Innherji

Land­eldis­fyrir­tækið Lax­ey klárar láns­fjár­mögnun við Arion banka

Hörður Ægisson skrifar
Uppsetning á fyrsta á fiskeldiskerinu í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum hófst fyrr í sumar en alls eru sett upp átta slík ker á þessu ári. . Alls er stefnt að því að byggja áframeldið upp í sex jafn stórum áföngum og árleg framleiðslugeta verði þá samtals um 32 þúsund tonn.
Uppsetning á fyrsta á fiskeldiskerinu í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum hófst fyrr í sumar en alls eru sett upp átta slík ker á þessu ári. . Alls er stefnt að því að byggja áframeldið upp í sex jafn stórum áföngum og árleg framleiðslugeta verði þá samtals um 32 þúsund tonn.

Eldisfyrirtækið Laxey, sem áformar uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum með árlegri framleiðslugetu upp á 32 þúsund tonn, og Arion banki hafa gengið frá samningi um fjármögnun. Lánsfjármögnunin frá Arion kemur í framhaldi af því að Laxey lauk fyrr á árinu hlutafjáraukningu, sem var í tveimur áföngum, upp á samtals um sjö milljarða frá innlendum og erlendum fjárfestum.


Tengdar fréttir

Fyrst­i á­fang­i land­eld­is í Eyj­um mun kost­a 25 millj­arð­a

Félagið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) vinnur að því að koma á fót landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Horft er til þess að framleiða í fyrsta áfanga um 15 þúsund tonn af laxi á seinni hluta árs 2027 með mögulega stækkun í 30 þús tonn. Um er að ræða um 25 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga. Starfsmenn verða um 100. 

Veðja á nýja at­vinnu­grein og á­forma tug­milljarða hluta­fjár­söfnun

Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×