Viðskipti erlent

Forstjóri Rio Tinto hættir

Forstjóri Rio Tinto, Tom Albanese, hefur sagt upp störfum, en ástæðan er sögð vera gríðarlega mikið tap á fjárfestingum Rio Tinto í kola- og áliðnaði í Mósambik, ásamt tapi af yfirtöku á Alcan. Rio Tinto rekur m.a. álverið í Straumsvík undir merkjum Rio Tinto Alcan.

Viðskipti erlent

Ævintýralegur vöxtur snjallasímamarkaðar

Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, munu ekki allir endurnýja þá hratt.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð í morgun. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 110,5 dollara og hefur lækkað um 1,3% frá því í gærdag. Bandaríska léttolían hefur lækkað nokkuð minna eða um 0,3% og stendur í tæpum 94 dollurum.

Viðskipti erlent

Olíusalan dróst saman um 40%

Olíusala Írans hefur fallið um allt að fjörutíu prósent frá því að vesturveldin hertu á viðskiptaþvingunum á landið fyrir um ári. Þetta staðfestir Rostam Quasemi, olíumálaráðherra Írans, og gefur í skyn að enn meiri samdráttar sé von.

Viðskipti erlent

Ódýrari iPhone á leiðinni

Svo gæti farið að ný og ódýrari útgáfa af iPhone snjallsímanum komi á markað seinna á þessu ári. Síðustu mánuði hefur tæknirisinn Apple staðið í ströngu við að halda í við keppinauta sína um yfirráð á snjallsíma-markaðinum.

Viðskipti erlent