Harður og óvenjulegur tónn 28. júní 2004 00:01 "Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Ólafur Ragnar sagði Morgunblaðið hafa skrifað gegn sér, jafnt í ritstjórnarefni sem fréttaskrifum, og nefndi sérstaklega forsíðufrétt blaðsins á kjördag þar sem greint var frá að auðir seðlar yrðu í fyrsta sinn taldir sérstaklega samhliða gildum atkvæðum. Þá frétt túlkaði hann sem ábendingu til lesenda um að skila auðu. "Þessi harði tónn milli Morgunblaðsins og forsetans er óvenjulegur en það er auðvitað rétt sem Ólafur Ragnar segir að Morgunblaðið hefur brugðist mjög harkalega við þeirri ráðstöfun hans að beita synjunarvaldinu," segir Þorbjörn. Aðspurður hvort líklegt sé að blað og forseti slíðri sverðin segist Þorbjörn heldur búast við að svo verði. "Ég er allavega handviss um að Ólafur Ragnar mun ekki erfa þetta við Morgunblaðið. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa gert sitt besta til að ná sér niður á fjölmiðlum sem þeim mislíkar við, með því t.d. að neita þeim um viðtöl. Það væri mjög ólíkt Ólafi Ragnari því ef þú lítur yfir feril hans þá sést að hann er alveg laus við langrækni. Og það er kannski eitt sterkasta einkenni Ólafs Ragnars. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvað Morgunblaðið gerir. Það tekur sjálft sig mjög alvarlega en blaðið vill, og gerir með nokkrum rétti tilkall til þess að vera blað allra landsmanna og það getur auðvitað ekki leyft sér neinar erjur sem eru bundnar einhverjum tilfinningaskýringum. Það verður bara að stunda opna blaðamennsku." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
"Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Ólafur Ragnar sagði Morgunblaðið hafa skrifað gegn sér, jafnt í ritstjórnarefni sem fréttaskrifum, og nefndi sérstaklega forsíðufrétt blaðsins á kjördag þar sem greint var frá að auðir seðlar yrðu í fyrsta sinn taldir sérstaklega samhliða gildum atkvæðum. Þá frétt túlkaði hann sem ábendingu til lesenda um að skila auðu. "Þessi harði tónn milli Morgunblaðsins og forsetans er óvenjulegur en það er auðvitað rétt sem Ólafur Ragnar segir að Morgunblaðið hefur brugðist mjög harkalega við þeirri ráðstöfun hans að beita synjunarvaldinu," segir Þorbjörn. Aðspurður hvort líklegt sé að blað og forseti slíðri sverðin segist Þorbjörn heldur búast við að svo verði. "Ég er allavega handviss um að Ólafur Ragnar mun ekki erfa þetta við Morgunblaðið. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa gert sitt besta til að ná sér niður á fjölmiðlum sem þeim mislíkar við, með því t.d. að neita þeim um viðtöl. Það væri mjög ólíkt Ólafi Ragnari því ef þú lítur yfir feril hans þá sést að hann er alveg laus við langrækni. Og það er kannski eitt sterkasta einkenni Ólafs Ragnars. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvað Morgunblaðið gerir. Það tekur sjálft sig mjög alvarlega en blaðið vill, og gerir með nokkrum rétti tilkall til þess að vera blað allra landsmanna og það getur auðvitað ekki leyft sér neinar erjur sem eru bundnar einhverjum tilfinningaskýringum. Það verður bara að stunda opna blaðamennsku."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira