Ádeila gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 12:00 Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setja upp sýninguna Inni í skógi, í Hofi. Mynd frá æfingu. Mynd/LMA Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur nú upp sína 71. sýningu, söngleikinn Inn í skóginn eftir Stephen Sondheim. Verkið í ár eitt það stærsta og umfangsmesta frá upphafi. Leikstjóri verksins er Vala Fannell og sá Einar Aðalsteinsson um þýðingu handrits. Metnaðurinn hjá leikfélaginu fer ætíð vaxandi og er til dæmis hópurinn sem kemur að sýningunni í ár sá stærsti hingað til eða um það bil 90 manns. „Inn í skóginn fjallar um þekktar persónur úr Grimms ævintýrum, meðal annars Rauðhettu og Úlfinn, Jóa og baunagrasið, Öskubusku, Garðabrúðu og fleiri heimsþekktar persónur. Í ævintýrum eins og þessum lifa allir hamingjusamir til æviloka. Sýningin Inn í skóginn sýnir hins vegar aðra hlið á ævintýrunum. Hægt væri að segja að með sýningunni sé nokkurs konar ádeila lögð fram gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka. Inn í skóginn sýnir dimmari og drungalegri hlið ævintýranna sem við sjáum ekki oft,“ segir Tjörvi Jónsson en hann situr í stjórn LMA. „Sýningar undanfarin ár hafa verið virkilega vel sóttar og síðustu ár hafa á annað þúsund manns mætt hvert ár. Í ár verður sýningin sett upp í Menningarhúsinu Hofi og er frumsýning þar föstudaginn 6. mars næstkomandi kl. 20:00. Einungis örfáar sýningar verða í boði og því er ástæða fyrir áhugasama að tryggja sér miða sem fyrst á mak.is eða tix.is.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingum leikhópsins. Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfingu.Mynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Akureyri Leikhús Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur nú upp sína 71. sýningu, söngleikinn Inn í skóginn eftir Stephen Sondheim. Verkið í ár eitt það stærsta og umfangsmesta frá upphafi. Leikstjóri verksins er Vala Fannell og sá Einar Aðalsteinsson um þýðingu handrits. Metnaðurinn hjá leikfélaginu fer ætíð vaxandi og er til dæmis hópurinn sem kemur að sýningunni í ár sá stærsti hingað til eða um það bil 90 manns. „Inn í skóginn fjallar um þekktar persónur úr Grimms ævintýrum, meðal annars Rauðhettu og Úlfinn, Jóa og baunagrasið, Öskubusku, Garðabrúðu og fleiri heimsþekktar persónur. Í ævintýrum eins og þessum lifa allir hamingjusamir til æviloka. Sýningin Inn í skóginn sýnir hins vegar aðra hlið á ævintýrunum. Hægt væri að segja að með sýningunni sé nokkurs konar ádeila lögð fram gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka. Inn í skóginn sýnir dimmari og drungalegri hlið ævintýranna sem við sjáum ekki oft,“ segir Tjörvi Jónsson en hann situr í stjórn LMA. „Sýningar undanfarin ár hafa verið virkilega vel sóttar og síðustu ár hafa á annað þúsund manns mætt hvert ár. Í ár verður sýningin sett upp í Menningarhúsinu Hofi og er frumsýning þar föstudaginn 6. mars næstkomandi kl. 20:00. Einungis örfáar sýningar verða í boði og því er ástæða fyrir áhugasama að tryggja sér miða sem fyrst á mak.is eða tix.is.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingum leikhópsins. Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfingu.Mynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA
Akureyri Leikhús Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“