Lífið

Sara Péturs á von á barni

Tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, sem þekktust er undir listamannanafninu Glowie, og kærastinn Guðlaugur Andri Eyþórsson, klippari og ljósmyndari, eiga von á sínu fyrsta barni.

Lífið

Stefndi á Herjólfsdal en telur í fjöldasöng á Flúðum

„Það er einstök tilfinning þegar fólk syngur með í brekkunni. Það er dásamlegt og svo mikil ást í loftinu,“ segir tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Grétarsson, þekktur sem Bjössi í Greifunum. Hann mun leiða brekkusönginn í Torfadal á Flúðum næstkomandi sunnudagskvöld.

Lífið

„Ég dó næstum því á Íslandi“

Bandaríski leikarinn Bowen Yang segist næstum hafa látið lífið hér á landi er hann var á hestbaki. Yang var staddur á Íslandi og var á hestbaki fyrir tökur á sjónvarpsþætti.

Lífið

Útilegukindur leggja línurnar fyrir helgina

Vinsælasta ferðahelgi landsmanna er handan við hornið og ekki seinna vænna en að taka stöðuna fyrir ferðaþyrsta landsmenn um góð ráð varðandi útileguna. Vísir heyrði í nokkrum þaulvönum útilegukindum. 

Lífið

Finna ekki lyf sem virka en halda í vonina

Erfiðlega gengur að finna lausn á vandamálunum sem fylgja ólæknandi taugasjúkdóminum sem söngkonan Céline Dion er með. Söngkonan hefur frestað öllum tónleikum sínum vegna sjúkdómsins.

Lífið

Ágústspá Siggu Kling: Passaðu þig á áfenginu

Elsku Meyjan mín, þú ert að fara í sterka tíma sem eru að krefjast einhverskonar undirbúnings af þér. Þetta er eins og þegar maður er að undirbúa jólin, tekur sér langan tíma til undirbúnings, að gera hitt og gera þetta.

Lífið

Ágústspá Siggu Kling: Annarra manna vandamál eru ekki þín

Elsku Vogin mín, það er svolítið nauðsyn fyrir þig að hafa ró og frið í kringum þig allavega stundum. Eins og þú ert skemmtileg og gefandi manneskja og gaman að vera í kringum, þá þarftu samt að fara inn í hellinn þinn og slökkva á öllu í smá stund.

Lífið

Ágústspá Siggu Kling: Taktu áhættu í ástinni

Elsku Sporðdrekinn minn, það er svo stórkostlega merkileg orka í kringum þig og þó að þú sért eina merkið í dýrahringnum sem er með hala og getur spýtt eitri úr halanum á sér að þá er eins og þú hafir marga hala.

Lífið

Ágústspá Siggu Kling: Hvíldu þig þegar þú ert þreyttur

Elsku Bogmaðurinn minn, þú átt eftir að finna þann viljastyrk sem þig vantar, þú ert þeim gáfum gæddur að vera með mikið innsæi, sterka sköpunargáfu og verður að hafa möguleika á að geta breytt hlutverki þínu ef þú ert í vinnu þar sem þú færð ekki njóta þín, finnst ekki spennandi að mæta í.

Lífið

Ást er: „Er ótrúlega lánsöm að hafa nælt í hana“

„Frá okkar fyrstu kynnum var ljóst að eitthvað alveg einstakt var í gangi,“ segir Ingileif Friðriksdóttir um kvöldið þegar leiðir hennar og Maríu Rutar Kristinsdóttur, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar lágu saman á örlagaríku ágústkvöldi árið 2013. 

Lífið

Hvað er best í bak­­pokann?

Stór hluti landsmanna er eflaust farinn að reima á sig ferðaskóna um þessar mundir enda mikil ferðamanna helgi framundan. Að mörgu ber að huga en Vísir tók saman nokkra hluti sem gott er að gleyma ekki þegar kemur að bakpokanum. 

Lífið

Dúxaði í drauma­­náminu í Slóvakíu

Nýútskrifaði læknaneminn Auður Kristín Pétursdóttir gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist með hæstu einkunn frá alþjóðlega læknanáminu í Slóvakíska háskólanum Jessenius Faculty of Medicine. Síðan hún var lítil segist hún hafa heillast af starfi lækna á spítölum og vitað að ekkert annað nám kæmi til greina. 

Lífið

Sound of Freedom: Óvæntur smellur byggir á umdeildum grunni

Bandaríska kvikmyndin Sound of Freedom hefur aflað meiri tekna en stórmyndir eins og Mission Impossible – Dead Reckoning Part One og The Flash. Kvikmyndin var frumsýnd þann 4. júlí en síðan þá hefur hún halað inn nærri því 150 milljónum dala. Framleiðsla hennar er sögð hafa kostað einungis tæpar fimmtán milljónir.

Bíó og sjónvarp

Lizzo segir á­sakanir um fitu­s­mánun vera ó­sannar

Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt sem Lizzo, segir ásakanir sem settar voru fram af þremur fyrrverandi dönsurum hennar vera ósannar. Ásakanirnar snúa meðal annars að meintri kynferðislegri áreitni, fitusmánun og fjandsamlegu vinnuumhverfi.

Lífið

Innipúkar eiga von á góðu

Það verður nóg um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Þeir sem ætla að halda sig í höfuðborginni og vera svokallaðir Innipúkar eiga líka von á góðu.

Lífið