Handbolti

Aron: Hrika­lega stoltur og á­nægður með þennan titil

FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í kvöld. Varð það ljóst eftir að liðið sigraði Gróttu, 22-29, og að Valur tapaði gegn KA, 34-29. Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var sáttur með andann og drifkraftinn í liðsfélögum sínum í kvöld en liðið hafði tapað síðustu tveimur leikjum.

Handbolti

Olís deild karla: Víkingur og Sel­foss fallin

Þegar enn er ein umferð eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta er ljóst að Víkingur og Selfoss eru fallin. Þá varð FH deildarmeistari í kvöld sem og ljóst er hvaða átta lið fara í úrslitakeppnina.

Handbolti

„Það er bara veisla fram­undan“

Evrópuævintýrið heldur áfram hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og leikmönnum hans hjá Val. Liðið sigraði rúmenska liðið Steaua Búkarest í kvöld í N1-höllinni, 36-30, og unnu einvígið samanlagt með sjö mörkum. 

Handbolti

Um­fjöllun og við­töl: Valur - Steaua 36-30 | Vals­menn á leið í undan­úr­slit í Evrópu­keppni

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF keppni karla með 36-30 sigri gegn rúmenska félaginu CSA Steaua Bucuresti Hlíðarenda. Gestirnir frá Rúmeníu áttu aldrei möguleika og Valsmenn léku á alls oddi. Alexander Petersson var markahæstur með átta mörk úr átta tilraunum. Samtals sjö marka sigur úr einvígi liðanna. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi síðar í kvöld.

Handbolti

Góður árangur í Evrópu dýru verði keyptur fyrir leik­­menn Vals

Karla­lið Vals í hand­bolta er nú einu skrefi frá undan­úr­slitum Evrópu­bikarsins. Karla- og kvenna­lið fé­lagsins hafa gert sig gildandi í Evrópu­keppnum undan­farin tíma­bil en góðum árangri fylgir einnig mikill kostnaður. Hver og einn leik­maður Vals skuld­bindur sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja um­ferð í Evrópu. For­maður hand­knatt­leiks­deildar fé­lagsins vill meiri pening inn í í­þrótta­hreyfinguna til að létta undir með fé­lögunum og leik­mönnum þeirra.

Handbolti

Menn fái sér páska­egg númer tvö en ekki tíu

Valur getur með sigri gegn Steaua Búkarest, á laugar­daginn kemur, tryggt sér sæti í undan­úr­slitum Evrópu­bikarsins í hand­bolta. Stór­leikur sem fram fer í N1-höllinni að Hlíðar­enda. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir undir­búning sinna manna með hefð­bundnum hætti fyrir leik. Hann tekur ekki fyrir páska­eggja át sinna manna en segir það betra ef þeir fari í páska­egg númer tvö frekar en tíu.

Handbolti

Á förum frá Zwickau

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir er á förum frá þýska handboltaliðinu Zwickau. Félagið greinir frá þessu.

Handbolti

Blóð, sviti, tár og and­vöku­nætur Guð­mundar

Ís­lenski hand­bolta­þjálfarinn Guð­mundur Guð­munds­son hefur verið að ná sögu­legum árangri með lið Fredericia í efstu deild Dan­merkur. Liðið hefur nú þegar tryggt sér annað sætið í deildar­keppninni og mun á næsta tíma­bili, í fyrsta sinn í sögunni, taka þátt í Evrópu­keppni.

Handbolti