Tónlist Tekur upp á ensku Hljómsveitin Mammút er byrjuð að taka upp nýja plötu sem verður alfarið sungin á ensku. Er hún væntanleg á markað síðar á þessu ári. Tónlist 16.2.2007 06:15 Dalton í Pakkhúsinu á Selfossi Hljómsveitin Dalton mun spila í Pakkhúsinu, Selfossi, föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin spilar fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem er blanda af funk, soul, rokki og róli í bland við íslenska tónlist. Tónlist 15.2.2007 17:38 Air spilar á Íslandi Franski poppdúettinn Air er á meðal þeirra sem munu spila á frönsku menningarhátíðinni Pourquoi Pas? sem verður haldin hérlendis frá 22. febrúar til 12. maí. Tónlist 15.2.2007 10:00 Kristján Þorvalds og Tommi ríða á vaðið „Það kom mér stórkostlega á óvart hversu margir vildu vera með. Þeir virðast miklu fleiri trúbadorarnir sem vilja koma út úr skápnum en við þorðum að vona,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og einn helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar, sem hefst á Sportbarnum við Hverfisgötu í kvöld. Tónlist 15.2.2007 09:15 Melaband á meginlandi Sinfóníuhljómsveit Íslands er á ferðalagi um meginland Evrópu og hefur vakið stormandi lukku í tónleikahúsum í Þýskalandi á síðustu dögum. Hljómsveitin mun leika á átta tónleikum á tveimur vikum og hefur þegar haldið tvenna tónleika í Þýskalandi. Tónlist 15.2.2007 08:45 Múlinn steðjar af stað Vetrardagskrá djassklúbbsins Múlans hefst á ný á Domo Bar í kvöld en sextán tónleikar eru fyrirhugaðir þar á næstunni. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Tónlist 15.2.2007 08:30 Terem-kvartettinn snýr aftur Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld. Tónlist 15.2.2007 08:00 Notalegt reggíkvöld Reggíkvöld verður haldið á Café Kulture við Hverfisgötu í kvöld í tilefni þess að hinn 6. febrúar síðastliðinn voru 62 ár liðin síðan goðsögnin Bob Marley fæddist. Tónlist 15.2.2007 07:45 Fyrsta platan á vegum Múgíbúgí Plata með tónlist Mugison við kvikmyndina geysivinsælu Mýrina kemur í búðir á morgun. Þetta er fyrsta plata Mugison sem er gefin út hjá nýju útgáfufyrirtæki hans og föður hans, sem kallast Múgíbúgí. Platan átti upphaflega að koma út fyrir síðustu jól en einhverjar tafir urðu á útgáfunni. Tónlist 15.2.2007 05:45 Police í tónleikaferðalag Meðlimir hljómsveitarinnar The Police komu saman og opnuðu Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðasta sunnudag. Þeir höfðu ekki spilað saman síðan árið 1984. Hljómsveitina skipa Sting, Andy Summers og Stewart Copeland en þeir fóru allir að einbeita sér að sólóferli sínum eftir daga Police. Tónlist 13.2.2007 17:00 Sigur Rós spila á styrktartónleikum Lifi Álafoss! er yfirskrift tónleika sem haldnir verða til styrktar Varmársamtökunum, íbúasamtökum í Mosfellsbæ sem vilja standa vörð um framtíð Varmársvæðisins. Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 18. febrúar í BaseCamp verinu. Fram koma meðal annara Sigur Rós, Bogomil Font og Pétur Ben. Tónlist 13.2.2007 15:00 Sigríður Thorlacius og Babar Á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar, mun Sigríður Thorlacius ásamt djasstríóinu Babar flytja tónlist eftir sig og aðra á veitingastaðnum DOMO við Þingholtsstræti 5 í Reykjavík. Tónlist 13.2.2007 14:29 Vinningshafar Grammy Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Tónlist 12.2.2007 16:45 Frítt í Róm Hljómsveitin Genesis ætlar að halda ókeypis tónleika fyrir rúmlega 400 þúsund aðdáendur á fornum tónleikastað í Róm hinn 14. júlí. Þetta verða lokatónleikar sveitarinnar á fyrstu tónleikaferð sinni í fimmtán ár. Vegna tónleikanna í Róm þurfti Genesis að fresta tónleikum sínum í Austurríki og Tékklandi. Tónlist 12.2.2007 09:30 Íslenskt æði í Þrándheimi „Þeir eru alveg til í þetta rokk, Norðmenn eru ekki eins leiðinlegir og ég bjóst við," segir Valdimar Jóhannsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Valdimar var staddur á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm í Þrándheimi um helgina en Íslendingar voru afar áberandi á hátíðinni. Auk Reykjavíkur! spiluðu Lay Low og Últra Mega Teknóbandið Stefán á hátíðinni um helgina. Tónlist 12.2.2007 08:45 MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík „Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. Tónlist 12.2.2007 08:15 Sáttir við Prince Rokksveitin Foo Fighters er ánægð með ákvörðun Prince um að syngja lag hennar Best of You í hálfleik á úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í fótbolta, Super Bowl hinn 4. febrúar. Tónlist 12.2.2007 08:00 Til minja um Leg Hljómsveitin Flís er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hefur að geyma tónlist við söngleikinn Leg sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 8. mars. Tónlist 12.2.2007 07:30 Dixie Chics með fimm Grammy-verðlaun Bandaríska stelpusveitasöngvagrúppan Dixie Chics varð sigursælust á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Þær fóru heim með fimm verðlaun, þar af verðlaun fyrir plötu ársins, lag ársins og smáskífu ársins. Þá var Carrie Underwood valin nýliði ársins. Nokkrir góðkunningjar fóru heim með Grammy verðlaun, þeirra á meðal Bob Dylan, Tony Bennet og Stevie Wonder. Tónlist 12.2.2007 07:21 Tvöföld tímamót Carminu Kammerkórinn Carmina tekur þátt í virtri endurreisnar- og barokktónlistarhátíð í Svíþjóð á komandi sumri og heldur þá í sína fyrstu utanlandsferð. Fram undan eru einnig tímamótatónleikar í Kristskirkju. Kórinn var stofnaður fyrir aðeins þremur árum og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi hópsins, útskýrir að því sé þetta mikill heiður fyrir félaga hans. Tónlist 12.2.2007 07:15 Þrjú nöfn bætast við Þrjú nöfn frá Skandinavíu hafa bæst við þá sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í byrjun júlí. Thomas Dybdahl, sem spilar kassagítartónlist í anda Neil Young og Jeff Buckley, hefur skráð sig til leiks auk hljómsveitarinnar 120 Days frá Noregi og Dúné frá Danmörku. Áður höfðu hljómsveitirnar The Who og Red Hot Chili Peppers boðað komu sína auk Bjarkar Guðmundsdóttur. Verða þetta einu tónleikar Bjarkar á Norðurlöndunum í sumar. Tónlist 12.2.2007 07:00 Fjórflétta send heim Fjórflétta, sönghópur Páls Óskars, þurfti að kveðja X-Factor á föstudagskvöldið eftir æsispennandi símakosningu á þriðja úrslitakvöldinu í Vetrargarðinum. Eftir að atkvæðagreiðslu lauk var ljóst að Jóhanna, úr hópi yngri þátttakenda undir stjórn Ellýar, og Fjórflétta hefðu hlotið fæst atkvæði. Því kom það í hlutverk Einars Bárðarsonar að velja þann sem myndi ljúka keppni á þriðja úrslitakvöldinu. Eftir erfiðar vangaveltur ákvað Einar að Fjórflétta ætti frá að hverfa. Tónlist 12.2.2007 06:45 Norah þótti of feit Söngkonan Norah Jones var ekki ánægð með fyrstu kynni sín af Hollywood. Norah hefur nú leikið í sinni fyrstu kvikmynd, My Blueberry, og henni leist ekki á blikuna þegar henni var skipað að grennast fyrir hlutverk sitt. Tónlist 12.2.2007 06:30 Police snúa aftur Liðsmenn hljómsveitarinnar The Police hafa tilkynnt að þeir hyggist koma saman aftur í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sting, söngvari The Police, segir á heimasíðu sinni að um 20 hörðum aðdáendum verði boðið á æfingu sveitarinnar sem haldin verður á tónleikastaðnum Whisky A Go Go á mánudaginn. Tónlist 11.2.2007 13:30 Tugmilljóna samningur Silvíu og Frímanns „Já, við erum að bjóða til veislu í hvalveiðiskipinu Eldingu í dag. Með kampavínsglas í annarri og hvalrengi í hinni,” segir Jakob Frímann Magnússon hljómplötuútgefeandi með meiru. Klukkan ellefu í dag siglir hvalveiðiskip úr Reykjavíkurhöfn með frítt föruneyti. Tónlist 10.2.2007 13:45 Noel gagnrýnir U2 Hinn kjaftfori gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Oasis, Noel Gallagher, heldur áfram að hrella aðra tónlistarmenn og nú er það Bono, söngvari U2, sem verður að þola árásir hans. Gallagher segist vera kominn með nóg af hljómsveitum sem einbeiti sér að pólitík í stað þess að spila bestu lögin sín á tónleikum fyrir aðdáendur. Tónlist 10.2.2007 13:15 Útgáfutónleikar Ólafs Arnalds Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds heldur útgáfutónleika mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Verða tónleikarnir haldnir í Von, sal SÁÁ við Efstaleiti 7. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og kostar aðeins kr. 500 inn. Ólafur Arnalds er ungur tónsmiður sem semur samtíma klassíska tónlist. Tónlistin er ekki hefðbundin klassísk tónlist heldur er hún talin minna meira á nútíma indie tónlist. Tónlist 9.2.2007 14:41 Diddú og rússneski Terem kvartettinn í Salnum Rússnesku snillinarnir í Terem kvartettnum munu leika á TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs, fimmtudaginn 15. febrúar næstkomandi. Þeir leika á þjóðleg rússnesk hljóðfæri og eru þegar orðnir átrúnaðargoð í heimalandi sínu. Terem kvartettinn hefur leikið með listamönnum á borð við Rostroprovitz, Nigel Kennedy, Peter Gabriel, Bobby McFerrin og Led Zeppelin svo nokkrir séu nefndir. Tónlist 8.2.2007 17:15 The Who á Hróarskeldu Á hverju ári kynnir Hróarskelda einhver goðsagnakennd nöfn úr rokkheiminum og í ár mun rokkhljómsveitin The Who vera meðal þeirra sem spila á hátíðinni sem haldin verður í sumar dagana 5.-8. júlí. Tónlist 8.2.2007 15:42 Elvis Presley til bjargar barnsföður Diddu Ábreiðusveit flytur öll bestu lög Elvis Presley á tónleikum annað kvöld. Tónleikarnir eru haldnir til að safna fé til að leysa barnsföður skáldkonunnar Diddu úr fangelsi. Tónlist 7.2.2007 09:30 « ‹ 207 208 209 210 211 212 213 214 215 … 226 ›
Tekur upp á ensku Hljómsveitin Mammút er byrjuð að taka upp nýja plötu sem verður alfarið sungin á ensku. Er hún væntanleg á markað síðar á þessu ári. Tónlist 16.2.2007 06:15
Dalton í Pakkhúsinu á Selfossi Hljómsveitin Dalton mun spila í Pakkhúsinu, Selfossi, föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin spilar fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem er blanda af funk, soul, rokki og róli í bland við íslenska tónlist. Tónlist 15.2.2007 17:38
Air spilar á Íslandi Franski poppdúettinn Air er á meðal þeirra sem munu spila á frönsku menningarhátíðinni Pourquoi Pas? sem verður haldin hérlendis frá 22. febrúar til 12. maí. Tónlist 15.2.2007 10:00
Kristján Þorvalds og Tommi ríða á vaðið „Það kom mér stórkostlega á óvart hversu margir vildu vera með. Þeir virðast miklu fleiri trúbadorarnir sem vilja koma út úr skápnum en við þorðum að vona,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og einn helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar, sem hefst á Sportbarnum við Hverfisgötu í kvöld. Tónlist 15.2.2007 09:15
Melaband á meginlandi Sinfóníuhljómsveit Íslands er á ferðalagi um meginland Evrópu og hefur vakið stormandi lukku í tónleikahúsum í Þýskalandi á síðustu dögum. Hljómsveitin mun leika á átta tónleikum á tveimur vikum og hefur þegar haldið tvenna tónleika í Þýskalandi. Tónlist 15.2.2007 08:45
Múlinn steðjar af stað Vetrardagskrá djassklúbbsins Múlans hefst á ný á Domo Bar í kvöld en sextán tónleikar eru fyrirhugaðir þar á næstunni. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Tónlist 15.2.2007 08:30
Terem-kvartettinn snýr aftur Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld. Tónlist 15.2.2007 08:00
Notalegt reggíkvöld Reggíkvöld verður haldið á Café Kulture við Hverfisgötu í kvöld í tilefni þess að hinn 6. febrúar síðastliðinn voru 62 ár liðin síðan goðsögnin Bob Marley fæddist. Tónlist 15.2.2007 07:45
Fyrsta platan á vegum Múgíbúgí Plata með tónlist Mugison við kvikmyndina geysivinsælu Mýrina kemur í búðir á morgun. Þetta er fyrsta plata Mugison sem er gefin út hjá nýju útgáfufyrirtæki hans og föður hans, sem kallast Múgíbúgí. Platan átti upphaflega að koma út fyrir síðustu jól en einhverjar tafir urðu á útgáfunni. Tónlist 15.2.2007 05:45
Police í tónleikaferðalag Meðlimir hljómsveitarinnar The Police komu saman og opnuðu Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðasta sunnudag. Þeir höfðu ekki spilað saman síðan árið 1984. Hljómsveitina skipa Sting, Andy Summers og Stewart Copeland en þeir fóru allir að einbeita sér að sólóferli sínum eftir daga Police. Tónlist 13.2.2007 17:00
Sigur Rós spila á styrktartónleikum Lifi Álafoss! er yfirskrift tónleika sem haldnir verða til styrktar Varmársamtökunum, íbúasamtökum í Mosfellsbæ sem vilja standa vörð um framtíð Varmársvæðisins. Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 18. febrúar í BaseCamp verinu. Fram koma meðal annara Sigur Rós, Bogomil Font og Pétur Ben. Tónlist 13.2.2007 15:00
Sigríður Thorlacius og Babar Á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar, mun Sigríður Thorlacius ásamt djasstríóinu Babar flytja tónlist eftir sig og aðra á veitingastaðnum DOMO við Þingholtsstræti 5 í Reykjavík. Tónlist 13.2.2007 14:29
Vinningshafar Grammy Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Tónlist 12.2.2007 16:45
Frítt í Róm Hljómsveitin Genesis ætlar að halda ókeypis tónleika fyrir rúmlega 400 þúsund aðdáendur á fornum tónleikastað í Róm hinn 14. júlí. Þetta verða lokatónleikar sveitarinnar á fyrstu tónleikaferð sinni í fimmtán ár. Vegna tónleikanna í Róm þurfti Genesis að fresta tónleikum sínum í Austurríki og Tékklandi. Tónlist 12.2.2007 09:30
Íslenskt æði í Þrándheimi „Þeir eru alveg til í þetta rokk, Norðmenn eru ekki eins leiðinlegir og ég bjóst við," segir Valdimar Jóhannsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Valdimar var staddur á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm í Þrándheimi um helgina en Íslendingar voru afar áberandi á hátíðinni. Auk Reykjavíkur! spiluðu Lay Low og Últra Mega Teknóbandið Stefán á hátíðinni um helgina. Tónlist 12.2.2007 08:45
MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík „Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. Tónlist 12.2.2007 08:15
Sáttir við Prince Rokksveitin Foo Fighters er ánægð með ákvörðun Prince um að syngja lag hennar Best of You í hálfleik á úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í fótbolta, Super Bowl hinn 4. febrúar. Tónlist 12.2.2007 08:00
Til minja um Leg Hljómsveitin Flís er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hefur að geyma tónlist við söngleikinn Leg sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 8. mars. Tónlist 12.2.2007 07:30
Dixie Chics með fimm Grammy-verðlaun Bandaríska stelpusveitasöngvagrúppan Dixie Chics varð sigursælust á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Þær fóru heim með fimm verðlaun, þar af verðlaun fyrir plötu ársins, lag ársins og smáskífu ársins. Þá var Carrie Underwood valin nýliði ársins. Nokkrir góðkunningjar fóru heim með Grammy verðlaun, þeirra á meðal Bob Dylan, Tony Bennet og Stevie Wonder. Tónlist 12.2.2007 07:21
Tvöföld tímamót Carminu Kammerkórinn Carmina tekur þátt í virtri endurreisnar- og barokktónlistarhátíð í Svíþjóð á komandi sumri og heldur þá í sína fyrstu utanlandsferð. Fram undan eru einnig tímamótatónleikar í Kristskirkju. Kórinn var stofnaður fyrir aðeins þremur árum og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi hópsins, útskýrir að því sé þetta mikill heiður fyrir félaga hans. Tónlist 12.2.2007 07:15
Þrjú nöfn bætast við Þrjú nöfn frá Skandinavíu hafa bæst við þá sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í byrjun júlí. Thomas Dybdahl, sem spilar kassagítartónlist í anda Neil Young og Jeff Buckley, hefur skráð sig til leiks auk hljómsveitarinnar 120 Days frá Noregi og Dúné frá Danmörku. Áður höfðu hljómsveitirnar The Who og Red Hot Chili Peppers boðað komu sína auk Bjarkar Guðmundsdóttur. Verða þetta einu tónleikar Bjarkar á Norðurlöndunum í sumar. Tónlist 12.2.2007 07:00
Fjórflétta send heim Fjórflétta, sönghópur Páls Óskars, þurfti að kveðja X-Factor á föstudagskvöldið eftir æsispennandi símakosningu á þriðja úrslitakvöldinu í Vetrargarðinum. Eftir að atkvæðagreiðslu lauk var ljóst að Jóhanna, úr hópi yngri þátttakenda undir stjórn Ellýar, og Fjórflétta hefðu hlotið fæst atkvæði. Því kom það í hlutverk Einars Bárðarsonar að velja þann sem myndi ljúka keppni á þriðja úrslitakvöldinu. Eftir erfiðar vangaveltur ákvað Einar að Fjórflétta ætti frá að hverfa. Tónlist 12.2.2007 06:45
Norah þótti of feit Söngkonan Norah Jones var ekki ánægð með fyrstu kynni sín af Hollywood. Norah hefur nú leikið í sinni fyrstu kvikmynd, My Blueberry, og henni leist ekki á blikuna þegar henni var skipað að grennast fyrir hlutverk sitt. Tónlist 12.2.2007 06:30
Police snúa aftur Liðsmenn hljómsveitarinnar The Police hafa tilkynnt að þeir hyggist koma saman aftur í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sting, söngvari The Police, segir á heimasíðu sinni að um 20 hörðum aðdáendum verði boðið á æfingu sveitarinnar sem haldin verður á tónleikastaðnum Whisky A Go Go á mánudaginn. Tónlist 11.2.2007 13:30
Tugmilljóna samningur Silvíu og Frímanns „Já, við erum að bjóða til veislu í hvalveiðiskipinu Eldingu í dag. Með kampavínsglas í annarri og hvalrengi í hinni,” segir Jakob Frímann Magnússon hljómplötuútgefeandi með meiru. Klukkan ellefu í dag siglir hvalveiðiskip úr Reykjavíkurhöfn með frítt föruneyti. Tónlist 10.2.2007 13:45
Noel gagnrýnir U2 Hinn kjaftfori gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Oasis, Noel Gallagher, heldur áfram að hrella aðra tónlistarmenn og nú er það Bono, söngvari U2, sem verður að þola árásir hans. Gallagher segist vera kominn með nóg af hljómsveitum sem einbeiti sér að pólitík í stað þess að spila bestu lögin sín á tónleikum fyrir aðdáendur. Tónlist 10.2.2007 13:15
Útgáfutónleikar Ólafs Arnalds Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds heldur útgáfutónleika mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Verða tónleikarnir haldnir í Von, sal SÁÁ við Efstaleiti 7. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og kostar aðeins kr. 500 inn. Ólafur Arnalds er ungur tónsmiður sem semur samtíma klassíska tónlist. Tónlistin er ekki hefðbundin klassísk tónlist heldur er hún talin minna meira á nútíma indie tónlist. Tónlist 9.2.2007 14:41
Diddú og rússneski Terem kvartettinn í Salnum Rússnesku snillinarnir í Terem kvartettnum munu leika á TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs, fimmtudaginn 15. febrúar næstkomandi. Þeir leika á þjóðleg rússnesk hljóðfæri og eru þegar orðnir átrúnaðargoð í heimalandi sínu. Terem kvartettinn hefur leikið með listamönnum á borð við Rostroprovitz, Nigel Kennedy, Peter Gabriel, Bobby McFerrin og Led Zeppelin svo nokkrir séu nefndir. Tónlist 8.2.2007 17:15
The Who á Hróarskeldu Á hverju ári kynnir Hróarskelda einhver goðsagnakennd nöfn úr rokkheiminum og í ár mun rokkhljómsveitin The Who vera meðal þeirra sem spila á hátíðinni sem haldin verður í sumar dagana 5.-8. júlí. Tónlist 8.2.2007 15:42
Elvis Presley til bjargar barnsföður Diddu Ábreiðusveit flytur öll bestu lög Elvis Presley á tónleikum annað kvöld. Tónleikarnir eru haldnir til að safna fé til að leysa barnsföður skáldkonunnar Diddu úr fangelsi. Tónlist 7.2.2007 09:30