Viðskipti erlent

Fyrirtæki Kevins Stanford skuldar skatti 30 milljónir

Fyrirtæki í eigu athafnamannsins Kevins Stanford, viðskiptafélaga Baugs og stórs skuldanautar í Kaupþing, er farið í þrot vegna rúmlega 30 milljóna skattaskuldar. Félagið sem um ræðir heitir Brookes Chauffeur Services og keyrði áður kóngana í smásöluverslun í London um borgina.

Viðskipti erlent

Stærsti bankinn sem verður gjaldþrota í ár

Colonial bankinn í Montgomery í Alabama er stærsti bankinn í Bandaríkjunum sem verður gjaldþrota á þessu ári. Innistæðutryggingasjóðurinn í Bandaríkjunum tók bankann yfir bankann í gær en meira en 70 fjármálastofnanir hafa verið teknar yfir það sem af er ársins.

Viðskipti erlent

Bretar beittu Íslendinga hörku

Dálkahöfundurinn Andrew Hill segir í Financial Times í dag að Bretar hafi beitt Íslendinga hörku, eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert gagnvart stóru ríki. En ábyrgðin sé hins vegar líka í höndum íslenskra yfirvalda og sérstaklega þeirrar ríkisstjórnar sem var við völd á Íslandi á síðustu árum og einnig Fjármálaeftirlitsins. Hann segir að breska og íslenska fjármálaeftirlitið og yfirvöld beggja landa deili ábyrgð á því hvernig fór með Icesave reikningana.

Viðskipti erlent

Færri misstu heimili sín en búist var við

Um það bil 11,400 einstuaklingar og fjölskyldur á Bretlandi misstu heimili sín á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Búist hafði verið við að töluvert fleiri fjölskyldur þyrft að yfirgefa heimili sín, sérstaklega í ljósi mikils atvinnuleysis á Bretlandi.

Viðskipti erlent

Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu

Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda.

Viðskipti erlent

Dýpri kreppa en búist hafði verið við

Niðursveiflan í bresku efnahagslífi hefur verið meiri en Seðlabanki Englands gerði ráð fyrir, þrátt fyrir það eru væntingar um efnahagslegan bata að mati Seðlabankans. Bankinn á von á því að efnahagssamdrátturinn muni nema 5,5 prósentum áður en horfur í efnahagslífinu snúast til betri vegar.

Viðskipti erlent

SAS segir upp 1500 starfsmönnum

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur ákveðið að segja upp allt að fimmtánhundruð starfsmönnum til þess að reyna að rétta af fjárhag félagsins sem barist hefur í bökkum eins og fleiri flugfélög.

Viðskipti erlent

Financial Times tekur upp hanskann fyrir Íslendinga

Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum.

Viðskipti erlent

Töluverð aukning fasteignalána á Bretlandi

Fasteignalán á Bretlandi jukust um 23 prósent í júní, vonast er til að þessar fréttir hleypi jákvæðu lífi í fasteignamarkaðinn þar í landi. Veitt voru 45 þúsund lán í júní en slíkur fjöldi lána hefur ekki sést í ellefu mánuði. Til samanburðar voru veitt 36.500 lán í maí. The Times greinir frá þessu í dag.

Viðskipti erlent

Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega

Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær.

Viðskipti erlent

Bretar í slæmum málum

Rúmlega 33 þúsund manns í Englandi og Wales voru komnir í greiðsluþrot á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar komist í greiðsluþrot á einum ársfjóðungi síðan mælingar hófust árið 1960.

Viðskipti erlent

Mikil vonbrigði með tap Royal Bank of Scotland

Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði einum milljarði punda á fyrstu sex mánuðum ársins. Umtalsverður hagnaður af fjárfestingabankastarfsemi nægði bankanum ekki til að skila hagnaði þar sem afskriftir vegna slæmra lána bankans voru enn meiri.

Viðskipti erlent

Ssangyoung starfsmenn hættir í verkfalli

Starfsmenn Kóreska bílaframleiðandans Ssangyong hafa bundið enda á tveggja mánaða verkfall sitt en þeir höfðu tekið yfir verksmiðju fyrirtækisins og neitað að yfirgefa hana fyrr en þeir fengu bætt úr sínum málum.

Viðskipti erlent

Atvinnulausum fjölgaði um rúm 370 þúsund í júlí

Atvinnulausum einstaklingum fjölgaði um 371 þúsund í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Það bendir óhjákvæmilega til þess að vinnumarkaðurinn sé langt frá því að rétta úr kútnum vestan hafs þrátt fyrir marga jákvæða þætti í bandarísku hagkerfi að undanförnu.

Viðskipti erlent

Viðsnúningur í bresku hagkerfi

Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi.

Viðskipti erlent

Afskriftir lána námu 13,4 milljörðum punda

Forsvarsmenn breska bankans, Lloyds TSB sem tapaði fjórum milljörðum punda á fyrstu sex mánuðum ársins, segja að afskriftum vegna lána sem fallið hafa í vanskil muni snarfækka á næstu mánuðum. Bankinn afskrifaði lán fyrir 13,4 milljarða punda á tímabilinu sem er met þar í landi.

Viðskipti erlent

Telegraph fjallar um lánabækur Kaupþings

Fjallað er um birtingu lánabóka Kaupþings á forsíðu fréttavefjar Telegraph í dag. Þar segir að Kaupþing, sem hafi verið miðpunkturinn í hruni íslenska fjármálakerfisins, hafi lánað milljarða punda til fyrirtækja sem tengdust lykilstjórnendum og hluthöfum í fyrirtækinu.

Viðskipti erlent

Northern Rock tapar stórt

Breski bankinn Northern Rock sem þjóðnýttur var á síðasta ári hefur birt uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins og er gert ráð fyrir að tap bankans nemi um 724 milljónum punda, eða ríflega 153 milljörðum íslenskra króna. Þetta var tilkynnt í morgun um leið of stjórnendur bankans lýstu því yfir að útlán bankans muni dragast meira saman á árinu en áður hafði verið áætlað.

Viðskipti erlent

Bandaríkjadalur féll í dag

Gengi bandarísks dals féll í dag og hefur ekki verið lægra gagnvart evru, pundi og öðrum gjaldmiðlum síðan síðastliðið haust. Ástæðan er sú að víða bárust vísbendingar í dag um að hagkerfið væri að taka við sér, eftir því sem fram kemur á vef Associated Press.

Viðskipti erlent

Barclays og HSBC högnuðust um 3 milljarða punda

Bresku bankarnir Barclays og HSBC skiluðu milljarða punda, tæplega 640 milljarða króna, hagnaði á fyrri helmingi ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í dag. Hvorugur þessara banka þurfti opinbera aðstoð þegar að lausafjárkreppan skall hvað harðast á bankakerfinu.

Viðskipti erlent