Tíska og hönnun

Smart í svörtu

Svo óvenjulega vill til að svartur virðist ætla að verða litur sumarsins í ár. En svart þarf ekki endilega að vera óspennandi, það er um að gera að vera frumleg og leika sér með samsetningarnar. Við skulum fá hugmyndir hjá nokkrum svartklæddum stjörnum.

Tíska og hönnun

Lagerfeld ekki hrifin

Það hafa fáar klippingar fengið jafn mikla athygli og þegar forsetafrú Bandaríkjana, Michelle Obama, lét klippa á sig topp fyrir stuttu. Toppurinn hefur verið mikið á milli tannanna á helstu tískumiðlum, en yfirhönnuður Chanel og tískugoðið Karl Lagerfeld lét nýlega hafa eftir sér í viðtali við franska sjónvarpsstöð að honum þætti toppurinn hafa verið mjög slæm hugmynd.

Tíska og hönnun

Klæðir frægustu fyrirsætur heims

Ásdís Ágústsdóttir fluttist til Parísar fyrir einu og hálfu ári og hóf fatahönnunarnám í Paris American Academy, litlum en virtum skóla. Þar er hluti af náminu að vinna baksviðs á tískuvikunum í hátískuborginni til að fá reynslu og innsýn í bransann. Ásdís hefur unnið baksviðs hjá virtum hönnuðum og klætt þar margar af frægustu fyrirsætum heims. Í tilefni þess að stóru tískuvikurnar fara að bresta á spurði Lífið spurði Ásdísi út í þessa reynslu.

Tíska og hönnun

Tískuvikan í Svíþjóð á enda

Nú er tískuvikunni í Svíþjóð lokið en tískuvikan í Kaupmannahöfn tekur við. Hér eitt af uppáhalds hjá Elísabetu tískubloggara á Trendnet.is frá Stokkhólmi – House of Dagmar - sjá hér.

Tíska og hönnun

Miranda Kerr er smart mamma

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr vekur athygli fyrir glæsileika og óaðfinnanlegan klæðaburð hvert sem hún fer. Miranda á soninn Flynn með leikaranum Orlando Bloom og er það sérstaklega umtalað hversu smart henni tekst að vera á meðan hún sinnir móðurhlutverkinu, en hún er ósjaldan kölluð best klædda mamma heims á tískumiðlunum.

Tíska og hönnun

Cate Blanchett stal senunni

Leikkonan fagra Cate Blanchett stal senunni heldur betur þegar hún mætti í þessum rauða glanskjól frá Georgio Armani Privé á AACTA verðlaunahátíðina í Sidney fyrir nokkrum dögum.

Tíska og hönnun

TREND – Flauel

Flauel er eitthvað sem verður reglulega inn í tískuheiminum. Ef marka má stjörurnar og sýningarpallana virðist sá tími vera einmitt að renna aftur upp núna.

Tíska og hönnun

Hannar á dömurnar

Guðmundur Jörundsson frumsýnir fyrstu dömulínu sína á Reykjavík Fashion Festival og opnar nýja verslun við Laugaveg meðan hátíðin stendur yfir.

Tíska og hönnun

Þessir hönnuðir sýna á RFF í ár

Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fer fram samhliða HönnunarMars dagana 14. til 16. mars. Átta hönnuðir hafa verið valdir til að sýna hönnun sína. Þeirra á meðal er Mundi sem kynnir nýtt samstarf sitt við 66°Norður.

Tíska og hönnun

Tom Ford og Justin Timberlake í samstarf

Fatahönnuðurinn Tom Ford mun sjá um að klæða Justin Timberlake frá toppi til táar þegar kemur að öllu sem tengist nýjustu plötu hans, The 20/20 Experience, sem kemur út síðar á árinu. Þeir eru nú þegar byrjaðir að vinna náið saman við að hanna jakkaföt..

Tíska og hönnun

Glæsihýsið ofurfyrirsætu

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen og eiginmaður hennar Tom Brady eru búin að bíða spennt eftir að flytja inn í nýja húsið sitt á Brentwood-svæðinu í Los Angeles og nú er það loksins tilbúið.

Tíska og hönnun

Nýr stjörnuhönnuður

Tíminn hefur leitt í ljós að forsetafrú Bandaríkjanna virðist hafa mikil áhrif í tískuheiminum, hver svo sem hún er. Michelle Obama er engin undantekning á þessari reglu, en tískumiðlar fylgjast grannt með klæðaburði hennar hvert sem hún fer. Upp á síðkastið hefur hún sést þrisvar í kjól eftir Naeem Khan...

Tíska og hönnun

TREND – Hvítt

Hvítur er einn heitasti liturinn um þessar mundir. Fjölmargir af stærstu tískuhönnuðum heims notuðust áberandi mikið við hvíta litinn í hinum ýmsu útfærslum fyrir vor- og sumarlínur sínar.

Tíska og hönnun

Íslenskar herraskyrtur hitta beint í mark

Huginn Muninn sendu frá sér sína fyrstu línu af herraskyrtum í desember 2011. Skyrturnar áttu heldur betur eftir að slá í gegn og í ár munu Huginn Muninn taka þátt í Reykjavík Fashion Festival ásamt fremstu hönnuðum landsins. Lífið sló á þráðinn til Guðrúnar Guðjónsdóttur, yfirhönnuðar þar á bæ.

Tíska og hönnun

Fjölmenningarlegur myndaþáttur

Nýjasta auglýsingaherferð tískurisans United Colors of Benetton er heldur betur falleg fyrir augað. Þar sitja fyrir áhrifamiklir einstaklingar frá öllum heimshornum sem eiga það sameiginlegt að hafa..

Tíska og hönnun

O, ó! Óheppilegt!

Tískugúrúinn Kelly Osbourne og leikkonan Erika Christensen hafa báðar sést spóka sig um í þessum skemmtilega kjól úr haustlínu Marc Jacobs 2012.

Tíska og hönnun

Fallega klæddar í snjónum

Það snjóar í París um þessar mundir. Það stoppar þó tískudívurnar ekki frá því að fara klæddar við hæfi á hátískusýningarnar. Við skulum sjá hvernig þeim tókst til.

Tíska og hönnun

Huffington Post fjallar ítarlega um íslensku ullarpeysuna

Bandaríska útgáfa The Huffington Post setti inn ítarlega umfjöllun um íslensku ullarpeysuna á heimasíðu sína nú rétt fyrir helgi. Blaðamaður þar á bæ heimsótti Ísland fyrir stuttu og heillaðist af landi og þjóð. En mest heillaðist hún þó af ullarpeysunni góðu og sögunni á bak við hana..

Tíska og hönnun

Tim Walker myndar Kate Moss fyrir LOVE

Tískutímaritið LOVE birti þessar myndir sem Tim Walker, einn virtasti tískuljósmyndari heims, tók af Kate Moss nýlega. Kate, sem varð 39 ára á dögunum, hefur greinilega engu gleymt og eru bæði forsíðan og myndaþátturinn með þeim djarfari sem sést hafa með henni.

Tíska og hönnun

Allar ómálaðar

Heimsfrægi ljósmyndarinn Juergen Teller býður upp á yndislegar myndir í nýjasta hefti W Magazine. Þar eru stjörnur á borð við Naomi Watts og Nicole Kidman algjörlega ómálaðar.

Tíska og hönnun

Litrík Cara Delevingne

Breska ofurfyrirsætan Cara Delvingne hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðustu mánuði. Hér situr hún fyrir í nýjustu auglýsingaherferð DKNY. Myndirnar eru stórskemmtilegar og litríkar..

Tíska og hönnun

Ævintýraleg íslensk auglýsingaherferð

Íslenska fatamerkið KALDA sendi frá sér eftirtektarverða auglýsingaherferð fyrir nýjustu línu sína nú fyrir helgi. Fatnaður þeirra fæst í 5 löndum og vinna þær hart að því að setja upp bækistöðvar í London um þessar mundir. Lífið heyrði stuttlega í Katrínu Öldu Rafnsdóttur, yfirhönnuði KALDA.

Tíska og hönnun