Viðskipti erlent

Enn einn rauði dagurinn

Það var rauður dagur beggja vegna Atlantsála í dag. Í Kauphöllinni í New York lækkaði Dow Jones um 2,05%, Nasdaq á 2,43% og S&P 500 lækka um 2,21%.

Viðskipti erlent

Portúgal komið í ruslið

Matsfyrirtækið Fitch ákvað í dag að lækka lánshæfi ríkissjóðs Portúgals niður í ruslflokk. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Staða Portúgals er nú talin afar veik efnhagslega og er almennt álitið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfi að aðstoða landið með frekari fjárframlögum.

Viðskipti erlent

Arcadia Group lokar 260 verslunum

Philip Green, forstjóri og stærsti eigandi Arcadia, tilkynnti um það í morgun að Arcadia hygðist loka 260 verslunum á næstu þremur árum. Ástæðan er minnkandi hagnaður. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC féll hagnaður Arcadia saman um 38% milli ára, niður í 133 milljónir punda.

Viðskipti erlent

Warren Buffett er ekki "sósíalisti"

Þátturinn The Young Turks gerði viðbrögð Fox News við hugmynd Warren Buffett, um hækkun skatta á þá ofurríku, að umtalsefni. "Þeir eru að kalla Warren Buffett sósíalista. Hvað næst?" segir Cenk Uygur, stjórnandi þáttarins.

Viðskipti erlent

Kína orðinn stærsti snjallsímamarkaður heims

Kína er orðinn stærsti markaður heims fyrir snjallsíma með um 24 milljónir pantana inn á markað á þriðja ársfjóðungi, á meðan Bandaríkin voru á sama tíma með 23 milljónir. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.

Viðskipti erlent

Larry Page: Ég er að "springa" úr stolti

Larry Page, annar stofnenda Google og einn stærsti eigandi fyrirtækisins, flutti ræðu fyrir útskriftarnema á heimasvæði sínu í Michigan vorið 2009. Hann fer þar yfir sögu sína og hvernig hún tengist University of Michigan, en foreldrar hans kynntust þar. Ræðan þykir sú besta sem hann hefur flutt, en hann gerir það sjaldan.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Allt á suðupunkti í Suður-Evrópu

Staða efnahagsmála í nær öllum ríkjum í Suður-Evrópu er fjárfestum mikið áhyggjuefni í augnablikinu, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal í dag. Þetta hefur enduspeglast í sífellt hækkandi skuldatryggingaálagi á tíu ára ríkisskuldabréf ríkjanna. Álagið á undanförnum vikum hefur hækkað snarlega og er nú á bilinu 5 til rúmlega 7 prósent.

Viðskipti erlent

Facebook hannar snjallsíma

Samskiptasíðan Facebook hefur nú hafið þróun á sérhönnuðum snjallsíma. Talið er að samskiptasíðan sé nú þegar komin í samstarf við farsímaframleiðandann HTC.

Viðskipti erlent

Thomas Cook á barmi gjaldþrots

Breska ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook er á barmi gjaldþrots og gengi bréfa í fyrirtækinu hefur fallið um 65% í dag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Kynslóðin sem er skuldum vafin

David Malone, einn þekktasti heimildarmyndagerðarmaður breska ríkisútvarpsins BBC, sagði á fundi í Manchester í september sl. að heil kynslóð væri skuldum vafin eftir glórulausar ákvarðanir bankamanna.

Viðskipti erlent

Búast við snjallsíma frá Amazon

Þó svo að Kindle Fire, nýjasta spjaldtölva vefverslunarinnar Amazon, hafi fengið misjafna dóma frá gagnrýnendum þá hafa neytendur tekið tölvunni opnum örmum. Talið er að Amazon muni selja um fimm milljón eintök fyrir jól.

Viðskipti erlent

Skarpar lækkanir á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfaverð lækkuðu víðast hvar í dag vegna ótta fjárfesta við miklar skuldir þjóðríka og banka, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu um 2,5% og hlutabréfaverð í Þýskalandi og Frakklandi um 3%.

Viðskipti erlent

Bretum bannað að eiga í viðskiptum við íranska banka

Bresk stjórnvöld ætla að skera á öll tengsl við íranska banka en aðgerðirnar eru hluti af hertum refsiaðgerðum vestrænna þjóða gegn Írönum eftir að því var haldið fram í nýrri skýrslu frá alþjóðakjarnorkumálastofnuninni að íranar væru lengra á veg komnir með að þróa kjarnavopn en áður var talið.

Viðskipti erlent

Tæknifyrirtæki uggandi yfir hugsanlegri löggjöf

Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum eru afar ósátt með lagafrumvarp sem miðar að því að berjast gegn höfundarréttarbrotum á internetinu. Fyrirtækin segja frumvarpið bjóða upp á ólögmæta ritskoðun og að með löggjöfinni fá yfirvöld í Bandaríkjunum óhóflega mikil yfirráð yfir vefsíðum internetsins.

Viðskipti erlent

Hank Paulson: Við stóðum okkur ekki nægilega vel

Hank Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og forstjóri Goldman Sachs, sagði í viðtali við Charlie Rose, að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig nægilega vel í því að upplýsa um aðgerðirnar haustið 2008. Sérstaklega átti hann við 700 milljarða dollara innspýtingu bandarískra skattgreiðenda í fjármálakerfið.

Viðskipti erlent