Menning Rithöfundurinn Javier Marias fallinn frá Spænski rithöfundurinn og þýðandinn Javier Marias er látinn, sjötugur að aldri. Meðal þekktra bóka eftir Marias má nefna þríleikinn Tu rostro mañana, eða Andlit þitt á morgun, og bókina Ástir sem kom út á íslensku fyrir um tíu árum síðan. Menning 12.9.2022 08:05 Fólk þurfi einbeittan brotavilja til að koma augu á falin listaverk Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir meðal annars um ástríðu sína fyrir lágmyndum og hvernig hann hefur þróað þessa ástríðu í listsköpun sinni. Menning 11.9.2022 13:00 Stærsta fréttaljósmyndasýning í heimi opnuð í Kringlunni Stærsta fréttaljósmyndasamkeppni í heimi, World Press Photo, opnaði í dag í Kringlunni. Sýningin samanstendur af verðlaunaðri myndrænni blaðamennsku ársins 2021 auk stafrænna frásagna. World Press Photo hefur í mörg ár verið sýnd í Kringlunni en við hverja mynd er fróðlegur texti um myndefnið á íslensku og ensku. Menning 8.9.2022 16:02 Hryllingshöfundurinn Peter Straub er látinn Bandaríski hryllingshöfundurinn Peter Straub er látinn, 79 ára að aldri. Menning 7.9.2022 09:57 Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö. Menning 6.9.2022 07:58 Söguganga þar sem níutíu ár eru liðin frá fyrstu útförinni í Fossvogskirkjugarði Níutíu ár eru í dag liðin frá því fyrstu útförinni í Fossvogskirkjugarði og að garðurinn var þar með tekinn í notkun. Í tilefni þessa verður boðið upp á sögugöngu næstkomandi sunnudag klukkan 14:30 þar sem Stefán Pálsson sagnfræðingur mun leiða gesti um gerðinn og gera grein fyrir sögu kirkjugarðsins og völdum minningarmörkum. Menning 2.9.2022 13:31 Léttleiki og húmor í listrænni samvinnu Listakonurnar og vinkonurnar Dóra Emilsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir hafa komið víða að í hinum listræna heimi en í dag opnar sýning þar sem þær sameina krafta sína undir heitinu „doubletrouble“. Sýningin heitir Portrett129 og er í Listvali á Granda að Hólmaslóð 6. Menning 2.9.2022 10:00 Fagna því að stúdentar hafi endurheimt útihátíðina sína Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands verður sett í kvöld. Hátíðin fer fram í fyrsta skipti síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn, mörgum stúdentum til ómældrar ánægju. Forseti Stúdentaráðs iðar í skinninu að setja hátíðina, og getur ekki lagt nógu mikla áherslu á mikilvægi félagslífs stúdenta. Menning 1.9.2022 18:30 Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Menning 1.9.2022 12:20 Fangar augnablik sem snúast um að njóta og vera þakklát „Innblásturinn kemur alls staðar frá en kannski aðallega frá löngun til að komast út í náttúruna, að lifa nær henni og finna sinn stað í öllu saman,“ segir listakonan Julia Mai Linnea Maria um einkasýninguna INRE GRÖNSKA sem hún opnaði á dögunum í Vínstúkunni. Blaðamaður tók púlsinn á Juliu og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu. Menning 29.8.2022 15:01 Margt sem ekki rímar við ævisögu Jóns eldklerks í nýrri bók Andi Jóns Steingrímssonar eldklerks sveif yfir vötnum í Gunnarshúsi á fimmtudagskvöld síðastliðið. Húsfylli af söguþyrstu fólki var mætt þar á útgáfuhóf ungs sagnfræðings, Jóns Kristins Einarssonar, sem kynnti nýja bók í útgáfu Sögufélagsins: Jón Steingrímsson og Skaftáreldar. Þar vinnur Jón Kristinn upp úr samtímaheimildum frá 18. öld til að varpa nýju ljósi á svaðilför Jóns eldklerks og neyðarhjálp danskra stjórnvalda í kjölfar hamfaranna. Menning 27.8.2022 15:41 Andrej Kúrkov hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár og mun hann koma til Íslands þann 7. september til að veita þeim viðtöku. Menning 23.8.2022 09:08 Af hverju er alltaf svona vandræðalegt að syngja afmælissönginn? „Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Jónas, hann á afmæli í dag.“ Höldum við áfram núna? er spurning sem vaknar í huga margra einmitt þegar þetta erindi klárast. Væri ekki hægt að komast að samkomulagi um eitt eða tvö erindi íslenska afmælissöngsins? Menning 22.8.2022 08:00 „Sumt er á yfirborðinu, annað lendir undir“ Listakonan Sandra H. Andersen sækir innblástur í áhugaverðar konur í listsköpun sinni en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár, fyrst í Los Angeles og svo í New York þar sem hún býr í dag. Sandra stendur fyrir sýningunni Lag eftir lag sem er einungis opin á morgun, Menningarnótt, en blaðamaður heyrði í henni og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. Menning 19.8.2022 17:01 Heitasta listapar landsins býður í heimsókn Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði. Menning 19.8.2022 08:01 Vopnuð vasaljósum á sýningu sjóðheits listamanns Pétur Geir Magnússon opnaði sýninguna Annarskonar Annaspann síðastliðna helgi við góðar viðtökur. Yfir 200 manns mættu á opnunina og Pétur hefur nú þegar selt rúmlega helming verkanna. Menning 16.8.2022 14:31 Höfundur Hestahvíslarans fallinn frá Enski rithöfundurinn Nicholas Evans, sem þekktastur er fyrir að hafa ritað skáldsöguna um Hestahvíslarann, er látinn, 72 ára að aldri. Menning 16.8.2022 07:37 „Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“ Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni. Menning 13.8.2022 13:00 Frestunarárátta og ofhugsun víkja úr vegi Fjölhæfu listakonurnar Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir halda uppi vinnustofu í Gryfjunni í Ásmundarsal í fjórar vikur þar sem þær vinna að bókverki. Þar hafa þær komið fyrir einföldu prentverkstæði og vinna að fjölfeldi einnar opnu á dag. Vinnustofan, sem nefnist Prenta bók, er opin öllum þar sem gestir geta haft áhrif á framvindu verksins með því að skrá hugtök og hugleiðingar í gestabók. Menning 11.8.2022 14:31 Heldur á vit ævintýranna á Ítalíu Listakonan Linda Jóhannsdóttir hefur komið víða að í hinum skapandi heimi og er á leið til Flórens í framhaldsnám í listum. Hún stendur fyrir sýningunni Ástarljóð sem opnar í dag klukkan 17:00 í Gallerí Sólveig Hólm. Linda hefur aðallega unnið list sína á pappír og er eigandi og hönnuður merkisins Pastelpaper en á þessari sýningu sýnir hún í fyrsta skipti stór abstrakt verk á stiga. Menning 11.8.2022 12:30 Höfundur Snjókarlsins látinn Breski teiknarinn Raymond Briggs, þekktastur fyrir að hafa skrifað barnabókina Snjókarlinn, er látinn 88 ára að aldri. Menning 10.8.2022 18:58 Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum „Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins. Menning 10.8.2022 14:01 Listapúkinn býður á fjörlega og litríka sýningu Listamaðurinn Þórir Gunnarsson opnar nýja sýningu í Listasal Mosfellsbæjar í dag en opnunin fer fram frá klukkan 16:00-18:00 og boðið verður upp á léttar veitingar. Menning 5.8.2022 14:01 Ástin í öllum sínum formum Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði. Menning 5.8.2022 13:00 „Hér munu hlutir fæðast“ Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá. Menning 4.8.2022 11:01 „Hin lifandi list er auðvitað bara lífið sjálft“ Listmálarinn Margrét Jónsdóttir stendur fyrir sýningunni ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR í Gallerí Gróttu. Í list sinni er hún stöðugt að túlka það sem hún skynjar í umhverfinu, þjóðfélagsstöðu sinni og samfélaginu. Menning 3.8.2022 15:45 Sömdu söngleik um Samherja og slógu Íslandsmet í plötuútgáfu Þrír ungir tónlistarmenn hafa í sumar gefið út átta plötur yfir átta vikna tímabil sem þeir segja vera Íslandsmet í plötuútgáfu yfir jafnlangt tímabil. Meðal platnanna átta er Samherji: The Musical sem inniheldur meðal annars lögin Kvótakóng og Arðrán. Menning 29.7.2022 07:15 Eitruð vinnustaðamenning krufin undir berum himni Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega. Menning 21.7.2022 08:51 „Það að fá svona klapp á bakið er alveg ómetanlegt“ Níutíu ára afmæli listamannsins Erró var fagnað með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur í dag. Í tilefni dagsins hlaut Ingibjörg Sigurjónsdóttir úthlutun úr Guðmundusjóði, sem styrkir framúrskarandi listakonur. Menning 19.7.2022 21:01 Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunanna Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunin í ár en verðlaunin voru veitt í 23. sinn í Listasafni Reykjavíkur í dag. Menning 19.7.2022 15:00 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 334 ›
Rithöfundurinn Javier Marias fallinn frá Spænski rithöfundurinn og þýðandinn Javier Marias er látinn, sjötugur að aldri. Meðal þekktra bóka eftir Marias má nefna þríleikinn Tu rostro mañana, eða Andlit þitt á morgun, og bókina Ástir sem kom út á íslensku fyrir um tíu árum síðan. Menning 12.9.2022 08:05
Fólk þurfi einbeittan brotavilja til að koma augu á falin listaverk Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir meðal annars um ástríðu sína fyrir lágmyndum og hvernig hann hefur þróað þessa ástríðu í listsköpun sinni. Menning 11.9.2022 13:00
Stærsta fréttaljósmyndasýning í heimi opnuð í Kringlunni Stærsta fréttaljósmyndasamkeppni í heimi, World Press Photo, opnaði í dag í Kringlunni. Sýningin samanstendur af verðlaunaðri myndrænni blaðamennsku ársins 2021 auk stafrænna frásagna. World Press Photo hefur í mörg ár verið sýnd í Kringlunni en við hverja mynd er fróðlegur texti um myndefnið á íslensku og ensku. Menning 8.9.2022 16:02
Hryllingshöfundurinn Peter Straub er látinn Bandaríski hryllingshöfundurinn Peter Straub er látinn, 79 ára að aldri. Menning 7.9.2022 09:57
Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö. Menning 6.9.2022 07:58
Söguganga þar sem níutíu ár eru liðin frá fyrstu útförinni í Fossvogskirkjugarði Níutíu ár eru í dag liðin frá því fyrstu útförinni í Fossvogskirkjugarði og að garðurinn var þar með tekinn í notkun. Í tilefni þessa verður boðið upp á sögugöngu næstkomandi sunnudag klukkan 14:30 þar sem Stefán Pálsson sagnfræðingur mun leiða gesti um gerðinn og gera grein fyrir sögu kirkjugarðsins og völdum minningarmörkum. Menning 2.9.2022 13:31
Léttleiki og húmor í listrænni samvinnu Listakonurnar og vinkonurnar Dóra Emilsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir hafa komið víða að í hinum listræna heimi en í dag opnar sýning þar sem þær sameina krafta sína undir heitinu „doubletrouble“. Sýningin heitir Portrett129 og er í Listvali á Granda að Hólmaslóð 6. Menning 2.9.2022 10:00
Fagna því að stúdentar hafi endurheimt útihátíðina sína Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands verður sett í kvöld. Hátíðin fer fram í fyrsta skipti síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn, mörgum stúdentum til ómældrar ánægju. Forseti Stúdentaráðs iðar í skinninu að setja hátíðina, og getur ekki lagt nógu mikla áherslu á mikilvægi félagslífs stúdenta. Menning 1.9.2022 18:30
Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Menning 1.9.2022 12:20
Fangar augnablik sem snúast um að njóta og vera þakklát „Innblásturinn kemur alls staðar frá en kannski aðallega frá löngun til að komast út í náttúruna, að lifa nær henni og finna sinn stað í öllu saman,“ segir listakonan Julia Mai Linnea Maria um einkasýninguna INRE GRÖNSKA sem hún opnaði á dögunum í Vínstúkunni. Blaðamaður tók púlsinn á Juliu og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu. Menning 29.8.2022 15:01
Margt sem ekki rímar við ævisögu Jóns eldklerks í nýrri bók Andi Jóns Steingrímssonar eldklerks sveif yfir vötnum í Gunnarshúsi á fimmtudagskvöld síðastliðið. Húsfylli af söguþyrstu fólki var mætt þar á útgáfuhóf ungs sagnfræðings, Jóns Kristins Einarssonar, sem kynnti nýja bók í útgáfu Sögufélagsins: Jón Steingrímsson og Skaftáreldar. Þar vinnur Jón Kristinn upp úr samtímaheimildum frá 18. öld til að varpa nýju ljósi á svaðilför Jóns eldklerks og neyðarhjálp danskra stjórnvalda í kjölfar hamfaranna. Menning 27.8.2022 15:41
Andrej Kúrkov hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár og mun hann koma til Íslands þann 7. september til að veita þeim viðtöku. Menning 23.8.2022 09:08
Af hverju er alltaf svona vandræðalegt að syngja afmælissönginn? „Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Jónas, hann á afmæli í dag.“ Höldum við áfram núna? er spurning sem vaknar í huga margra einmitt þegar þetta erindi klárast. Væri ekki hægt að komast að samkomulagi um eitt eða tvö erindi íslenska afmælissöngsins? Menning 22.8.2022 08:00
„Sumt er á yfirborðinu, annað lendir undir“ Listakonan Sandra H. Andersen sækir innblástur í áhugaverðar konur í listsköpun sinni en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár, fyrst í Los Angeles og svo í New York þar sem hún býr í dag. Sandra stendur fyrir sýningunni Lag eftir lag sem er einungis opin á morgun, Menningarnótt, en blaðamaður heyrði í henni og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. Menning 19.8.2022 17:01
Heitasta listapar landsins býður í heimsókn Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði. Menning 19.8.2022 08:01
Vopnuð vasaljósum á sýningu sjóðheits listamanns Pétur Geir Magnússon opnaði sýninguna Annarskonar Annaspann síðastliðna helgi við góðar viðtökur. Yfir 200 manns mættu á opnunina og Pétur hefur nú þegar selt rúmlega helming verkanna. Menning 16.8.2022 14:31
Höfundur Hestahvíslarans fallinn frá Enski rithöfundurinn Nicholas Evans, sem þekktastur er fyrir að hafa ritað skáldsöguna um Hestahvíslarann, er látinn, 72 ára að aldri. Menning 16.8.2022 07:37
„Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“ Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni. Menning 13.8.2022 13:00
Frestunarárátta og ofhugsun víkja úr vegi Fjölhæfu listakonurnar Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir halda uppi vinnustofu í Gryfjunni í Ásmundarsal í fjórar vikur þar sem þær vinna að bókverki. Þar hafa þær komið fyrir einföldu prentverkstæði og vinna að fjölfeldi einnar opnu á dag. Vinnustofan, sem nefnist Prenta bók, er opin öllum þar sem gestir geta haft áhrif á framvindu verksins með því að skrá hugtök og hugleiðingar í gestabók. Menning 11.8.2022 14:31
Heldur á vit ævintýranna á Ítalíu Listakonan Linda Jóhannsdóttir hefur komið víða að í hinum skapandi heimi og er á leið til Flórens í framhaldsnám í listum. Hún stendur fyrir sýningunni Ástarljóð sem opnar í dag klukkan 17:00 í Gallerí Sólveig Hólm. Linda hefur aðallega unnið list sína á pappír og er eigandi og hönnuður merkisins Pastelpaper en á þessari sýningu sýnir hún í fyrsta skipti stór abstrakt verk á stiga. Menning 11.8.2022 12:30
Höfundur Snjókarlsins látinn Breski teiknarinn Raymond Briggs, þekktastur fyrir að hafa skrifað barnabókina Snjókarlinn, er látinn 88 ára að aldri. Menning 10.8.2022 18:58
Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum „Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins. Menning 10.8.2022 14:01
Listapúkinn býður á fjörlega og litríka sýningu Listamaðurinn Þórir Gunnarsson opnar nýja sýningu í Listasal Mosfellsbæjar í dag en opnunin fer fram frá klukkan 16:00-18:00 og boðið verður upp á léttar veitingar. Menning 5.8.2022 14:01
Ástin í öllum sínum formum Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði. Menning 5.8.2022 13:00
„Hér munu hlutir fæðast“ Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá. Menning 4.8.2022 11:01
„Hin lifandi list er auðvitað bara lífið sjálft“ Listmálarinn Margrét Jónsdóttir stendur fyrir sýningunni ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR í Gallerí Gróttu. Í list sinni er hún stöðugt að túlka það sem hún skynjar í umhverfinu, þjóðfélagsstöðu sinni og samfélaginu. Menning 3.8.2022 15:45
Sömdu söngleik um Samherja og slógu Íslandsmet í plötuútgáfu Þrír ungir tónlistarmenn hafa í sumar gefið út átta plötur yfir átta vikna tímabil sem þeir segja vera Íslandsmet í plötuútgáfu yfir jafnlangt tímabil. Meðal platnanna átta er Samherji: The Musical sem inniheldur meðal annars lögin Kvótakóng og Arðrán. Menning 29.7.2022 07:15
Eitruð vinnustaðamenning krufin undir berum himni Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega. Menning 21.7.2022 08:51
„Það að fá svona klapp á bakið er alveg ómetanlegt“ Níutíu ára afmæli listamannsins Erró var fagnað með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur í dag. Í tilefni dagsins hlaut Ingibjörg Sigurjónsdóttir úthlutun úr Guðmundusjóði, sem styrkir framúrskarandi listakonur. Menning 19.7.2022 21:01
Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunanna Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunin í ár en verðlaunin voru veitt í 23. sinn í Listasafni Reykjavíkur í dag. Menning 19.7.2022 15:00