Gott uppgjör hjá Actavis, eign Björgólfs eykst um 1,2 milljarða 3. maí 2013 10:04 Samheitalyfjafyrirtækið Actavis skilaði mun betra uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi en sérfræðingar höfðu spáð. Eftir birtingu uppgjörsins hækkuðu hlutir í Actavis um rúm 2% en það þýðir að hlutafjáreign Björgólfs Thors Björgólfssonar jókst um 1,2 milljarða króna á markaðinum í New York í gærdag. Í frétt um málið á Reuters segir að Actavis hafi skilað tæplega 103 milljóna dollara tapi á ársfjórðungnum. Tapið er tilkomið vegna sameiningar Actavis og Watson í vetur og kaupa á lyfjafyrirtækinu Uteron Pharma. Sérfræðingar áttu von á töluvert meira tapi vegna þessa. Tekjur Actavis jukust um 24% miðað við sama tímabil í fyrra og námu 1,9 milljörðum dollara sem var nærri því á pari við væntingar sérfræðinga. Reuter hefur eftir Chris Schott greinanda hjá JP Morgan að Actavis sé í einni bestu stöðunni í heiminum hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, hvort sem litið sé til skemmri eða lengri tíma. Hvað fyrrgreindan ágóða Björgólfs Thors varðar hér að framan kom fram í fréttum í gær að hann ætti um 60 milljarða virði af hlutafé í Actavis. Þar með bætti sú eign við sig um 1,2 milljörðum kr. miðað við hækkunina í New York í gærdag. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samheitalyfjafyrirtækið Actavis skilaði mun betra uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi en sérfræðingar höfðu spáð. Eftir birtingu uppgjörsins hækkuðu hlutir í Actavis um rúm 2% en það þýðir að hlutafjáreign Björgólfs Thors Björgólfssonar jókst um 1,2 milljarða króna á markaðinum í New York í gærdag. Í frétt um málið á Reuters segir að Actavis hafi skilað tæplega 103 milljóna dollara tapi á ársfjórðungnum. Tapið er tilkomið vegna sameiningar Actavis og Watson í vetur og kaupa á lyfjafyrirtækinu Uteron Pharma. Sérfræðingar áttu von á töluvert meira tapi vegna þessa. Tekjur Actavis jukust um 24% miðað við sama tímabil í fyrra og námu 1,9 milljörðum dollara sem var nærri því á pari við væntingar sérfræðinga. Reuter hefur eftir Chris Schott greinanda hjá JP Morgan að Actavis sé í einni bestu stöðunni í heiminum hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, hvort sem litið sé til skemmri eða lengri tíma. Hvað fyrrgreindan ágóða Björgólfs Thors varðar hér að framan kom fram í fréttum í gær að hann ætti um 60 milljarða virði af hlutafé í Actavis. Þar með bætti sú eign við sig um 1,2 milljörðum kr. miðað við hækkunina í New York í gærdag.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent