
Lífið

Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi
Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin fagnaði 25 ára afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi og bauð til heljarinnar veislu á Hótel Geysi. Kærasta Arons, Erna María Björnsdóttir flugfreyja, birti myndir af herlegheitunum á Instagram-síðu sinni.

Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle
Fischersunds systkinin Jónsi, Inga, Lilja og Sigurrós Birgisbörn standa fyrir glæsilegri listasýningu í Norræna safninu í Seattle, Bandaríkjunum um þessar mundir. Gestum er boðið í ferðalag lyktar, hljóðs og listsköpunar á þessari fyrstu safnasýningu þeirra sem opnaði með glæsibrag samhliða tónleikum Jónsa, sem er hvað þekktastur sem söngvari sveitarinnar Sigur Rós, ásamt Sin Fang og Kjartani Holm.

Ilmaðu eins og frambjóðendur
Góður ilmur spilar stórt hlutverk í lífi margra og er stundum sagt að ilmur geti sagt mikið til um persónuleika okkar. Þegar við finnum ilm sem við erum ánægð með, eigum við það til að nota hann árum saman. Frambjóðendur til Alþingiskosninga 2024 eru þar engin undantekning. Hér að neðan má sjá hvaða ilmi nokkrar af þeim konum sem eru í framboði nota.

Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið
Bresk-ástralska leikkonan Miriam Margoyles segist hafa afþakkað boð um að leika í nýjum þáttum Marvel af því hún nennti ekki til Bandaríkjanna. Hún vildi milljón Bandaríkjadala, bauðst hálf og gekk frá borðinu.

„Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“
Það má með sanni segja að fyrsti þátturinn af Bannað að hlæja á Stöð 2 hafi vakið mikla athygli en serían hóf göngu sína á föstudagskvöldið.

Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti
Frumkvöðullinn og listamaðurinn Haraldur Þorleifsson býr í einstaklega fallegri og listrænni þakíbúð í miðbæ Reykjavíkur.

Ungfrú Danmörk fegurst allra
Hin 21 árs gamla Victoria Kjær Theilvig frá Danmörku stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú alheimur 2024 (e. Miss Universe) sem fór fram í Mexíkóborg síðastliðið laugardagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Danmörk vinnur titilinn.

Lára og Jens verða mamma og pabbi
Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman verða foreldrar árið 2025. Þetta tilkynna þau í einlægri Instagram færslu.

Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957
Fullt var út úr húsi Eldhúspartýi FM957 sem fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar kom fram rjómi tónlistarfólks á Íslandi í brjálaðri stemningu í eftirsóttasta partýi ársins.

Annar bakaradrengur kominn í heiminn
Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og kondítor, betur þekktur sem Gulli bakari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardóttir, eignuðust dreng þann 15. nóvember síðastliðinn. Fyrir eiga þau soninn Arnar Inga sem fæddist í apríl 2023.

Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“
Nístandi kuldi og tímamót einkenndu liðna viku. Stjörnur landsins gerðu sér dagamun og skemmtu sér meðal annars á tónleikum, í afmælum eða áttu notaleg stund í faðmi fjölskyldu og vina.

Edrú í eitt ár
Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu.

Sigríður Margrét orðin amma
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er orðin amma.

Bjarki og Rósa orðin hjón
Bjarki Bergmann Gunnlaugsson og Rósa Signý Gísladóttir giftu sig um helgina.

Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun
Veðrið versnandi fer og dagarnir verða dimmari. Oft er þörf en nú er nauðsyn að geta gripið í góð hlaðvörp og grípandi tóna til þess að gera lífið huggulegra og skemmtilegra og lýsa upp skammdegið að einhverju leyti. Lífið á Vísi spurði því nokkra lífskúnstnera eftirfarandi spurningu: Hvað ertu að hlusta á?

Fer ekki út úr húsi eftir greininguna
„Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri.

Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir
„Kulnun er andstyggileg. Hún læðist upp að þér, dulbýr sig til dæmis sem „bara stress“ eða „smá lægð“ og áður en þú veist af ertu í sjálfheldu. Það er erfitt að bera kennsl á hana því hún hefur svo margar birtingarmyndir. Fyrir sumum er hún andleg uppgjöf, fyrir öðrum síþreyta eða jafnvel kvíðaköst og þunglyndi. Hvernig sem hún birtist þá er hún raunveruleg og verðskuldar athygli, “ segir Styrmir Barkarson. Hann talar af reynslu. Hann upplifði alvarlega kulnun í starfi og er enn í dag að kljást við afleiðingarnar.

Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!

Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld
Tónleikar sem áttu að fara fram í gærkvöldi en þurfti að aflýsa þegar lögregla kom og vísaði gestum frá fara fram í kvöld. Allir þeir sem áttu að koma fram í gær, koma fram í kvöld, að sögn skipuleggjenda.

Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld
Skipuleggjandi tónleika sem fara áttu fram á Hvalasafninu í gær en var frestað segir málið hið leiðinlegasta og harmar atvikið. Allt kapp sé lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld.

„Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“
Ragnheiður Lárusdóttir hefur undanfarin tíu ár horft upp á dóttur sína hverfa inn í heim fíkniefna og sér ekki fyrir endann á baráttunni, þvert á móti. Hún kýs að tala opinskátt um vandann og sækir huggun í þá staðreynd að önnur börn hennar hafa spjarað sig vel í lífinu. Hún sé ekki verri uppalandi en það. Í nýrri ljóðabók fjallar hún um óttann, örvæntinguna og sorgina en einnig vonina og ástina sem aldrei deyr.

Frelsaði húsgögn Brynhildar
Í nýjasta þætti af Skreytum hús fékk Soffía Dögg Garðarsdóttir það skemmtilega verkefni að aðstoða Brynhildi við að taka stofuna hennar í gegn.

Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.

Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu
Tónleikum raftónlistartvíeykisins Joy Anonymous sem áttu að fara fram í Hvalasafninu í kvöld hefur verið aflýst vegna þess sem aðstandendur þeirra lýsa sem óvæntra aðstæðna.

Skellti sér á djammið
Miðnæturferð bandarísku hertogaynjunnar Meghan Markle með vinkonum sínum út á skemmtistaði Los Angeles borgar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Hertogaynjan er sögð hafa skemmt sér konunglega og dansaði hún fram á nótt.

Segir fjölskylduna flutta
Bandaríska Hollywood leikkonan Eva Longoria segir að fjölskylda sín sé flutt frá Bandaríkjunum. Hún býr nú í Mexíkó og á Spáni. Ástæðuna rekur leikkonan til andrúmsloftsins í landinu eftir Covid-19 heimsfaraldurinn, til hárra skatta í Kaliforníu og kosningu Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta.

Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk
Dæmi er um að innan við hundrað manns mæti á frumsýningar íslenskra kvikmynda. Um er að ræða myndir sem hlotið hafa á annað hundrað milljónir í styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands sem rekinn er fyrir opinbert fé. Jón Gnarr hefur velt því upp hvort ekki sé tilefni til að styrkja frekar sjónvarpsþáttagerð hér á landi. Ritstjóri Klapptrés segir aðsókn á íslenskar kvikmyndir heilt yfir góða, veruleikinn sé sá að flestir sjái myndir annars staðar en í bíó.

Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu
Við skerjabraut á Seltjarnarnesi er að finna stílhreina og fallega 137 fermetra íbúð á tveimur hæðum í húsi sem var byggt árið 2015. Ásett verð er 137,9 milljónir.

„Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“
Hvað vill Viðreisn sem skýst upp í skoðanakönnunum? Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem fór yfir málin með honum.

Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum
Bandaríski grínistinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien mun verða kynnir á Óskarsverðlaununum 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akademíunni.