Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Það var líf og fjör í Eldborg um helgina þegar Stuðmenn héldu tvenna tónleika við gríðarlegan fögnuð aðdáenda. Tilefnið var fimmtíu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, og enginn tónleikagestur fór heim ósnortinn eftir dásamlegan flutning Egils, Valgeirs og Sigga Bjólu á laginu Í bláum skugga. Tónlist 18.11.2025 20:02
Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist getur kallað fram sterkar tilfinningar, glatt mann, brotið niður eða vakið viðbjóð. Þegar horft er til baka koma mörg íslensk lög upp úr dúrnum sem gætu sennilega ekki komið út í dag vegna niðrandi, kynferðislegs eða óviðeigandi umfjöllunarefnis. Tónlist 18.11.2025 07:00
Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Það var líf og fjör í Kringlubíói um helgina þegar rapparar, ofurskvísur, listamenn og áhrifavaldar komu saman á frumsýningu hjá Birni og Flóna. Tónlist 17.11.2025 11:30
„Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Nýjasta plata Jóhanns Kristófers Stefánssonar, Joey 3, kom út á miðnætti. Jóhann segir óumflýjanlegt að taka persónulegar hræringar í einkalífinu inn í tónlistina. Hann vill með plötunni reyna að brúa bilið sem hefur myndast milli ólíkra hópa í núverandi menningarástandi. Til marks um það lýsir óvænt nafn veginn á plötunni. Tónlist 31.10.2025 07:03
Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg „Það er svo mikill sársauki sem fylgir ástarsorg,“ segir tónlistarmaðurinn Darri sem hefur farið í gegnum miklar breytingar í lífi sínu og listsköpun sinni að undanförnu. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og ræddi við blaðamann um glænýtt upphaf. Tónlist 29.10.2025 07:03
Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns. Tónlist 24.10.2025 08:02
Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Svikahrappar hlaða nú upp gervigreindarlögum í nafni vinsælla íslenskra hljómsveita í von um að geta grætt á þeim. Markaðsstjóri Öldu Music segir aðgangarugling ekki nýjan af nálinni á Spotify en nú sé greinilega um markviss svik að ræða. Spotify hafi nýverið fjarlægt tugi milljóna gervigreindarlaga af veitunni. Tónlist 22.10.2025 16:29
Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Það var líf og fjör á skemmtistaðnum Nínu við Hverfisgötu á miðvikudagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Álfgrímur Aðalsteinsson hélt frumsýningarpartý í tilefni af útgáfu fyrsta tónlistarmyndbands síns, við lagið „Hjartað slær eitt“. Tónlist 17.10.2025 14:23
Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Heimildarmynd um rapparann Birni hefur verið í bígerð síðustu sex ár og verður frumsýnd á næsta ári. Ísak Hinriksson er leikstjóri myndarinnar en hann leikstýrði nýútkomnu tónlistarmyndbandi „Engla“ sem var frumsýnt á stórtónleikum í Laugardalshöll. Tónlist 14.10.2025 10:07
Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Helgin var sannarlega viðburðarík hjá íslensku stórstjörnunni og tónlistarkonunni Bríeti. Hún var að frumsýna tónlistarmyndina Minningar á Listasafni Reykjavíkur, stóð fyrir hátíðarsýningum í Bíó Paradís og tróð upp á næturklúbbnum Auto í kjölfarið. Allt þetta er hluti af því að kveðja plötuna Kveðja, Bríet sem kom út fyrir sléttum fimm árum og er einhver stærsta plata íslenskrar tónlistarsögu. Tónlist 13.10.2025 11:33
Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Jóhanna Helga Jensdóttir hefur verið ráðin í nýtt og umfangsmeira hlutverk á útvarpsstöðinni FM957 og mun nú fylgja hlustendum alla virka daga á milli klukkan tíu og tvö. Tónlist 10.10.2025 14:00
Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlistartímaritið Rolling Stone hefur tekið saman lista yfir 250 bestu lög 21. aldarinnar. Eins og við mátti búast er listinn ekki óumdeildur og trónir sömuleiðis nokkuð óvænt lag á toppnum. Tónlist 10.10.2025 13:23
„Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Rapparinn GKR frumsýnir í dag tónlistarmynband við lagið „Stælar“ sem er tekið um borð í eistnesku skemmtiferðaskipi. Hann upplifði tilgangsleysi á Íslandi, flutti til Noregs fyrir fjórum árum og býr þar enn. Hann semur mikið af tónlist en segist eiga það til að sitja of lengi á henni - framundan sé von á markvissari útgáfu. Tónlist 9.10.2025 12:14
Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Þakið var við það að rifna af Laugardalshöllinni á laugardagskvöld þegar ofur danssveitin GusGus tryllti lýðinn með tvennum tónleikum og uppselt var á báða. Tónlist 6.10.2025 11:31
Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba „Lífið hefur breyst rosalega mikið á þessu ári,“ segir ungstirnið Maron Birnir sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir stuttu síðan. Maron, sem er átján ára gamall, lifir og hrærist á tónlistinni og hefur stefnt hátt frá ungum aldri. Blaðamaður tók púlsinn á nýjustu stjörnu landsins. Tónlist 4.10.2025 07:00
Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Landslið tónlistarfólks kemur saman í Hörpu á sunnudag í tilefni af 65 ára afmæli Bítlana. Tímamótunum verður fagnað með stórtónleikum og stæl í Eldborg. Tónlist 3.10.2025 15:03
Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. Tónlist 3.10.2025 12:36
Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Aðdáendur Taylor Swift eru sannfærðir um að poppstjarnan sé að dissa bresku tónlistarkonuna Charli XCX á nýútkominni plötu sinni. Swift syngur um ónefnda söngkonu sem baktali sig meðan viðkomandi var útúrkókuð. Tónlist 3.10.2025 10:40
Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Ég er algjörlega í skýjunum, segir tónlistarmaðurinn og goðsögnin Páll Óskar sem var að gefa út plötuna Alveg með Benna HemmHemm. Þeir fögnuðu útgáfu með flottu hlustunarpartýi á Kjarval og skáluðu í kampavíni en Páll Óskar segir lögin óumflýjanlega eiga vel við í samfélaginu í dag. Tónlist 30.9.2025 13:02
Hneig niður í miðju lagi Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag. Tónlist 29.9.2025 10:30
Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Breski raftónlistarmaðurinn Peter O'Grady, betur þekktur sem Joy Orbison, spilar í Austurbæjarbíói næstkomandi föstudag. Íslensku danstónlistarmennirnir Agzilla, Young Nazareth og Digital Ísland sjá um að hita upp. Tónlist 23.9.2025 15:34
Samdi lag um ást sína á RIFF Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo. Tónlist 23.9.2025 14:48
Söguleg rappveisla í Laugardalnum Það hefur vart farið fram hjá fólki að rapparinn Birnir stóð fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Það var uppselt á viðburðinn og flest allar heitustu stjörnur landsins tróðu þar upp. Tónlist 23.9.2025 10:37
Laufey treður upp með Justin Bieber Súperstjarnan Laufey Lín kemur fram á tónlistarhátíðinni Coachella í eyðimörkinni í Kaliforníu á næsta ári. Er um að ræða einhverja stærstu tónlistarhátíð í heimi. Tónlist 17.9.2025 12:40