Veður

Hlýjast á Austurlandi um helgina

Ætli einhverjir landsmenn að ferðast um helgina munu þeir líklegast halda austur á land þar sem blíðskaparveður hefur verið undanfarna daga og verður áfram. Allvíða verður sól austantil og í kring um 20°C, eða meira, í innsveitum um helgina.

Veður

Hiti allt að 24 stigum norð­austan­til

Spáð er suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu norðvestan- og vestanlands, og einnig með suðausturströndinni, en hægari breytileg átt annarsstaðar. Skýjað og úrkomulítið verður á vesturhelmingi landsins en dálítil rigning norðvestantil.

Veður

Áfram hlýtt í veðri næstu daga

Engar stórar breytingar verða á veðrinu næstu daga, en þó má búast við smá vætu um landið norðvestanvert. Áfram verður hlýtt í veðri og fer hiti víða yfir tuttugu stig þar sem sólin nær að skína um landið austanvert.

Veður

Hlýtt loft ættað suður úr höfum yfir landinu

Fremur hægar suðlægar áttir verða ríkjandi í dag og víða verður þungbúið, en bjartara austast á landinu. Birtir heldur til norðaustan- og austanlands þegar líður á daginn, en áfram skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert.

Veður

Þoka spillir blíðunni á höfuð­borgar­svæðinu

Mikið þoku­loft hangir nú yfir höfuð­borgar­svæðinu og kemur í veg fyrir að höfuð­borgar­búar geti notið blíð­viðrisins sem ríkir á vestur­hluta landsins. Veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag.

Veður

Hiti að 27 stigum austan­lands

Gular viðvaranir standa til kvölds fyrir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra, en reikna má með fremur hægum vindi á suðvesturhorninu og á Austfjörðum í dag.

Veður

Víða hæg­lætis­veður en þoka eða lág­skýjað framan af degi

Landsmenn mega reikna með hæglætisveðri víða um landið í dag, en þoku eða lágskýjuðu framan af degi og gæti jafnvel haldast út daginn við sjávarsíðuna. Inn til landsins léttir til þegar líður á daginn og verður fallegasta veðrið þar sem sólin nær að bræða skýin af landinu.

Veður

Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti

Þrátt fyrir mikið hvass­viðri og appel­sínu­gular og gular við­varanir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Lang­hlýjast verður austan­lands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag.

Veður

Appel­sínu­gul við­vörun á þremur svæðum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna hvassviðris á þremur svæðum. Áður voru gular viðvaranir í gildi á sömu svæðum, en áfram eru gular viðvaranir í gildi á þremur öðrum svæðum.

Veður

Þurfum að bíða í all­nokkra daga eftir hlýja loftinu

Farið er að sjá fyrir endann á kalda loftinu sem legið hefur yfir landinu að undanförnu og gera spár ráð fyrir að það hörfi strax eftir helgi. Sýna þurfi smá þolinmæði þar sem það muni taka allnokkra daga í viðbót að koma hlýju lofti að landinu.

Veður

Slydda fyrir norðan

Þjóð­há­tíðar­veðrið verður ekki sér­lega fýsi­legt á norðan­verðu landinu í dag. Þar hefur verið fremur kalt og má búast við að beri á slyddu­éljum.

Veður

Norð­austan­átt og dregur svo úr vindi í nótt

Veðurstofan spáir svipuðu veðri í dag og var í gær og fyrradag. Norðaustanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu og lítilsháttar rigning suðaustanlands en skúrir eða slydduél norðaustantil. Annars bjart með köflum og þurrt.

Veður

Bjart í mörgum lands­hlutum framan af degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir björgum degi í mörgum landshlutum framan af degi, en annars skýjað með köflum. Austlæg eða norðaustlæg átt fimm til þrettán metrar á sekúndu, en hvassara með suðausturströndinni síðdegis.

Veður

Vikan hefst á norð­lægum áttum og svölu veðri

Vikan hefst á norðlægum áttum og svölu veðri þar sem reikna má með lítilsháttar slydduéljum eða skúrum norðanlands, en annars yfirleitt þurru veðri á Vesturlandi. Hiti verður frá þremur stigum í innsveitum norðaustanlands, og upp í ellefu stig suðvestantil.

Veður

Kalt loft færist yfir landið með norðan­átt í dag

Kalt loft færist yfir landið með norðanátt í dag, en von er á tíu til átján metrum á sekúndu með morgninum en heldur hægari norðvestanátt um austanvert landið þar til síðdegis. Yfirleitt rigning á láglendi um norðanvert landið en styttir upp og léttir til syðra.

Veður

Skiptast á skin og skúrir næstu daga

Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa.

Veður

Víða skúrir og hiti að átján stigum

Lægð dagsins er staðsett yfir Vesturlandi í morgunsárið og fylgir henni sunnan- og suðaustanátt víða á bilinu fimmtán til þrettán metrum á sekúndu. Sökum nálægðar við lægðarmiðjuna verður hægari vindur þó vestantil.

Veður

Hiti allt að tuttugu stigum norðan­lands

Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður með suðurströndinni. Skýjað að mestu um landið og víða dálítil rigning með köflum.

Veður

Rigning og kuldi á Suð­vestur­horninu í dag

Suðlægar áttir leika um landið í dag og næstu daga. Þeim fylgir talsverð væta sunnan- og vestanlands. Fremur kalt er í veðri en á norðausturhluta landsins verður áfram þurrt að mestu með sólarköflum og hlýindum.

Veður