Menning

Mannanna misráðnu verk

Ófremdarástand ríkir á yfirstéttarheimili Orgeirs. Andlegur kuklari og smákrimmi að nafni Guðreður hefur smokrað sér inn á ættaróðalið undir verndarvæng heimilisföðurins sem sér ekki sólina fyrir afturendanum á honum.

Menning

Eina vitið að sniðganga Ísrael

Í bókinni Íslandsstræti í Jerúsalem rekur Hjálmtýr Heiðdal aðdragandann að stofnun Ísraelsríkis með áherslu á þátt Íslendinga í þeirri átakasögu. Hann segir ekkert vit í öðru en að sniðganga Eurovision í Ísrael og að bókin sýni það svart á hvítu.

Menning

Árni bjartsýnn á að klára heimildarmynd

Þingmaðurinn fyrrverandi segir heimildarmynd um Scoresbysund á Grænlandi hálfnaða. Gerð myndarinnar hafi tafist af ýmsum ástæðum. Fékk hundruð þúsunda í styrki til verkefnisins af skúffufé nokkurra ráðherra.

Menning

Pálmi Gunnarsson bæjarlistamaður Akureyrar

Í gær var tilkynnt á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2019-2020 og varð tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Pálmi Gunnarsson þess heiðurs aðnjótandi.

Menning

Bein útsending: Opnunarathöfn Bókmenntahátíðar

Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem hún fer fram að vori. Allt frá árinu 1985 hefur hún verið í september, að jafnaði annað hvert ár.

Menning

Skapandi óreiða Barns náttúrunnar

Í Landsbóksafni Íslands er sýning í tilefni af aldarafmæli Barns náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness. Fræðimenn og listafólk skrifa greinar í veglega sýningarskrá.

Menning

Hátíð lesenda

Aðlögun er þema Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Sérstök barnadagskrá, heiðursverðlaun til þýðenda og alþjóðleg bókmenntaverðlaun meðal þess sem er á dagskrá.

Menning

Er mest fyrir okkur gert

Skólahljómsveitin Rassar sem stofnuð var á Núpi í Dýrafirði 1969 er komin vestur á firði og fagnar þar hálfrar aldar afmæli með því að spila, sér og öðrum til gamans.

Menning

Ég held mig sé að dreyma

Fyrsta plata hins sjóndapra Suðurnesjamanns Más Gunnarssonar kemur út í dag. Hún heitir Söngur fuglsins. Veglegir útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld í Hljómahöllinni.

Menning

Hansa í fótspor Judi Dench

Jóhann G. Jóhannsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir hafa bæst í leikarahóp stórsýningarinnar Shakespeare verður ástfanginn sem frumsýnd verður næsta haust í Þjóðleikhúsinu.

Menning

Kútalaus í djúpu lauginni

Leikferill Arons Más Ólafssonar, betur þekktur sem Aron Mola, fer kröftuglega af stað. Hann leikur eitt aðalhlutverkið í Kæru Jelenu sem er frumsýnt í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Næsta haust mun hann svo standa á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Menning

Suðupottur hönnunar í borginni

HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert.

Menning

Elskendur í útrýmingarbúðum

Skáldævisagan Húðflúrarinn í Auschwitz kom út á frummálinu fyrir rúmu ári. Verkið leit dagsins ljós í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári.

Menning

Það flaug engill yfir safnið

Amy Engilberts ánafnaði Listasafni Íslands fjármuni til listaverkakaupa. Nú stendur yfir sýning í safninu á þeim verkum sem keypt voru fyrir gjöfina.

Menning