda til tíunda sætiLionel Messi.Mynd/Nordic Photos/Getty10. sæti: Lionel Messi frá Argentínu, 23 ára leikmaður hjá spænska fótboltaliðinu Barcelona. Árstekjur: 4 milljarðar kr. Messi fær um 2 milljarða kr. í laun hjá Barcelona og hann er með annað eins í tekjur af auglýsingasamningum.9. sæti: Michael Schumacher frá þýskalandi, 42 ára ökumaður í Formúlu 1 liði Mercedes. Árstekjur 4,16 milljarðar kr. Schumacher hefur sjö sinnum fagnað sigri í keppni ökumanna í F1, hann endaði í 9. sæti á þessu ári. Stærsti hluti tekna hans koma frá auglýsingasamningum frá fyrirtækjum á borð við DVAG og JetSet.8. sæti: Alex Rodriguez frá Bandaríkjunum, 35 ára gamall leikmaður hafnarboltaliðsins, New York Yankees. Árstekjur 4,3 milljarðar kr. Árið 2000 skrifaði Rodriguez undir metsamning sem tryggði honum 31,6 milljarða kr. í laun á samningstímanum. Rodriguez er með afar fáa auglýsingasamninga en fyrirtæki hafa ekki viljað fá hann í lið með sér eftir að hann viðurkenndi að hafa notað steralyf reglulega á fyrri hluta ferilsins.7. sæti: Cristiano Ronaldo frá Portúgal, 26 ára gamall leikmaður spænska fótboltaliðsins Real Madrid. Árstekjur 4,7 milljarðar kr. Fyrirliði landsliðs portúgals er í öðru sæti yfir tekjuhæstu fótboltamenn heims. Hann nýtur gríðarlegra vinsælda og má þar nefna að 26 milljón manns fylgjast með honum á samskiptavefnum Facebook og 3 milljónir á Twitter. Fjórða til sjötta sætiRoger Federer.Mynd/Nordic Photos/Getty6. sæti: David Beckham frá Englandi, 36 ára gamall leikmaður bandaríska fótboltaliðsins LA Galaxy. Árstekjur 4,9 milljarðar kr. Beckham er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en það fer að líða að lokum keppnisferils hans. Tekjur hans munu án efa verða háar á næstu árum enda keppast fyrirtæki um leikmanninn. Ólympíuleikarnir í London á næsta ári verða án efa stór tekjulind fyrir Beckham sem gæti leikið með breska landsliðinu á ÓL.5. sæti: Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, fertugur atvinnukylfingur. Árstekjur 5,7 milljarðar kr. Mickelson eða „Lefty" eins og hann er kallaður hefur sigrað á fjórum stórmótum á ferlinum og er hann í annar í röðinni yfir tekjuhæstu kylfinga heims. Hann fær meirihluta tekna sinna í gegnum samninga við stórfyrirtæki á borð við Exxon Mobil, Rolex, Barclays, Callaway Golf og Enbrel. Sem atvinnumaður í golfi fékk Mickelson „aðeins" 470 milljónir kr. í verðlaunafé.4. sæti: Roger Federer frá Sviss, 29 ára gamall atvinnumaður í tennis. Árstekjur 5,8 milljarðar kr. Federer hefur unnið 16 stórmót á ferlinum og 67 atvinnumót. Hann hefur verið besti tennisspilari heims undanfarin ár og hann var samfellt í efsta sæti heimslistans í 237 vikur, og samtals í 285 vikur. Alls hefur hann leikið 28 sinnum til úrslita á stórmóti. Helstu samstarfsaðilar hans eru Rolex, Gillette, Mercedes-Benz, Nike og Lindt. Þriðja sætiLeBron James.Mynd/Nordic Photos/GettyLeBron James frá Bandaríkjunum, 26 ára körfuboltamaður, leikmaður Miami Heat í NBA deildinni. Árstekjur 5,9 milljarðar kr. James hefur notið gríðarlegra vinsælda en hann hefur einnig mátt þola mótlæti eftir að hann samdi við Miami Heat s.l.sumar. James á enn eftir að vinna meistaratitil með liði sínu en helstu styrktaraðilar hans eru, Nike, Sprite, Bubblicious, Upper Deck, State Farm og McDonald's. Annað sætiKobe BryantMynd/Nordic Photos/GettyKobe Bryant frá Bandaríkjunum, 32 ára gamall körfuboltamaður, leikmaður LA Lakers í NBA deildinni. Árstekjur 6,5 milljarðar kr. Bryant hefur fimm sinnum fagnað meistaratitlinum með LA Lakers sem er eina félagið sem hann hefur leikið með frá því hann kom inn í NBA deildina árið 1996. Hann hefur 13 sinnum verið valinn í Stjörnulið NBA og einu sinni hefur hann verið valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP). Hann er með fjölmörg fyrirtæki sem samstarfsaðila og má þar nefna Nike, og Coka Cola fyrirtækið. Fyrsta sætiTiger Woods.Mynd/Nordic Photos/GettyTiger Woods frá Bandaríkjunum, 35 ára gamall atvinnukylfingur. Árstekjur 9,2 milljarðar kr. Woods er enn tekjuhæsti íþróttamaður veraldar, þrátt fyrir að tekjur hans hafi lækkað um allt að 5-6 milljarða kr. á undanförnum tveimur árum. Einkalíf kylfingsins var helsta fréttaefnið árið 2010 og hann hefur alls ekki náð sér á strik á golfvellinum undanfarin misseri. Woods hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og er hann í öðru sæti á því sviði á eftir Jack Nicklaus sem vann 18 stórmót á ferlinum. Helstu samstarfsaðilar Woods eru Gillete, AT&T, Nike og Electronic Arts. Helmingur árstekna Woods koma í gegnum samstarfssamninga frá Nike og Electronic Arts.
Erlendar Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira