

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi.
Á áttunda áratugnum var öðruvísi um að litast í Reykjavíkurborg en í dag. Sum kennileiti eru enn á sínum stað á meðan önnur er fyrir löngu horfin.
Sjö árum eftir að fyrsti þáttur fór í loftið er Helgi Ómarsson hættur með Helgaspjallið, hlaðvarpsþætti sem hafa verið meðal vinsælustu hlaðvarpa landsins. Helgi segist oft hafa íhugað að hætta með þættina en aldrei látið verða af því fyrr en nú. Það hafi verið líkt og ákvörðunin hafi verið tekin af einhverjum öðrum en honum sjálfum en Helgi segist ganga sáttur frá borði og viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi.
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!
„Rétt áður en vélin skall niður hrópaði ég: „Guð minn almáttugur. Guð blessi okkur öll!“ Sú hugsun um að nú væri allt búið heltók mig. Ég vildi samt ekki trúa því. Ég elska ykkur,“ sagði ég við Auði og dóttur okkar.“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun.
Enski fótboltamaðurinn Jude Bellingham virðist vera kominn með nýja kærustu, bandarískan áhrifavald Ashlyn Castro að nafni, sem er sex árum eldri en kappinn.
Paul Reubens, sem er þekktastur fyrir að leika Pee-wee Herman, hefur komið út úr skápnum í nýrri heimildamynd um líf leikarans sem lést fyrir tveimur árum síðan.
Laura Woods, kynnir hjá TNT Sports og Adam Collard, raunveruleikastjarna, eignuðust sitt fyrsta barn á laugardag.
Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar.
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.
„Það var ekkert annað í boði en að læra að lifa. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi,“ segir Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg. Lilja býr yfir meiri seiglu heldur en flestir þurfa á ævinni að sýna af sér. Vorið 2023 lést fjögurra ára gamall sonur hennar skyndilega og í langan tíma segist hún hafa verið skelin af sjálfri sér.
Kópavogsbúar héldu stærsta þorrablót landsins í Kórnum í kvöld og mættu um 2.500 manns. Fyrir blótið safnaðist fólk saman í liggur við öðru hverju húsi til að lífga upp á mánuðinn.
Athafnakonan Kittý Johansen hefur sett íbúð sína við Hallakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 117 fermetra eign í þriggja hæða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 89,9 milljónir.
Fallegustu bækur í heimi má nú finna í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ en þar opnaði sýning þar sem þær má finna síðdegis.
Bóndadagurinn er á morgun, föstudaginn 24. janúar og nú er heldur betur stutt í hann. Á þessum degi er hefð fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu með einum eða öðrum hætti. Hér að neðan finnur þú hugmyndir að notalegum samverustundum og sem ættu að gleðja ástina þína, það er ekki seinna vænna að fara að velta þessu fyrir sér!
Hundar tónlistarmannanna og bræðranna Friðriks Dórs Jónssonar og Jóns Jónssonar, sem bættust við fjölskyldur þeirra um jólin, hafa verið nefndir Nóra og Prins. Hundarnir eru báðir af tegundinni Havanese, sem hefur verið mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks hér á landi á síðustu árum.
Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar.
Innst inni í botnlangagötu við Stuðlaberg í Hafnarfirði er að finna reisulegt parhús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1990 en hefur fengið sjarmerandi endurbætur á undanförnum árum.
„Hugmyndin kviknaði þegar við vorum í hádegismat og heyrðum ekki hvert í öðru fyrir gólum í stórum kvennahóp sem var í „wet lunch“, segir Saga Garðarsdóttir sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Draumahöllin en atriði þar sem hún leikur forsprakka kvennahóps sem er úti að borða úr þáttunum hefur vakið mikla athygli.
Móðir drengs með einhverfu er langþreytt á öllum þeim áskorunum sem fjölskyldan þarf að takast á við. Sjálf hefur hún verið útaf vinnumarkaðnum og lýsir sér sem framkvæmdastjóra drengsins.
Tilkynnt var fyrir skemmstu hvaða kvikmyndir hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár. Þar kennir ýmissa grasa en kvikmyndin Emilia Pérez er tilnefnd í flestum flokkum, alls þrettán talsins sem er met fyrir mynd þar sem enska er ekki aðaltungumálið. Framlag Íslands í ár kvikmyndin Snerting hlaut ekki náð fyrir augum akademíunnar.
Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins.
Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda.
Breski grínistinn Ricky Gervais hefur greint frá því að hundurinn sem fór með hlutverk Brandy í þáttunum After Life sé allur.
Hjónin og listaparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Nesvík á Kjalarnesi þann 21. desember síðastliðinn í návist sinna nánustu. Blaðamaður ræddi við Ellen um ástina og stóra daginn.
Erlend Eurovision-stjarna sem Íslendingar þekkja mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Uppselt er á úrslitakvöldið sem fer fram þann 22. febrúar næstkomandi í Gufunesi en enn eru til miðar á hin úrslitin og á fjölskyldurennsli daginn fyrir úrslit. Þá hefur röð laganna verið ákveðin og þeim gefin kosninganúmer.
Lífið virðist leika við kærustuparið, Freyju Haraldsdóttuir, baráttukonu og doktorsnema við menntavísindasvið Háskóla Íslands og David Agyenim Boateng, nemanda við Háskóla Íslands. Parið fagnaði árs sambandsafmæli sínu í byrjun október og er nú flutt inn saman
Við Helgubraut í Kópavogi er að finna 275 fermetra einbýlishús sem var byggt árið 1985. Núverandi eigendur festu kaup á eigninni í maímánuði á síðasta ári og greiddu 144,9 milljónir fyrir. Húsið er nú komið aftur á sölu og er ásett verð 198,4 milljónir króna, sem er 50 milljón króna hækkkun á innan við ári.
Hann var hræddur um að lifa ekki til að sjá barnið sitt fæðast, vaxa og þroskast en vann baráttuna og er fullur af þakklæti í dag.