Viðskipti

Nýir mann­auðs­stjórar hjá Eim­skip

Eimskip hefur ráðið Erlu Maríu Árnadóttur sem mannauðsstjóra félagsins. Hún mun leiða mannauðsdeild Eimskips og samræma og þróa stefnu félagsins í mannauðsmálum á alþjóðavísu. Samhliða ráðningu Erlu tekur Vilhjálmur Kári Haraldsson, sem gegnt hefur stöðu mannauðsstjóra hjá félaginu undanfarin ár, við sem mannauðsstjóri á skrifstofu Eimskips í Rotterdam í Hollandi.

Viðskipti innlent

Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun of­fitu við

Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur kynntist heilbrigðiskerfinu snemma af eigin raun. Hún heillaðist af læknavísindunum og vildi sjálf hjálpa fólki. Í dag stýrir hún starfsemi Novo Nordisk á Íslandi, fyrirtækis sem hefur verið í fararbroddi í fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og almennings um offitu og sykursýki 2, með heilbrigðara Ísland að markmiði.

Samstarf

Töpuðu milljarði og bauna á stjórn­völd

Ísfélagið í Vestmannaeyjum tapaði milljarði króna á fyrri helmingi ársins, helst vegna veikingar Bandaríkjadals, uppgjörsmynt félagsins. Forstjórinn segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Greinilegt sé að þeir kæri sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar.

Viðskipti innlent

„Þetta endar náttúru­lega á sak­lausu fólki“

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir félagið hafa þurft að loka fiskvinnslu og segja upp fimmtíu starfsmönnum vegna hækkunar veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Líklegt sé að til svipaðra aðgerða verði gripið víða á landsbyggðinni á næstunni.

Viðskipti innlent

Hafna al­farið um­mælum um ís­lensk gagnaver og peninga­þvætti

Forsvarsmenn Samtaka gagnavera og Samtaka iðnaðarins hafna alfarið ummælum forstöðumanns netöryggissveitar Íslands, CERT-IS, um að íslenskur gagnversiðnaður og íslensk gagnaver séu meira aðlaðandi en önnur fyrir peningaþvætti. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum segir að allir félagsmenn Samtaka gagnvera, sem reki alhliða gagnaver, hafi sótt sér alþjóðlegar öryggisvottanir.

Viðskipti innlent

Eignast meiri­hluta í Streifene­der

Embla Medical, móðurfélag Össurar, eignaðist í dag 51 prósenta hlut í þýska stoðtækjafyrirtækinu Streifeneder ortho.production GmbH (“Streifeneder”) eftir að kaupin voru samþykkt af eftirlitsaðilum í Þýskalandi.

Viðskipti innlent

Starfs­menn sem ljúga

Við erum flest alin upp við að það að segja alltaf satt og rétt frá, skiptir öllu máli. Enda hvimleiður vani að ljúga.

Atvinnulíf

Rekstur Árborgar já­kvæður og bæjar­stjóri fagnar

Rekstur Árborgar var jákvæðir um 352 milljónir samkvæmt nýju sex mánaða árshlutauppgjöri. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að samkvæmt uppgjörinu hafi áfram tekist að bæta rekstrarstöðu sveitarfélagsins og það skili sér í betri fjárhagslegri stöðu og auknum stöðugleika.

Viðskipti innlent

Arnar og Ei­ríkur til Fossa

Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson hafa verið ráðnir til Fossa fjárfestingarbanka. Þar segir að Arnar hafi verið ráðinn í teymi fjárstýringar en Eiríkur í teymi markaðsviðskipta.

Viðskipti innlent

Að púsla saman vinnu, auka­vinnu og lífinu

Flest okkar þekkjum það að vinna með námi. Þar sem skólinn var í rauninni starf númer eitt en síðan var það vinnan með skólanum. Sem oftar en ekki skipti okkur jafnvel meira máli því þannig fengum við pening til að lifa!

Atvinnulíf