Innherji
Flest „lagst gegn“ bankanum frá síðustu ákvörðun og spáir 50 punkta hækkun
Á þeim ríflega mánuði sem er liðin frá því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vextina í 9,25 prósent þá hafa skammtímavísbendingarnar „heilt yfir lagst gegn“ bankanum, hvort sem litið er til verðbólgu, verðbólguvæntingar eða þróunar efnahagsmál, að mati greiningar Arion banka, sem spáir þess vegna að nefndin muni hækka vextina á ný um 50 punkta. Aðhald peningastefnunnar sé „enn of lítið“ og fari verðbólguvæntingar ekki að hjaðna á næstunni er sennilegt að vextirnir muni brjóta tíu prósenta múrinn áður en árið er liðið.
Háir langtímavextir vestanhafs minnka áhuga fjárfesta á „framandi“ mörkuðum
Þegar það kemst á meiri vissa um að vextir hafi náð hámarki og verðbólgan sé á niðurleið ætti það að skila sér í meira innfæði fjármagns í íslensk ríkisbréf, að sögn seðlabankastjóra, en háir langtímavextir í Bandaríkjunum valda því að skuldabréfafjárfestar sýna framandi mörkuðum núna lítinn áhuga. Eftir nánast ekkert innflæði í ríkisbréf um margra mánaða skeið kom erlendur sjóður inn á markaðinn í gær sem átti sinn þátt í því að ávöxtunarkrafan féll skarpt.
Verðbólguálagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám greinenda
Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert. Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir.
Fjárfestingafélag Heiðars hagnast um nærri hálfan milljarð
Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Sýnar, skilaði tæplega 470 milljóna króna hagnaði í fyrra en Ursus seldi þá allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Góð afkoma Ursus í fyrra skýrist einkum af uppfærslu á óbeinum eignarhlut félagsins í HS Veitum.
Landsbréf: Lífeyrissjóðir ættu að mega eiga stærri hlut í sjóðum
Landsbréf, sjóðastýring Landsbankans, segir óþarfi að banna lífeyrssjóðum, eins og lög geri, að eiga meira en 25 prósent af hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og stærri hluta en 20 prósent í öðrum sjóðum eða félögum.
Bandarískur sjóðastýringarrisi vill fjárfesta í Carbfix fyrir milljarða
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að undirgangast tiltekna skilmála vegna tilboðs bandaríska sjóðastýringarfélagsins Stonepeak, einn stærsti innviðafjárfestir heims, um möguleg kaup á nýjum hlutum í fyrirtækinu Carbfix. Erlendir fjárfestar gætu lagt félaginu, sem hefur hannað tæknilausn sem bindur koltvísýring varanlega í bergi, til marga milljarða króna í aukið hlutafé til að standa straum að uppbyggingu þess á komandi árum.
Lífeyrissjóðir vilja bíða með aukið valfrelsi og starfshópur rýni málið
Landssamtök lífeyrissjóða og Frjálsi lífeyrissjóðurinn leggja til að beðið verði með að leggja frumvarp um aukið valfrelsi til fjárfestinga í viðbótarsparnaði og að hópur sem vinnur að gerð grænbókar um lífeyriskerfið rýni í málið fyrst. Grænbókin er undanfari hvítbókar með tillögum um lagabreytingar.
Ísfélagið setur stefnuna á risaskráningu á markað undir lok ársins
Sjávarútvegsrisinn Ísfélagið, nýlega sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, hefur gengið frá ráðningum á helstu fjármálaráðgjöfum vegna undirbúnings að skráningu og frumútboði félagsins í Kauphöllina. Gangi núverandi áætlanir Ísfélagsins eftir verður fyrirtækið eitt hið stærsta að markaðsvirði á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en árið er liðið.
Ódýrasta tryggingafélagið á hlutabréfamarkaði sé „líklega“ TM
Markaðsvirði Sjóvár og VÍS er næstum tvöfalt á við bókfært virði eigin fjár á meðan fjárfestar verðleggja Kviku, sem á TM, á tæplega bókfært eigið fé. „Þetta er sérstaklega athyglisvert því að rekstur TM er stór hluti“ í rekstri bankans, segir í hlutabréfagreiningu, og TM sé því „líklega“ ódýrasta tryggingafélagið á markaðinum.
Bandaríski risinn Capital Group stækkar enn stöðu sína í Íslandsbanka
Sjóðastýringarfélagið Capital Group, stærsti erlendi fjárfestirinn í hlutahafahópi Íslandsbanka, jók nokkuð við eignarhlut sinn fyrr í þessum mánuði eftir að hlutabréfaverð bankans hafði fallið skarpt síðustu vikur. Erlendir fjárfestar hafa ekki átt stærri samanlagðan hlut í bankanum frá skráningu hans sumarið 2021.
Hefur lækkun bankaskatts skilað sér til neytenda og fyrirtækja?
Frægt er þegar Henry Kissinger utanríkisráðherra Nixons spurði Zhou Enlai kollega sinn í Kína hvaða áhrif franska byltingin hefði haft. Svar Zhou Enlai var að það væri of snemmt að segja til um það. Þetta hefur verið tekið sem dæmi um að Kínverjar hugsi til langs tíma. Reyndar hefur síðar komið ljós að líklega skildi Zhou Enlai spurninguna þannig að Kissinger væri að spyrja um stúdentauppreisnina 1968 en ekki stjórnarbyltinguna 1789. En sagan er góð.
Met slegið í verðtryggðum íbúðalánum bankanna annan mánuðinn í röð
Talsvert hefur hægt á útlánavexti bankanna til atvinnulífsins á undanförnum þremur mánuðum samhliða hækkandi fjármagnskostnaði en meðalvextir óverðtryggðra fyrirtækjalána voru farnir að nálgast tólf prósent fyrr í sumar. Á sama tíma er ekkert lát á tilfærslu heimila úr óverðtryggðum íbúðalánum yfir í verðtryggð en annan mánuðinn í röð var met slegið í nýjum verðtryggðum lánum bankanna með veði í íbúð.
Kaup Brims á hlut í Iceland Seafood „skref í að vinna með öðrum í sölu“
Forstjóri Brims segir um kaup á ellefu prósenta hlut í Iceland Seafood International að lengi hafi staðið til að styrkja sölukerfi útgerðarinnar á fiskafurðum. „Þetta er eitt skref í að vinna með öðrum í sölu.“
Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum eftir kaup Baader
Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum króna frá því að þýska félagið Baader fjárfesti fyrst í félaginu árið 2021. Tapið var 845 milljónum króna minna á árinu 2022 en árið áður eða 1,8 milljarðar króna.
Þurfum „stóran“ forða og segir eðlilegt að ríkið gefi reglulega út bréf erlendis
Það er mikilvægt fyrir Ísland að halda úti „stórum“ gjaldeyrisvaraforða en sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hann minnkað talsvert á skömmum tíma og er nú aðeins lítillega yfir þeim viðmiðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett. Hægt væri að styrkja forðann með lántöku ríkissjóðs í erlendri mynt en eðlilegt er að íslenska ríkið gefi reglulega út slík skuldabréf, að sögn seðlabankastjóra.
Hagnaður Kviku eignastýringar minnkaði um nærri tvo þriðju milli ára
Afkoma Kviku eignastýringar, sem er í eigu samnefnds banka, versnaði verulega á fyrstu sex mánuðum ársins frá fyrra ári samhliða erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum. Samanlagður hagnaður fjögurra stærstu sjóðastýringarfélaga landsins minnkaði um liðlega tíu prósent á tímabilinu.
Lífeyrissjóðir halda svipuðum takti í gjaldeyriskaupum og í fyrra
Þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi aukið nokkuð við fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum yfir sumarmánuðina samhliða auknu innflæði gjaldeyris til landsins vegna mikils fjölda ferðamanna þá styrktist gengi krónunnar stöðugt á tímabilinu. Hrein gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna jukust um liðlega fimmtán prósent á fyrstu átta mánuðum ársins en flestir sjóðir eru hins vegar enn talsvert fjarri innri viðmiðum um hlutfall gjaldeyriseigna af heildareignum sínum.
Fjárfestar gætu fengið miklar vaxtatekjur af Sýn vegna sölu á stofnneti
Líklega mun Sýn greiða „mjög hraustlega“ arðgreiðslu í vor, ef ekki fyrr, eftir sölu á stofnneti. Fjárfestar gætu fengið tugi prósenta í vaxtatekjur miðað við núverandi markaðsvirði, segir í verðmati Jakobsson Capital sem metur hlutabréfaverð Sýnar 67 prósentum yfir markaðsvirði.
Rocky Road hefur safnað 700 milljónum og þarf núna að framkvæma
Íslenska leikjafyrirtækið Rocky Road, sem Þorsteinn Friðriksson stofnandi Plain Vanilla fer fyrir, hefur aukið hlutafé sitt um þrjár milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 410 milljóna króna. Samanlagt hefur fyrirtækið safnað 700 milljónum króna frá innlendum og erlendum fjárfestum frá stofnun félagsins við upphaf árs í fyrra.
Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Landeldi og eignast yfir helmingshlut
Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni.
„Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna
Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum.
„Áþreifanleg ruðningsáhrif“ vegna uppgangs í ferðaþjónustu
Uppgangur ferðaþjónustu hefur stuðlað að litlu atvinnuleysi og sett mikinn þrýsting á aðra innviði, þar með talið húsnæðismarkað þar sem meirihluti nýs starfsfólks í ferðaþjónustu kemur erlendis frá, segir Seðlabankinn. Ruðningsáhrif atvinnugreinarinnar hafa því verið „áþreifanleg“ en hún hefur um leið átt mestan þátt í að stuðla að batnandi viðskiptajöfnuði.
Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn
Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn.
Seðlabankinn segir stöðu lántakenda „á heildina litið“ vera góða
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum samhliða erfiðari fjármálaskilyrðum, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og með skuldabréfaútgáfum bankanna að undanförnu hefur dregið úr endurfjármögnunaráhættu þeirra í erlendri mynt. Þá virðist staða lántakenda á „heildina litið“ vera góð.
Framleiðni stendur í stað og það „mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræður“
Hagfræðingar segja að það sé áhyggjuefni að framleiðni á mann hafi ekki vaxið undanfarin ár og benda á að sú fjölgun starfa á vinnumarkaði sem hafi orðið sé að stórum hluta lágframleiðnistörf. Þessi staða mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræðum, að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem varar við því að með sama framhaldi verði ekki innstæða fyrir auknum lífsgæðum.
Blackrock eignast yfir fimmtungshlut eftir niðurfellingu á milljarða skuldum
Bandaríski sjóðastýringarrisinn BlackRock eignaðist meira en fimmtungshlut af útgefnu almennu hlutafé Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, gegn eftirgjöf skulda upp á nærri fjóra milljarða þegar endurskipulagning á fjárhag íslenska fyrirtækisins var kláruð í sumar. BlackRock er í hópi ráðandi hluthafa sem geta beitt neitunarvaldi ef til stendur meðal annars að selja fyrirtækið eða gefa út nýja hluti sem verðmetur það á undir jafnvirði 25 milljarða króna.
Metur Icelandair langt yfir markaðsgengi þótt aðstæður hafi versnað
IFS mælir enn með kaupum í Icelandair í nýju verðmati sem birt var eftir að flugfélagið lækkaði afkomuspá sína í ljósi hækkandi eldsneytisverðs. Fáir innlendir hlutabréfasjóðir eru með hlutfallslega mikið af eignum sínum bundnum í bréfum flugfélagsins.
Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“
Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024.
Sér kauptækifæri í Símanum þrátt fyrir ellefu prósenta lækkun á verðmati
Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt á Símanum um ellefu prósent eftir uppgjör annars ársfjórðungs en telur engu að síður að fjarskiptafélagið sé verulega undirverðlagt.
Aukinn vaxtamunur hefur ekki ýtt undir innflæði fjármagns í ríkisbréf
Miklar hækkanir á vöxtum Seðlabankans vegna þrálátrar verðbólgu og mikilla verðbólguvæntinga hefur valdið því að skammtímavaxtamunur Íslands gagnvart stærstu myntsvæðum heimsins hefur sjaldan verið meiri um langt skeið. Þrátt fyrir að vaxtamunurinn hafi meðal annars liðlega tvöfaldast á móti Bandaríkjunum frá áramótum hefur það ekki haft í för með sér innflæði fjármagns í ríkisbréf svo neinu nemur.