Breytingar á pistli sagðar tilraun 7. júlí 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum". Sigurður Líndal hafði lagt það til að Alþingi afturkallaði lögin. Um þá tillögu sagði Björn í pistli sínum: "Sigurður Líndal [...] lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni". Þegar Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn um hvort hann stæði enn við fyrri ummæli sín sagði hann meðal annars: "Ég stend við, að unnt er að líta á þetta sem Sigurður Líndal var að kynna sem brellu.. Í kjölfar fyrirspurnarinnar breytti Björn síðan textanum á heimasíðu sinni í tvígang. Fyrst tók hann út orðið "brella" og bætti því svo aftur inn innan gæsalappa áður en hann færði textann aftur í upprunalegt horf. Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn varðandi breytingar hans á texta pistilsins. Var hann spurður hvers vegna þessar breytingar hafi verið gerðar á pistlinum og hvort það væri algengt að hann breyti gömlum pistlum á heimasíðu sinni? Svar Björns var eftirfarandi: "Sæl Sigríður Dögg. Ég var einmitt að kanna, hvort ekki væri verið farið að fylgjast með þessum texta á vefsíðu minni og ákvað að gera þessa tilraun héðan frá Peking til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum, breytti honum því tvisvar sinnum með stuttu millibili, áður en ég setti hann aftur í sitt upprunalega horf. Tilraunin var þess virði, eins og bréf þitt sýnir. Ég þakka þér fyrir að taka þátt í henni. Ef hún verður þér fréttaefni, staðfestir það enn í mínum huga, hve mikils síða mín er metin og það, sem þar stendur. Síðunni er ekki breytt eftir að efni er komið inn á hana nema um augljósa villu sé að ræða." Ekki fengust svör frá dómsmálaráðuneytinu um hverra erinda dómsmálaráðherra væri í Peking. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum". Sigurður Líndal hafði lagt það til að Alþingi afturkallaði lögin. Um þá tillögu sagði Björn í pistli sínum: "Sigurður Líndal [...] lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni". Þegar Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn um hvort hann stæði enn við fyrri ummæli sín sagði hann meðal annars: "Ég stend við, að unnt er að líta á þetta sem Sigurður Líndal var að kynna sem brellu.. Í kjölfar fyrirspurnarinnar breytti Björn síðan textanum á heimasíðu sinni í tvígang. Fyrst tók hann út orðið "brella" og bætti því svo aftur inn innan gæsalappa áður en hann færði textann aftur í upprunalegt horf. Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn varðandi breytingar hans á texta pistilsins. Var hann spurður hvers vegna þessar breytingar hafi verið gerðar á pistlinum og hvort það væri algengt að hann breyti gömlum pistlum á heimasíðu sinni? Svar Björns var eftirfarandi: "Sæl Sigríður Dögg. Ég var einmitt að kanna, hvort ekki væri verið farið að fylgjast með þessum texta á vefsíðu minni og ákvað að gera þessa tilraun héðan frá Peking til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum, breytti honum því tvisvar sinnum með stuttu millibili, áður en ég setti hann aftur í sitt upprunalega horf. Tilraunin var þess virði, eins og bréf þitt sýnir. Ég þakka þér fyrir að taka þátt í henni. Ef hún verður þér fréttaefni, staðfestir það enn í mínum huga, hve mikils síða mín er metin og það, sem þar stendur. Síðunni er ekki breytt eftir að efni er komið inn á hana nema um augljósa villu sé að ræða." Ekki fengust svör frá dómsmálaráðuneytinu um hverra erinda dómsmálaráðherra væri í Peking.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Sjá meira