Jafnvægi fasteigna og kaupmáttar 22. júní 2004 00:01 Ekki er jafnrík ástæða til þess að hafa áhyggjur af hækkun húsnæðisverðs hér á landi og í mörgum nágrannaríkjanna. Þetta er niðurstaða Tryggva Þórs Herbertssonar og Axels Hall, hagfræðinga á Hagfræðistofnun. Mikil umræða hefur verið um svokallaðar eignabólur á fasteignamörkuðum víða um heim. Fasteignaverð hefur hækkað mikið hér á landi á undanförnum árum líkt og í nágrannalöndunum. "Hækkunin hér endurspeglar leiðréttingu og hversu mikið kaupmáttur hefur hækkað hér á landi," segir Tryggvi Þór Herbertsson. Tryggvi segir mikla fylgni á milli kaupmáttar og húsnæðisverðs. "Rannsóknir sýna að fjölskyldur eyða nokkuð svipuðu hlutfalli af launum sínum í húsnæði." Hann segir fleiri þætti koma við sögu svo sem þróun langtímavaxta. "Flestir eru þeirrar skoðunar að langtímavextir muni fara lækkandi í vestrænum á næstu árum. Það þýðir að flestir ættu að vera tilbúnir að taka hærri lán." Í Bretlandi og á Spáni hafa menn töluverðar áhyggjur af því að eignaverð muni lækka í snöggri verðleiðréttingu. Fasteignaverð hefur hækkað langt umfram kaupmátt launa. Líkur á verðleiðréttingu húsnæðis í þessum löndum eru því margfallt meiri en hér á landi. Meðal hagfræðinga eru þær raddir uppi að hugsanlega sé hækkun húsnæðisverðs komin til að vera. Fólk sé einfaldlega tilbúið að verja stærri hluta tekna sinna til kaupa á húsnæði. Tryggvi segir að það hafi komið þeim á óvart eftir mikla umræðu um að hækkun fasteignaverðs sé farið úr böndum og lækkun sé óumflýjanleg, að sjá að húsnæði er í jafnvægi við kaupmáttinn þegar horft sé yfir lengra tímabil. Hann segir að þumalputtareglan til dæmis í Bandaríkjunum sé sú að fólk kaupi húsnæði sem kosti þriggja ára laun. "Þetta hlutfall er núna komið í fimm í Bandaríkjunum. Þeir sem eru með fimm milljónir í árstekjur eru þá að kaupa 25 milljón króna húseignir." Tryggvi segist vel skilja áhyggjur breska Seðlabankans af fasteignaverði. Miðað við þær forsendur sem Tryggvi og Axel gefa sér í leitinni að jafnvæi fasteignamarkaðar þyrfti húsnæðisverð að lækka um 25 prósent í Bretlandi miðað við hlutfall launa og fasteignaverðs eins og það hefur verið að meðaltali síðustu 20 ár. Hér á landi þyrfti óverulega lækkun til þess að ná þessu hlutfalli. "Þetta er því nánast í jafnvægi og ekki rétt að tala um verðhækkanir fasteigna á Íslandi með sama hætti og eðlilegt er að ræða um slíkar hækkanir í löndum þar sem hækkun fasteigna hefur farið verulega fram úr hækkun launa." Viðskipti Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Sjá meira
Ekki er jafnrík ástæða til þess að hafa áhyggjur af hækkun húsnæðisverðs hér á landi og í mörgum nágrannaríkjanna. Þetta er niðurstaða Tryggva Þórs Herbertssonar og Axels Hall, hagfræðinga á Hagfræðistofnun. Mikil umræða hefur verið um svokallaðar eignabólur á fasteignamörkuðum víða um heim. Fasteignaverð hefur hækkað mikið hér á landi á undanförnum árum líkt og í nágrannalöndunum. "Hækkunin hér endurspeglar leiðréttingu og hversu mikið kaupmáttur hefur hækkað hér á landi," segir Tryggvi Þór Herbertsson. Tryggvi segir mikla fylgni á milli kaupmáttar og húsnæðisverðs. "Rannsóknir sýna að fjölskyldur eyða nokkuð svipuðu hlutfalli af launum sínum í húsnæði." Hann segir fleiri þætti koma við sögu svo sem þróun langtímavaxta. "Flestir eru þeirrar skoðunar að langtímavextir muni fara lækkandi í vestrænum á næstu árum. Það þýðir að flestir ættu að vera tilbúnir að taka hærri lán." Í Bretlandi og á Spáni hafa menn töluverðar áhyggjur af því að eignaverð muni lækka í snöggri verðleiðréttingu. Fasteignaverð hefur hækkað langt umfram kaupmátt launa. Líkur á verðleiðréttingu húsnæðis í þessum löndum eru því margfallt meiri en hér á landi. Meðal hagfræðinga eru þær raddir uppi að hugsanlega sé hækkun húsnæðisverðs komin til að vera. Fólk sé einfaldlega tilbúið að verja stærri hluta tekna sinna til kaupa á húsnæði. Tryggvi segir að það hafi komið þeim á óvart eftir mikla umræðu um að hækkun fasteignaverðs sé farið úr böndum og lækkun sé óumflýjanleg, að sjá að húsnæði er í jafnvægi við kaupmáttinn þegar horft sé yfir lengra tímabil. Hann segir að þumalputtareglan til dæmis í Bandaríkjunum sé sú að fólk kaupi húsnæði sem kosti þriggja ára laun. "Þetta hlutfall er núna komið í fimm í Bandaríkjunum. Þeir sem eru með fimm milljónir í árstekjur eru þá að kaupa 25 milljón króna húseignir." Tryggvi segist vel skilja áhyggjur breska Seðlabankans af fasteignaverði. Miðað við þær forsendur sem Tryggvi og Axel gefa sér í leitinni að jafnvæi fasteignamarkaðar þyrfti húsnæðisverð að lækka um 25 prósent í Bretlandi miðað við hlutfall launa og fasteignaverðs eins og það hefur verið að meðaltali síðustu 20 ár. Hér á landi þyrfti óverulega lækkun til þess að ná þessu hlutfalli. "Þetta er því nánast í jafnvægi og ekki rétt að tala um verðhækkanir fasteigna á Íslandi með sama hætti og eðlilegt er að ræða um slíkar hækkanir í löndum þar sem hækkun fasteigna hefur farið verulega fram úr hækkun launa."
Viðskipti Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Sjá meira