Menning

Ekkert hand­rit hentaði sem verð­launa­saga

Íslensku barnabókaverðlaunin verða ekki veitt í ár. Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur nú lesið þau handrit sem bárust í samkeppnina í ár og er niðurstaða hennar sú að ekkert þeirra henti sem verðlaunasaga.

Menning

Gerður Krist­ný, Kristín Svava og Arn­­dís hlutu Fjöru­verð­­launin 2023

Rithöfundarnir Gerður Kristný, Kristín Svava Tómasdóttir og Arndís Þórarinsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Þau voru afhent í sautjánda sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal ráðhússins í Reykjavík í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Menning

Brjóstin urðu fræg á augabragði

Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum.

Menning

Kurr í menningar­bransanum vegna til­nefninga til Eddu­verð­launa

Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni.

Menning

„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“

Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Tuttugu og fimm þúsund bækur á fjórum dögum

Bækur flæða um húsakynni Knattspyrnusambands Íslands þar sem bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda fer nú fram. Nú þegar hafa selst 25.000 bækur á fjórum dögum. Stefnan er sett á hundrað þúsund.

Menning

Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show

Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim.

Menning

Kveður bókabransann með hámglápi og langþráðu fríi

Egill Örn Jóhannsson hefur verið framkvæmdastjóri Forlagsins frá stofnun útgáfunnar. Í gær var greint frá því að hann hafi sagt upp störfum hjá bókaútgáfunni og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, jafnframt.

Menning

Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt

„Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás.

Menning

„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“

Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu.

Menning

Gunna Tryggva færir Sel­fyssingum veg­lega gjöf með skýrum skil­yrðum

Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss.

Menning

Stæri­læti gætu hafa valdið vand­ræðunum

Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu. Leikkonur segjast hafa farið óvarlega með nafnið, Macbeth, sem gæti útskýrt orsök tæknibilunar.

Menning