Lífið

„Við erum að kveðja Egil með virktum“

„Ég held að það sé ekkert fyrirtæki á Íslandi sem er búið að vera með sömu röddina í þrjátíu ár að tala fyrir sig,“ segir Kristinn G. Bjarnason framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota á Íslandi. Áramótaauglýsing Toyota, sem sýnd var rétt fyrir Áramótaskaupið í gærkvöldi hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum og segja má að auglýsingin marki ákveðin tímamót.

Lífið

Hrós­hringur þing­manna: „Maðurinn er mjög þrjóskur“

Þingmenn voru fengnir til að fara í „hróshring“ í Kryddsíld Stöðvar 2. Björn Leví Gunnarsson, sem jafnan hefur gagnrýnt fjármálaráðherra harðlega, var fenginn til að hrósa Bjarna Benediktssyni. Sigmundur Davíð fékk svo það hlutverk að hrósa Birni Leví.

Lífið

Fréttakonan Barbara Walters látin

Bandaríska frétta- og sjónvarpskonan Barbara Walters er látin 93 ára að aldri. Hún hóf störf sjónvarpsfréttamaður á sjónvarpsstöðinni ABC árið 1976, fyrst kvenna í Bandaríkjunum. 

Lífið

Mari Jaersk komin á fast með Nirði

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur fundið ástina í badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Mari birti mynd af parinu á Instagram í TBR-húsinu við Gnoðarvog í dag. Þar eru þau í faðmlögum og með badmintonspaða í hönd.

Lífið

Ingó hyggur á stór­tón­leika í Há­skóla­bíó í mars

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá.

Lífið

Guðjón Valur orðinn afi

Handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson er orðinn afi. Dóttir hans eignaðist hárprúða dóttur þann 21. desember síðastliðinn.

Lífið

Ólafur Arnalds og Sandra­yati giftu sig á Balí

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar.  

Lífið

Þótti eiginmaðurinn óþolandi í tíu ár

Michelle Obama þoldi ekki eiginmann sinn Barack í um það bil tíu ár, á meðan dætur þeirra voru ungar. Frá þessu greindi fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna í viðtali við Revolt TV í síðustu viku.

Lífið

Frægir fjölguðu sér árið 2022

Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá.

Lífið

Sonar­sonur Bob Marl­ey er látinn

Jamaíski tónlistarmaðurinn Joseph Marley, betur þekkur sem Jo Mersa, er látinn. Jo Mersa, sem varð 31 árs gamall, var barnabarn reggígoðsagnarinnar Bob Marley,

Lífið

Uppistand um kjaramál merki um hærri aldur

Sjötta árið í röð gerir uppistandarinn Ari Eldjárn upp árið í sýningu sinni áramótaskop í Háskólabíói. Á næstu tveimur vikunum sýnir hann tólf sinnum. Burðarstykki í sýningunni fjallar um kjaramál sem Ari segir merki um að hann sé að eldast.

Lífið

„Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa“

„Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, sem tilnefndur er sem maður ársins 2022. Hann lýsir því að hafa liðið illa á sínum yngri árum og hugleitt sjálfsvíg. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna og segir líf sitt hafa umbreyst á síðustu árum.

Lífið

Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B

Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 

Lífið

Margrét og Ísak trú­lofuð

Margrét Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, og Ísak Örn Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, trúlofuðu sig nýlega. Þau greina frá þessu í sameiginlegri færslu á Instagram. 

Lífið

Stjörnulífið: Jólanáttföt, arineldur og snjór

Jólin eru tíminn til að njóta og skapa minningar með fjölskyldu og vinum. Ef marka má samfélagsmiðla undanfarna daga hafa Íslendingar svo sannarlega notið jólahátíðarinnar í botn og tekið sér frí frá amstri hversdagsins.

Lífið

Fóru leynt með ó­léttuna í átta mánuði

Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning, og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau hafa vitað af óléttunni síðan í maí en ekki greint frá henni fyrr en nú. 

Lífið