Tíska og hönnun

Jólaförðunin: Glæsileiki & jólagleði

Jólaboð eru fram undan hjá mörgum og gaman getur verið að klæðast sínu fínasta pússi og setja svolítinn lit á kinnarnar. Björg Alfreðsdóttir hjá MAC sýnir fallega jólaförðun sem allir ættu að geta leikið eftir áður en haldið er á jólaball.

Tíska og hönnun

Brasilískur trommari nýtt andlit Chanel

Fyrirsætan og trommarinn Alice Dellal er nýtt andlit Chanel-tískuhússins. Það er sjálfur Karl Lagerfeld sem stendur bak við linsuna í auglýsingaherferðinni sem sýnir nýja töskulínu Chanel. Í tilkynningu frá tískumerkinu segir eftirfarandi: „Lagerfeld hitti Alice Dellal fyrst í myndatöku fyrir nokkrum mánuðum og hreifst strax af einstakri og heillandi framkomu fyrirsætunnar og tónlistarkonunnar.“

Tíska og hönnun

Þær best klæddu árið 2011

Árið er senn á enda og nú keppast fjölmiðlar um að gera það upp á ýmsa vegu. Tískublöð á borð við Vogue, Vanity Fair og Glamour hafa þannig birt lista yfir best klæddu konur, og systur, ársins 2011. Listarnir eru nokkuð ólíkir og á lista Vanity Fair má sjá nöfn ýmissa framakvenna á meðan söng- og leikkonur verma efstu sæti lista Glamour. Föstudagur bar saman konurnar á þessum listum.

Tíska og hönnun

Boðið að sýna á New York Fashion Week

"Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. "Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum.“

Tíska og hönnun

Auðvelda útrás hönnunar

"Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust,“ segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði.

Tíska og hönnun

Blogga um hugmyndir og hönnun

Systurnar Anna Kristrún og Björg Gunnarsdætur halda úti blogginu Overonecoffee.com en þar er að finna fallega hönnun og sniðugar lausnir í hversdeginum. Bloggið er mjög vinsælt og fær um þrjú þúsund flettingar daglega. „Nafnið kom til vegna þess að bloggið er eitthvað sem maður dundar sér við að skoða yfir einum kaffibolla,“ segir Anna Kristrún Gunnarsdóttir verkefnastjóri sem heldur úti blogginu Overonecoffee.com ásamt systur sinni Björgu Gunnarsdóttur, margmiðlunarhönnuði.

Tíska og hönnun

Setja á markað handgerða fylgihluti með karakter

Mariko Margrét Ragnarsdóttir og Ólöf María Ólafsdóttir, betur þekkt sem Marý, eru hönnuðirnir á bak við merkið MARYMARIKO. Þær hanna fylgihluti úr endurnýttum efniviði. "Við höfum alltaf haft gaman af því að hanna og skapa með höndunum,“ segja Mariko Margrét Ragnarsdóttir sem hefur stofnað merkið MARYMARIKO ásamt vöruhönnuðinum Ólöfu Maríu Ólafsdóttur, betur þekkt sem Marý.

Tíska og hönnun

Ást við fyrstu sýn hjá ritstjóra

"Jú, þetta er frábær auglýsing," segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir. Fyrir helgi birtist umfjöllun um Not Knot-púða Ragnheiðar á einu af vinsælustu hönnunarbloggum Bandaríkjanna, Design Milk, en daglega sjá á bilinu hálf milljón til tveggja milljóna lesenda efnið sem birtist á síðunni. Það var sjálfur ritstjóri síðunnar sem skrifaði um púðana og sagði það hafa verið ást við fyrstu sýn þegar hún rak aukun í þá. Púðana gerir Ragnheiður úr íslensku einbandi.

Tíska og hönnun

Barnvæn vinnustofa

Vala Magnúsdóttir hefur drifið óvenjulegt verkefni af stað. Ólátagarður er hönnunarverslun með barna- og barnatengda vöru sem býður auk þess upp á opna vinnustofu. Þar geta foreldrar og börn föndrað vörur sem Vala framleiðir undir heitinu Ólátagarðshönnun

Tíska og hönnun

Að fara ekki í jólaköttinn

Jólakötturinn er nýr spilastokkur eftir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuð. Spilið miðast við yngstu spilamennina og gengur út á að safna samstæðum jólasveinum og lenda ekki í jólakettinum.

Tíska og hönnun

Fyrirsætunnar Loulou de la Falaise minnst

Tískuíkonið Loulou de la Falaise lést í byrjun mánaðarins aðeins 63 ára að aldri. Falaise var músa, samstarfskona og ein besta vinkona hönnuðarins Yves Saint Laurent, sem hannaði Le Smoking-kvenjakkafötin fyrir áhrif frá henni.

Tíska og hönnun

Skreytir bæinn með jólavættum

"Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár,“ segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember.

Tíska og hönnun

Kisan kveður Laugaveg

Hjónin Olivier Brémond og Þórunn Anspach hyggjast loka versluninni Kisan við Laugaveg í desember. Ætla á móti að leggja meiri rækt við verslunarrekstur í New York og opna þar aðra búð á næstu árum.

Tíska og hönnun

Í samstarf við tískurisa

Íslenska fyrirtækið Kron by Kronkron er komið í samstarf við franska tískurisann Mariu Luisu um hönnun, framleiðslu og sölu á skóm. Opnar margar dyr segir annar eigendanna, Magni Þorsteinsson.

Tíska og hönnun

Hönnun Lindu eftirsótt

Scintilla hönnun Lindu Bjargar Árnadóttur fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ, hefur ekki aðeins vakið athygli á Íslandi heldur einnig úti í hinum stóra heimi...

Tíska og hönnun

Selja eigin hönnun fyrir námsferð

Við vissum að það væri dýrt að fara út í starfsnám og ákváðum því að taka höndum saman og hanna töskur og boli til að selja og reyna þannig að fjármagna ferðina okkar út,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, nemandi á fyrsta ári í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Áslaug og bekkjarsystur hennar munu selja vörurnar á opnum degi í skólanum á morgun.

Tíska og hönnun

Meðal fremstu hönnuða

"Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu.

Tíska og hönnun

Skrautleg tíska í Peking

Tískuvikunni í Peking fyrir vor og sumar 2012 er nýlokið. Mercedes-Benz China Fashion Week, eins og hún heitir, stóð frá 24. október til 1. nóvember og kenndi þar ýmissa grasa. Fimmtíu tískufyrirtæki, rúmlega fjörutíu hönnuðir og 180 útskriftarnemar úr fatahönnun tóku þátt í vikunni.

Tíska og hönnun