Draumahelgin 24. júní 2004 00:01 Hilmar Hansson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, myndi að sjálfsögðu vilja eyða draumahelginni standandi í vatni upp að mitti. "Á föstudagsmorgni myndi ég bruna norður í land og áður en ég vissi af væri ég staddur í Laxá í Aðaldal sem er ein fallegasta á landsins og náttúrufegurðin alveg sérstök. Æðarfossar, Hólmavatnsstíflan og Brúarflúð eru allt saman miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Á þessum tíma er fuglalífið alveg stórkostlegt, allir fuglar sem ég get látið mér detta í hug og mikið líf. Í fyrra var ég í Aðaldalnum að veiða og konan mín hringdi, og þegar smáþögn kom í símtalið hélt hún að ég væri farinn að liggja á eggjum, slíkur var söngurinn. Á laugardagsmorguninn myndi ég svo vera kominn í Norðurá og byrja að veiða á Eyrinni þar kl. 7 árdegis. Ég myndi svo taka Eyrina, Myrkhyl, Laugakvörn og áfram eftir ánni og enda niðri í Stekk. Ég myndi borða í Veiðihúsinu á Rjúpnaási hjá Guðmundi Viðarssyni kokki þar. Ég myndi borða víkingasteikina hans Guðmundar og eplaköku í eftirrétt. Ég fékk þetta um daginn hjá honum og væri alveg til í að borða það aftur." Hvað myndirðu veiða? "Í Aðaldalnum myndi ég vilja veiða stóra fallega laxa, draumurinn væri að fá stórlax þar. Ef ég fengi stóra hrygnu myndi ég sleppa henni og leggja inn fyrir góðri hrygningu í haust. Ég myndi hins vegar vilja lenda í ævintýri á Eyrinni í Norðurá," segir Hilmar leyndardómsfullur. Hann vill ekki láta of mikið uppi um ævintýrin sem gerast þar. "Eyrin býður upp á töfrastundir og það væri gaman að lenda á einni svoleiðis þegar laxarnir stökkva næstum því á mann. Laxinn úr Norðurá myndi ég grilla með fjölskyldunni. Á sunnudaginn færi ég svo á Þingvöll og veiddi feitar og fallegar kuðungableikjur sem eru gráðugar á þessum tíma. Nú eru þær komnar upp að landi til að háma í sig æti og veiðimaðurinn nýtir sér það." Og hvernig verður veðrið? "Um þessa helgi verður sól alls staðar þar sem ég er á landinu." Hvernig verður helgin svo hjá Hilmari í alvörunni? "Á laugardaginn fer ég að veiða í Iðunni þar sem Stóra-Laxá rennur í Hvítá í Árnessýslu og á sunnudaginn fer ég á Veiðidag fjölskyldunnar á Þingvöllum og nýti mér boð Landssambands stangveiðifélaga. Þá fá allir að veiða án endurgjalds í mörgum helstu veiðivötnum landsins og ég missi að sjálfsögðu ekki af því." Ferðalög Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hilmar Hansson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, myndi að sjálfsögðu vilja eyða draumahelginni standandi í vatni upp að mitti. "Á föstudagsmorgni myndi ég bruna norður í land og áður en ég vissi af væri ég staddur í Laxá í Aðaldal sem er ein fallegasta á landsins og náttúrufegurðin alveg sérstök. Æðarfossar, Hólmavatnsstíflan og Brúarflúð eru allt saman miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Á þessum tíma er fuglalífið alveg stórkostlegt, allir fuglar sem ég get látið mér detta í hug og mikið líf. Í fyrra var ég í Aðaldalnum að veiða og konan mín hringdi, og þegar smáþögn kom í símtalið hélt hún að ég væri farinn að liggja á eggjum, slíkur var söngurinn. Á laugardagsmorguninn myndi ég svo vera kominn í Norðurá og byrja að veiða á Eyrinni þar kl. 7 árdegis. Ég myndi svo taka Eyrina, Myrkhyl, Laugakvörn og áfram eftir ánni og enda niðri í Stekk. Ég myndi borða í Veiðihúsinu á Rjúpnaási hjá Guðmundi Viðarssyni kokki þar. Ég myndi borða víkingasteikina hans Guðmundar og eplaköku í eftirrétt. Ég fékk þetta um daginn hjá honum og væri alveg til í að borða það aftur." Hvað myndirðu veiða? "Í Aðaldalnum myndi ég vilja veiða stóra fallega laxa, draumurinn væri að fá stórlax þar. Ef ég fengi stóra hrygnu myndi ég sleppa henni og leggja inn fyrir góðri hrygningu í haust. Ég myndi hins vegar vilja lenda í ævintýri á Eyrinni í Norðurá," segir Hilmar leyndardómsfullur. Hann vill ekki láta of mikið uppi um ævintýrin sem gerast þar. "Eyrin býður upp á töfrastundir og það væri gaman að lenda á einni svoleiðis þegar laxarnir stökkva næstum því á mann. Laxinn úr Norðurá myndi ég grilla með fjölskyldunni. Á sunnudaginn færi ég svo á Þingvöll og veiddi feitar og fallegar kuðungableikjur sem eru gráðugar á þessum tíma. Nú eru þær komnar upp að landi til að háma í sig æti og veiðimaðurinn nýtir sér það." Og hvernig verður veðrið? "Um þessa helgi verður sól alls staðar þar sem ég er á landinu." Hvernig verður helgin svo hjá Hilmari í alvörunni? "Á laugardaginn fer ég að veiða í Iðunni þar sem Stóra-Laxá rennur í Hvítá í Árnessýslu og á sunnudaginn fer ég á Veiðidag fjölskyldunnar á Þingvöllum og nýti mér boð Landssambands stangveiðifélaga. Þá fá allir að veiða án endurgjalds í mörgum helstu veiðivötnum landsins og ég missi að sjálfsögðu ekki af því."
Ferðalög Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira