Fimmti hver skilaði auðu 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hlutfall auðra seðla væri lítil uppskera miðað við baráttuna gegn sér að undanförnu. Í þeirri baráttu telur hann Morgunblaðið hafa verið í fylkingarbrjósti. Hann þakkaði traustið sem honum væri sýnt með endurkjörinu. Hann sagði að það væri fátítt í lýðræðisríki að forseti hlyti svo afgerandi stuðning í kosningum. Ólafur Ragnar fékk sem fyrr segir ríflega 85 prósent gildra atkvæða, en séu auðir og ógildir seðlar teknir með í reikninginn fékk hann 67,5 prósent. Baldur Ágústsson lagði áherslu á að hann nyti margfalds fylgis á við Ástþór Magnússon, sem hefði verið miklu lengur í eldinum en hann, og væri með sínu tólf og hálfa prósenti með fleiri atkvæði en sérfræðingarnir hefðu spáð honum fyrirfram. Ástþór Magnússon var ósáttur með sinn hlut, tæp 2 prósent, og skildi ekkert í þeim fjölda fólks sem kaus Ólaf Ragnar. Ástþór sagðist þó hafa fleiri stuðningsmenn en sjálfur kristur á sínum tíma. Hann sagði að þó þjóðin kysi að krossfesta hann í þessum kosningum hans bindi það ekki enda á málstað hans. Hann muni halda áfram ótrauður. Þá spáði hann því að fyrir lok ársins 2006 væri búið að sprengja kjarnorkusprengju. Kjörsókn á landinu nam aðeins 63 prósentum tæpum og hefur aldreið verið minni hér á landi. Til dæmis var hún tæp 73 prósent í forsetakosningunum 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn forseta Íslands, sem þá var Vigdís Finnbogadóttir. Kjörsóknin var minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðausturkjördæmi og munar fjórum prósentustigum. Greinilegur munur er á suðvesturhorninu og öðrum hlutum landsins þegar kemur að auðum seðlum. Mun fleiri skiluðu auðu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Kraganum en í hinum þremur kjördæmunum. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur sömuleiðis meiri stuðnings utan höfuðborgarsvæðisins og nágrennis en innan þess. Fyrstu tölur voru gerðar opinberar strax þegar kjörstöðum var lokað í gærkvöld, klukkan tíu, og þær síðustu rétt eftir klukkan hálf sjö í morgun. Þurfti að flytja kjörkassa með bíl alla leið frá Höfn í Hornafirði á Selfoss og þangað flaug einnig þyrla Landhelgisgæslunnar í mjög slæmu veðri með kjörkassa úr Vestmannaeyjum. Þá er um langan veg að fara með gögnin í Norðvesturkjördæmi. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hlutfall auðra seðla væri lítil uppskera miðað við baráttuna gegn sér að undanförnu. Í þeirri baráttu telur hann Morgunblaðið hafa verið í fylkingarbrjósti. Hann þakkaði traustið sem honum væri sýnt með endurkjörinu. Hann sagði að það væri fátítt í lýðræðisríki að forseti hlyti svo afgerandi stuðning í kosningum. Ólafur Ragnar fékk sem fyrr segir ríflega 85 prósent gildra atkvæða, en séu auðir og ógildir seðlar teknir með í reikninginn fékk hann 67,5 prósent. Baldur Ágústsson lagði áherslu á að hann nyti margfalds fylgis á við Ástþór Magnússon, sem hefði verið miklu lengur í eldinum en hann, og væri með sínu tólf og hálfa prósenti með fleiri atkvæði en sérfræðingarnir hefðu spáð honum fyrirfram. Ástþór Magnússon var ósáttur með sinn hlut, tæp 2 prósent, og skildi ekkert í þeim fjölda fólks sem kaus Ólaf Ragnar. Ástþór sagðist þó hafa fleiri stuðningsmenn en sjálfur kristur á sínum tíma. Hann sagði að þó þjóðin kysi að krossfesta hann í þessum kosningum hans bindi það ekki enda á málstað hans. Hann muni halda áfram ótrauður. Þá spáði hann því að fyrir lok ársins 2006 væri búið að sprengja kjarnorkusprengju. Kjörsókn á landinu nam aðeins 63 prósentum tæpum og hefur aldreið verið minni hér á landi. Til dæmis var hún tæp 73 prósent í forsetakosningunum 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn forseta Íslands, sem þá var Vigdís Finnbogadóttir. Kjörsóknin var minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðausturkjördæmi og munar fjórum prósentustigum. Greinilegur munur er á suðvesturhorninu og öðrum hlutum landsins þegar kemur að auðum seðlum. Mun fleiri skiluðu auðu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Kraganum en í hinum þremur kjördæmunum. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur sömuleiðis meiri stuðnings utan höfuðborgarsvæðisins og nágrennis en innan þess. Fyrstu tölur voru gerðar opinberar strax þegar kjörstöðum var lokað í gærkvöld, klukkan tíu, og þær síðustu rétt eftir klukkan hálf sjö í morgun. Þurfti að flytja kjörkassa með bíl alla leið frá Höfn í Hornafirði á Selfoss og þangað flaug einnig þyrla Landhelgisgæslunnar í mjög slæmu veðri með kjörkassa úr Vestmannaeyjum. Þá er um langan veg að fara með gögnin í Norðvesturkjördæmi.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira