Körfubolti

Sigur í fyrsta leik Elvars með Tortona

Elvar Már Friðriksson lék sinn fyrsta leik með Tortona í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið tók á móti Varese í dag. Elvar og félagar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og unnu að lokum góðan fimm stiga sigur, 104-99.

Körfubolti

Álftanes vann oddaleikinn í Hornafirði

Álftanes vann Sindra í oddaleik undanúrslitanna í úrslitakeppni fyrstu deildar karla með þriggja stiga sigri, 77-80. Álftanes og Höttur mætast í úrslitaleiknum um síðasta lausa sætið í Subway-deild karla.

Körfubolti

Logi Gunnars: Væri geggjað að fá Keflavík

Njarðvík er komið áfram í undanúrslit eftir að hafa sópað KR-ingum út úr úrslitakeppni Subway-deildar karla, 3-0. Njarðvíkingar unnu KR 91-63 í þriðja og síðasta leik einvígisins. Fyrirliðinn Logi Gunnarsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld.

Körfubolti

Lögmál leiksins: Nei eða já

Lögmál leiksins er á dagskrá alla mánudaga á Stöð 2 Sport þar sem helstu NBA sérfræðingar landsins ræða körfuboltann vestanhafs. Í gær voru Kjartan Atli, Sigurður Orri, Tommi Steindórs og Hörður Unnsteins að velta steinum í dagskrárliðnum nei eða já.

Körfubolti

Baldur Þór: Stál í stál í seinni hálfleik

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var sáttur með sigur sinna manna gegn Keflvíkinum í í kvöld. Stólarnir eru nú með 2-1 forystu í einvíginu og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Körfubolti

Sara og stöllur sendar í sumarfrí

Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur hennar í Phoenix Constanta eru komnar í sumarfrí eftir sex stiga tap gegn Sepsi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum rúmensku deildarinnar í körfubolta í kvöld, 76-70.

Körfubolti

Lögmál leiksins: Eldaði með mygluðu hráefni

Frank Vogel var í nótt rekinn frá LA Lakers eftir slakt gengi liðsins á tímabilinu í NBA deildinni. Liðið missti af úrslitakeppninni og endaði í 11. sæti vesturdeildar. Brottrekstur Vogel verður meðal umræðuefna í Lögmálum leiksins sem verða á dagskrá klukkan 20:40 á Stöð 2 Sport 2.

Körfubolti