Gamalt ákvæði í nýju frumvarpi 6. júlí 2004 00:01 Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Þetta ákvæði var numið úr gildi að kröfu Framsóknarflokksins í fyrra frumvarpinu, milli annarar og þriðju umræðu um miðjan maí og formaður flokksins sagði að hann teldi breytingarnar til mikilla bóta. Þær sneru að tveimur atriðum, fyrirtæki máttu eiga 35 prósent í fjölmiðlafyrirtæki en hlutfallið var 25 prósent áður. Hin breytingin sem formaðurinn tiltók sem sérlega mikilvæga, var að núverandi útvarpsleyfi rynnu ekki út fyrr en eftir gildistíma sinn og aldrei fyrr en eftir tvö ár. Hann sagðist vera öruggari með frumvarpið með tilliti til stjórnarskrárinnar eftir breytingarnar. Það kemur því talsvert á óvart vegna þessarar yfirlýsingar að samkvæmt frumvarpinu núna getur útvarpsréttarnefnd afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin öðlast gildi ef markmiðum laganna um eignarhald hefur ekki verið náð fyrir þann tíma. Þótt þau séu ekki runnin út. Á móti kemur að gert er ráð fyrir aðeins lengri aðlögunartíma í nýja frumvarpinu en lögin taka ekki gildi fyrr en fyrsta september árið 2007. Kristinn H. Gunnarsson var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn fjölmiðlalögunum og hann segir að andstaða sín við þau sé óbreytt. Hann var ekki viðstaddur þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær og segist enn vera að kynna sér nýja frumvarpið og vilji ræða við formanninn og þingflokkinn á morgun áður en hann tjái sig um málið. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Þetta ákvæði var numið úr gildi að kröfu Framsóknarflokksins í fyrra frumvarpinu, milli annarar og þriðju umræðu um miðjan maí og formaður flokksins sagði að hann teldi breytingarnar til mikilla bóta. Þær sneru að tveimur atriðum, fyrirtæki máttu eiga 35 prósent í fjölmiðlafyrirtæki en hlutfallið var 25 prósent áður. Hin breytingin sem formaðurinn tiltók sem sérlega mikilvæga, var að núverandi útvarpsleyfi rynnu ekki út fyrr en eftir gildistíma sinn og aldrei fyrr en eftir tvö ár. Hann sagðist vera öruggari með frumvarpið með tilliti til stjórnarskrárinnar eftir breytingarnar. Það kemur því talsvert á óvart vegna þessarar yfirlýsingar að samkvæmt frumvarpinu núna getur útvarpsréttarnefnd afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin öðlast gildi ef markmiðum laganna um eignarhald hefur ekki verið náð fyrir þann tíma. Þótt þau séu ekki runnin út. Á móti kemur að gert er ráð fyrir aðeins lengri aðlögunartíma í nýja frumvarpinu en lögin taka ekki gildi fyrr en fyrsta september árið 2007. Kristinn H. Gunnarsson var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn fjölmiðlalögunum og hann segir að andstaða sín við þau sé óbreytt. Hann var ekki viðstaddur þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær og segist enn vera að kynna sér nýja frumvarpið og vilji ræða við formanninn og þingflokkinn á morgun áður en hann tjái sig um málið.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira