
Veður

Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu
Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði.

Gengur í storm með slyddu eða snjókomu
Það mun ganga í suðaustanhvassviðri eða -storm með slyddu eða snjókomu með morgninum, en rigningu við ströndina og hlýnar nokkuð.

„Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“
Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan.

Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina.

Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun
Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum.

Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt
Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu Reykjavíkur segir snjómokstur hafa gengið vel í nótt og í morgun. Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt og hefur verið kallaður út aukamannskapur til að ryðja snjónum burt.

Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum
Miðja kaldrar smálægðar er nú skammt suður af Reykjanesi og fer lægðin austur og síðar norðaustur í dag og snýr umhverfis sig bökkum með snjókomu eða éljum sem gera víða vart við sig á landinu.

Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma.

Snjókoma í flestum landshlutum
Að sögn Veðurstofunnar er í dag útlit fyrir norðvestlæga eða breytilega átt og snjókomu eða él. Búast má við snjókomu í flestum landshlutum.

Útlit fyrir rólegt helgarveður
Um helgina er útlit fyrir fremur rólegt veður, samkvæmt Veðurstofunni. Í dag verður norðvestlæg átt, víða gola en strekkingur syðst. Þá verður snjókoma norðantil á landinu, en það mun smám saman draga úr ofankomu sunnanlands. Þá er víða vægt frost.

Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld
Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu, en norðaustan átta til þrettán metrar á austanverðu landinu.

Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna talsverðrar eða mikillar snjókomu á Suður- og Suðausturlandi. Viðvaranirnar taka gildi klukkan 14 á Suðurlandi og klukkan 15 á Suðausturlandi og verða í gildi fram á nótt.

Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu í dag, en heldur hægari norðanlands framan af degi.

Hvassviðri við suður- og vesturströndina
Veðurstofan spair suðaustanátt í dag, allhvassri eða hvassri við suður- og vesturströndina en annars mun hægari.

Veður gengið niður en fer kólnandi
Mikið hefur dregið úr bæði vindi og ofankomu austantil í nótt en áfram má þó búast við einhverr úrkomu á því svæði fram eftir degi.

Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir
Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman.

Hvessir sunnan- og austantil í kvöld
Lægðin sem olli snjókomunni á Norður- og Austurlandi í nótt fjarlægist nú landið og má reikna með fremur hægum vindi á landinu í dag. Víða eru líkur á stöku éljum og má reikna með frosti á bilinu núll til átta stig. Það hvessir hins vegar í kvöld og hafa verið gefnar út gular viðvaranir sunnan- og austantil vegna hvassviðris.

Kólnar í veðri
Dálítil lægð er nú á leið norður yfir landið og fylgir henni stíf sunnanátt og rigning nú í morgunsárið. Þó má reikna með hægari vindi og slyddu eða snjókomu norðvestan- og vestantil.

Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu
Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt í dag þar sem víða má reikna með tíu til átján metrum á sekúndu en heldur hvassari í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir taka þar gildi eftir hádegi.

Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun.

Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi
Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum þegar frost fer úr jörðu og úrkoma safnast upp á næstu dögum. Ekki er hægt að útiloka krapaflóðahættu á svæðum þar sem snjór er í giljum og farvegum.

Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu. Spáð er rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu, en að muni bæta í úrkomu síðdegis. Úrkomuminna verður á norðaustanverðu landinu.

Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil
Landið er nú í morgunsárið á milli tveggja lægða þar sem aðra er að finna skammt suðaustur af Jan Mayen og veldur allhvassri vestanátt á norðaustanverðu landinu. Lægðin fjarlægist nú óðum og er vindur því á niðurleið.

Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku
Allmikið lægðardrag hreyfist norðaustur yfir landið í dag og veldur suðaustanstrekkingi með rigningu og hlýindum, einkum á suðaustanverðu landinu. Veðurviðvaranir vegna hvassviðris og hláku eru í gildi um allt land og er búist við talsverðri leysingu.

Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum
Smálægð milli Íslands og Grænlands beinir hægri suðlægri átt með slydduéljum að landinu. Suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist norður á bóginn og í nótt er von á allhvassri suðaustanátt með rigningu og hækkandi hita.

Víða skúrir og hlýnandi veður
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum eða skúrum. Þó má reikna með öllu hvassari vindi með rigningu eða slyddu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum síðdegis.

Bjart, kalt og hægur vindur
Hæð er nú yfir landinu og verður yfirleitt bjart, kalt og hægur vindur. Sums staðar verður þó skýjað með köflum á Vestfjörðum og við norðurströndina.

Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil
Lægð yfir Skandinavíu og hæðarhryggur á Grænlandssundi beina nú norðlægri átt til landsins, yfirleitt fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Hvassast verður austantil.

Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis
Smálægð er nú að myndast á Grænlandssundi og nálgast hún landið í dag. Þegar líður á morguninn má því búast við snjókomu eða éljum norðvestantil, og einnig á Suðvesturlandi síðdegis.

Norðanáttin getur náð stormstyrk
Útlit er fyrir norðanátt í dag sem verður víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Fjöll geta víða magnað upp norðanáttina og má reikna með að vindstrengirnir geti sums staðar orðið hvassir eða jafnvel náð stormstyrk, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum.