Lífið

Ung­frú Dan­mörk fegurst allra

Hin 21 árs gamla Victoria Kjær Theilvig frá Danmörku stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú alheimur 2024 (e. Miss Universe) sem fór fram í Mexíkóborg síðastliðið laugardagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Danmörk vinnur titilinn.

Lífið

Fred again í sal en ekki á sviði: „Orð­rómur sem við höfðum enga stjórn á“

Skipuleggjendur tónleika rafdúósins í Joy anonymous sem komu fram með vinum í Hvalasafninu á laugardagskvöld segjast enga stjórn hafa haft á orðrómi þess efnis að breski plötusnúðurinn Fred again myndi koma fram á tónleikunum. Dæmi er um að miðar á tónleikana hafi gengið kaupum og sölum fyrir tugi þúsunda en plötusnúðurinn var í salnum án þess þó að fara upp á svið.

Tónlist

Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957

Fullt var út úr húsi Eldhúspartýi FM957 sem fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar kom fram rjómi tónlistarfólks á Íslandi í brjálaðri stemningu í eftirsóttasta partýi ársins.

Lífið

52 ár á milli þeirra og þrjár bækur

Embla Bachmann er átján ára og gaf út sína fyrstu bók í fyrra, Stelpur stranglega bannaðar. Hún var í kjölfarið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu. Bók númer tvö kom út fyrir nokkrum vikum og um svipað leyti kom út frumraun annars höfunds. Sá er 52 árum eldri en Embla og er engin önnur en amma hennar.

Menning

Annar bakaradrengur kominn í heiminn

Gunn­laug­ur Arn­ar Inga­son, bak­ari og kondítor, bet­ur þekkt­ur sem Gulli bak­ari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardótt­ir, eignuðust dreng þann 15. nóvember síðastliðinn. Fyr­ir eiga þau soninn Arn­ar Inga sem fæddist í apríl 2023. 

Lífið

Edrú í eitt ár

Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu.

Lífið

Frá­bært gjafa­kort sem gleymist ekki ofan í skúffu

Rafrænu gjafakortin frá S4S hafa notið mikilla vinsælda frá því þau komu á markað árið 2021. Eigandi kortsins fær það beint í veskið í símanum sínum og getur notað það í tólf verslunum og sex netverslunum þar sem valið stendur á milli rúmlega 15.000 vara. Og það besta er, kortið rennur aldrei út.

Lífið samstarf

Skot­heldar hug­myndir að góðri hlustun

Veðrið versnandi fer og dagarnir verða dimmari. Oft er þörf en nú er nauðsyn að geta gripið í góð hlaðvörp og grípandi tóna til þess að gera lífið huggulegra og skemmtilegra og lýsa upp skammdegið að einhverju leyti. Lífið á Vísi spurði því nokkra lífskúnstnera eftirfarandi spurningu: Hvað ertu að hlusta á?

Lífið

Fer ekki út úr húsi eftir greininguna

„Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri.

Lífið

Hvers­dags­legir hlutir urðu óyfir­stígan­legir

„Kulnun er andstyggileg. Hún læðist upp að þér, dulbýr sig til dæmis sem „bara stress“ eða „smá lægð“ og áður en þú veist af ertu í sjálfheldu. Það er erfitt að bera kennsl á hana því hún hefur svo margar birtingarmyndir. Fyrir sumum er hún andleg uppgjöf, fyrir öðrum síþreyta eða jafnvel kvíðaköst og þunglyndi. Hvernig sem hún birtist þá er hún raunveruleg og verðskuldar athygli, “ segir Styrmir Barkarson. Hann talar af reynslu. Hann upplifði alvarlega kulnun í starfi og er enn í dag að kljást við afleiðingarnar.

Lífið

Skauta­diskó til styrktar góðu mál­efni

Á morgun sunnudag verður slegið upp skautadiskói í Egilshöll til styrktar hinum sex ára Þorsteini Elfari Hróbjartssyni og fjölskyldu hans. Þorsteinn Elfar greindist nýlega með hvítblæði og því ljóst að næstu mánuðir verða krefjandi og erfiðir fyrir hann og fjölskyldu hans.

Lífið samstarf

Sörur með kara­mellu pralíni að hætti Lindu Ben

Jólabaksturinn er rétt handan við hornið og því er kjörið að taka smáforskot á sæluna. Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi uppskrift á vefsíðunni sinni að sörum í nýrri og ljúffengri karamellu útgáfu.

Jól

„Ég þori al­veg að full­yrða að ég er skítsæmileg móðir“

Ragnheiður Lárusdóttir hefur undanfarin tíu ár horft upp á dóttur sína hverfa inn í heim fíkniefna og sér ekki fyrir endann á baráttunni, þvert á móti. Hún kýs að tala opinskátt um vandann og sækir huggun í þá staðreynd að önnur börn hennar hafa spjarað sig vel í lífinu. Hún sé ekki verri uppalandi en það. Í nýrri ljóðabók fjallar hún um óttann, örvæntinguna og sorgina en einnig vonina og ástina sem aldrei deyr.

Lífið

Frelsaði hús­gögn Bryn­hildar

Í nýjasta þætti af Skreytum hús fékk Soffía Dögg Garðarsdóttir það skemmtilega verkefni að aðstoða Brynhildi við að taka stofuna hennar í gegn.

Lífið