Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2024 14:54 Sigurvegari Sviss steig næstum því ekki á svið í keppninni í ár. EPA-EFE/JESSICA GO Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. Í umfjöllun VG segir að löndin hafi verið Sviss, Noregur, Grikkland, Írland, Portúgal og Bretland. Hefði það orðið raunin hefðu einungis nítján lönd tekið þátt í keppninni og keppnin verið átján mínútum styttri en ella. Eins og fram hefur komið stóð mikinn styr um þátttöku Ísrael í keppninni vegna stríðsreksturs Ísraelsmanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fram kemur að þrjú atriði hafi verið nefnd sem ástæður þess að löndin hugðust hætta keppni. Þátttaka Ísrael, hegðun ísraelska hópsins og öryggisvarða þeirra auk brottvísunar Joost Klein, fulltrúa Hollands úr keppninni. Eins og fram hefur komið var uppi fótur og fit hjá skipuleggjendum enda létu fjögur lönd sig vanta í fánaathöfn sjálfan keppnisdaginn. Ýmislegt er dregið upp í umfjöllun VG sem dæmi um slæma hegðun ísraelska hópsins. Haft er eftir Magnus Børmark, einum keppenda Noregs í ár, að svo virðist vera sem aðrar reglur hafi gilt um ísraelska hópinn en aðra keppendur. Þannig hafi ísraelskur stílisti meðal annars kallað fulltrúa Írlands skrímsli. Børmark segir samdóma álit fulltrúa landanna sex hafa verið þá að þau hafi ekki viljað taka þátt í því að Eurovision keppnin yrði nýtt sem hluti af áróðursvél Ísrael. Ekki kemur fram hvað hafi orðið til þess að löndin sex hættu við að hætta við keppni. Eurovision Sviss Noregur Grikkland Írland Portúgal Bretland Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Í umfjöllun VG segir að löndin hafi verið Sviss, Noregur, Grikkland, Írland, Portúgal og Bretland. Hefði það orðið raunin hefðu einungis nítján lönd tekið þátt í keppninni og keppnin verið átján mínútum styttri en ella. Eins og fram hefur komið stóð mikinn styr um þátttöku Ísrael í keppninni vegna stríðsreksturs Ísraelsmanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fram kemur að þrjú atriði hafi verið nefnd sem ástæður þess að löndin hugðust hætta keppni. Þátttaka Ísrael, hegðun ísraelska hópsins og öryggisvarða þeirra auk brottvísunar Joost Klein, fulltrúa Hollands úr keppninni. Eins og fram hefur komið var uppi fótur og fit hjá skipuleggjendum enda létu fjögur lönd sig vanta í fánaathöfn sjálfan keppnisdaginn. Ýmislegt er dregið upp í umfjöllun VG sem dæmi um slæma hegðun ísraelska hópsins. Haft er eftir Magnus Børmark, einum keppenda Noregs í ár, að svo virðist vera sem aðrar reglur hafi gilt um ísraelska hópinn en aðra keppendur. Þannig hafi ísraelskur stílisti meðal annars kallað fulltrúa Írlands skrímsli. Børmark segir samdóma álit fulltrúa landanna sex hafa verið þá að þau hafi ekki viljað taka þátt í því að Eurovision keppnin yrði nýtt sem hluti af áróðursvél Ísrael. Ekki kemur fram hvað hafi orðið til þess að löndin sex hættu við að hætta við keppni.
Eurovision Sviss Noregur Grikkland Írland Portúgal Bretland Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira