Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. desember 2025 13:29 Thomas Skinner telur brögð hafa verið í tafli þegar hann datt út í fyrstu umferð í Strictly Come Dancing en Breska ríkisútvarpið segir ekkert hæft í því. Breska ríkisútvarpið hefur vísað á bug ásökunum Thomasar Skinner, athafnamanns og áhrifavalds, um að niðurstöðum áhorfendakosninga dansþáttarins Strictly Come Dancing hefði verið hagrætt. Sjálfstætt fyrirtæki sér um utanumhald og yfirferð á kosningunum. Viðskiptamaðurinn Thomas Skinner vakti fyrst athygli í raunveruleikaþættinum The Apprentice árið 2019. Í kjölfarið varð hann að þekktri fígúru á Bretlandseyjum, tók að fá boð í hvern sjónvarpsþáttinn á fætur öðrum og varð jafnframt að samfélagsmiðlastjörnu. Nú síðast keppti hann í nýjustu seríu dansþáttarins Strictly Come Dancing sem hóf göngu sína í lok september en þar eru þekktir einstaklingar paraðir saman við atvinnudansara. En alveg frá því Skinner var tilkynntur sem þátttakandi í nýjustu seríunni fyrr á árinu hefur hver skandallinn á fætur öðrum, aðallega vegna fyrri gjörða hans og ummæla. Rétt áður en þættirnir hófu göngu sína rauk Skinner út af blaðamannafundi eftir að hafa reiðst blaðamanni og nokkrum dögum síðar var greint frá því að hann hefði haldið framhjá konu sinni snemma í hjónabandi þeirra. Á endanum varð Skinner fyrsta stjarnan sem datt út úr þættinum eftir að hafa hvorki tekist að heilla dómara né áhorfendur. Í viðtali eftir þáttinn sagðist hann sjá eftir því að hafa tekið þátt og neitaði í kjölfarið að taka þátt í lokaþættinum með hinum dönsurunum, eins og venja er. Fékk nafnlausan póst með „gögnum“ Upphaflega skýringin á fjarveru Skinner úr lokaþættinum var sögð vera skipulagsárekstur en í lok síðustu viku birti Skinner langa færslu á X (Twitter) þar sem hann útskýrði fjarveru sína, gagnrýndi Breska ríkisútvarpið harðlega og sagði brögð hafa verið í tafli. „Eins og flest ykkar hafið séð í blöðunum, verð ég ekki í lokaþætti Strictly Come Dancing í kvöld,“ skrifaði hann í færslunni á laugardagsmorgun. Þá sagðist hann hafa passað að dansfélagi sinn, Amy Dowden, væri sátt við færsluna áður en hann birti hana. Thomas Skinner og Amy Dowden dönsuðu saman í þættinum. „Kvöldið sem ég yfirgaf þáttinn fékk ég nafnlausan póst frá manneskju sem sagðist vera stjórnandi hjá BBC með gögn sem sýndu að ég hefði fengið mun fleiri atkvæði heldur en var gefið upp,“ skrifaði Skinner jafnframt í færslunni. Sagðist hann síðan hafa látið þriðja aðila staðfesta lögmæti póstsins. Enn fremur sagði Skinner að í sama pósti hefði komið fram að stjórnendur hjá Breska ríkisútvarpinu væru „mjög reiðir“ og „stressaðir“ yfir fundi hans með JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna. Sagðist hann ekki vera pólitískur heldur þjóðrækinn. Fjölmiðlar hefðu gert hann að pólitískri fígúru en ekki hann sjálfur. Honum fyndist þó brjálað að maður sem seldi dýnur út úr sendiferðabíl gæti kallað einhvern svona hátt settan í heimspólitíkinni vin sinn. „Ég hef óskað eftir því að sjá opinberar kosningatölurnar til að rökstyðja þær sem ég fékk í póstinum en mér var sagt að það væri ekki hægt að sýna mér þær,“ skrifaði Skinner í færslunni. Honum hefði verið tjáð að þær væru aldrei gerðar opinberar. Einnig sagði Skinner að smærri atriði í þættinum hefðu pirrað hann. „Allir fengu móttökugjöf (e. welcome gift) við upphaf þáttarins... húðvörur, maska og svoleiðis hluti. Mín var sú eina sem var víst „stolið.“ Eitt og sér var það ekkert... en ofan á allt, virkaði það skrítið,“ skrifaði hann í færslunni. Hann hefði verið málaður upp sem annar en hann væri í fjölmiðlum með ósönnum og ýktum fréttum. Síðan ýjaði Skinne að því að pósturinn sem honum hefði borist tengdist afsögn Tim Davie, forstöðumanns Breska ríkisútvarpsins og brotthvarfi kynnanna Tess Daly og Claudiu Winkleman, úr dansþáttunum. Ásakanirnar ekki á rökum reistar Breska ríkisútvarpið hefur brugðist við yfirlýsingu Skinner og þvertekur fyrir ásakanir hans. Skinner hafi ekki sýnt hvaðan pósturinn kæmi né á hvaða gögnum hann byggði. „Almenningskosning Strictly Come Dancing er yfirfarin og staðfest af sjálfstæðum aðila til að tryggja algjöra nákvæmni í hverri viku. Yfirlýsingar um annað eru ekki á rökum reistar,“ sagði í yfirlýsingu Breska ríkisútvarpsins um málið. Markaðsfyrirtækið Promo Veritas, sem sérhæfir sig í að skipuleggja atkvæðagreiðslur, sér um utanumhaldið um Strictly Come Dancing og tjáði sig við Huffington Post að tveir endurskoðendur færu yfir allar niðurstöður. „Því miður, þrátt fyrir óskir okkar, hefur Herra Skinner ekki deilt netpóstinum, sem hann vísar í, með neinum frá BBC svo við getum ekki tjáð okkur um hann,“ sagði einnig. Yfirlýsingu Skinner um að „móttökugjöf“ hans hefði verið stolið var einnig svarað. „Framleiðsluteymi Strictly Come Dancing færði ekki neinum í hópnum „móttökugjöf“,“ sagði um hana. Bretland Fjölmiðlar Dans Samfélagsmiðlar Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Viðskiptamaðurinn Thomas Skinner vakti fyrst athygli í raunveruleikaþættinum The Apprentice árið 2019. Í kjölfarið varð hann að þekktri fígúru á Bretlandseyjum, tók að fá boð í hvern sjónvarpsþáttinn á fætur öðrum og varð jafnframt að samfélagsmiðlastjörnu. Nú síðast keppti hann í nýjustu seríu dansþáttarins Strictly Come Dancing sem hóf göngu sína í lok september en þar eru þekktir einstaklingar paraðir saman við atvinnudansara. En alveg frá því Skinner var tilkynntur sem þátttakandi í nýjustu seríunni fyrr á árinu hefur hver skandallinn á fætur öðrum, aðallega vegna fyrri gjörða hans og ummæla. Rétt áður en þættirnir hófu göngu sína rauk Skinner út af blaðamannafundi eftir að hafa reiðst blaðamanni og nokkrum dögum síðar var greint frá því að hann hefði haldið framhjá konu sinni snemma í hjónabandi þeirra. Á endanum varð Skinner fyrsta stjarnan sem datt út úr þættinum eftir að hafa hvorki tekist að heilla dómara né áhorfendur. Í viðtali eftir þáttinn sagðist hann sjá eftir því að hafa tekið þátt og neitaði í kjölfarið að taka þátt í lokaþættinum með hinum dönsurunum, eins og venja er. Fékk nafnlausan póst með „gögnum“ Upphaflega skýringin á fjarveru Skinner úr lokaþættinum var sögð vera skipulagsárekstur en í lok síðustu viku birti Skinner langa færslu á X (Twitter) þar sem hann útskýrði fjarveru sína, gagnrýndi Breska ríkisútvarpið harðlega og sagði brögð hafa verið í tafli. „Eins og flest ykkar hafið séð í blöðunum, verð ég ekki í lokaþætti Strictly Come Dancing í kvöld,“ skrifaði hann í færslunni á laugardagsmorgun. Þá sagðist hann hafa passað að dansfélagi sinn, Amy Dowden, væri sátt við færsluna áður en hann birti hana. Thomas Skinner og Amy Dowden dönsuðu saman í þættinum. „Kvöldið sem ég yfirgaf þáttinn fékk ég nafnlausan póst frá manneskju sem sagðist vera stjórnandi hjá BBC með gögn sem sýndu að ég hefði fengið mun fleiri atkvæði heldur en var gefið upp,“ skrifaði Skinner jafnframt í færslunni. Sagðist hann síðan hafa látið þriðja aðila staðfesta lögmæti póstsins. Enn fremur sagði Skinner að í sama pósti hefði komið fram að stjórnendur hjá Breska ríkisútvarpinu væru „mjög reiðir“ og „stressaðir“ yfir fundi hans með JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna. Sagðist hann ekki vera pólitískur heldur þjóðrækinn. Fjölmiðlar hefðu gert hann að pólitískri fígúru en ekki hann sjálfur. Honum fyndist þó brjálað að maður sem seldi dýnur út úr sendiferðabíl gæti kallað einhvern svona hátt settan í heimspólitíkinni vin sinn. „Ég hef óskað eftir því að sjá opinberar kosningatölurnar til að rökstyðja þær sem ég fékk í póstinum en mér var sagt að það væri ekki hægt að sýna mér þær,“ skrifaði Skinner í færslunni. Honum hefði verið tjáð að þær væru aldrei gerðar opinberar. Einnig sagði Skinner að smærri atriði í þættinum hefðu pirrað hann. „Allir fengu móttökugjöf (e. welcome gift) við upphaf þáttarins... húðvörur, maska og svoleiðis hluti. Mín var sú eina sem var víst „stolið.“ Eitt og sér var það ekkert... en ofan á allt, virkaði það skrítið,“ skrifaði hann í færslunni. Hann hefði verið málaður upp sem annar en hann væri í fjölmiðlum með ósönnum og ýktum fréttum. Síðan ýjaði Skinne að því að pósturinn sem honum hefði borist tengdist afsögn Tim Davie, forstöðumanns Breska ríkisútvarpsins og brotthvarfi kynnanna Tess Daly og Claudiu Winkleman, úr dansþáttunum. Ásakanirnar ekki á rökum reistar Breska ríkisútvarpið hefur brugðist við yfirlýsingu Skinner og þvertekur fyrir ásakanir hans. Skinner hafi ekki sýnt hvaðan pósturinn kæmi né á hvaða gögnum hann byggði. „Almenningskosning Strictly Come Dancing er yfirfarin og staðfest af sjálfstæðum aðila til að tryggja algjöra nákvæmni í hverri viku. Yfirlýsingar um annað eru ekki á rökum reistar,“ sagði í yfirlýsingu Breska ríkisútvarpsins um málið. Markaðsfyrirtækið Promo Veritas, sem sérhæfir sig í að skipuleggja atkvæðagreiðslur, sér um utanumhaldið um Strictly Come Dancing og tjáði sig við Huffington Post að tveir endurskoðendur færu yfir allar niðurstöður. „Því miður, þrátt fyrir óskir okkar, hefur Herra Skinner ekki deilt netpóstinum, sem hann vísar í, með neinum frá BBC svo við getum ekki tjáð okkur um hann,“ sagði einnig. Yfirlýsingu Skinner um að „móttökugjöf“ hans hefði verið stolið var einnig svarað. „Framleiðsluteymi Strictly Come Dancing færði ekki neinum í hópnum „móttökugjöf“,“ sagði um hana.
Bretland Fjölmiðlar Dans Samfélagsmiðlar Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira