Umhverfi fjölmiðla í Evrópu 7. júlí 2004 00:01 Tvær ástæður eru fyrir því að aukin samþjöppun hefur orðið á fjölmiðlamarkaði í Evrópu undanfarinn áratug, að sögn David Ward, aðalhöfundar skýrslu um fjölmiðlamarkaði í tíu Evrópulöndum sem unnin var að beiðni hollenska útvarpsráðsins. "Í fyrsta lagi auðvelda tæknilegar framfarir starfandi fjölmiðlafyrirtækjum, þá sérstaklega ljósvakamiðlum, að auka við framboð á miðlum. Hins vegar er það vegna þess að slakað hefur verið á reglum um fjölmiðla í kjölfar afnáms á einokun ríkismiðla sem hófst á áttunda áratugnum," segir Ward. Sú þróun sem orðið hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði endurspeglar það sem gerst hefur í Evrópu. Að sögn Ward hafa fjölmiðlar færst á færri hendur og fjölmiðlasamsteypur fara stækkandi. "Ástæðan er að mörgu leyti skiljanleg og ræðst af stærðarhagkvæmni. Sem dæmi eru í flestum þeirra landa sem könnunin náði til aðeins örfá útgáfufyrirtæki þrátt fyrir að telja megi í þúsundum titla dagblaða og tímarita í Evrópu," segir Ward. Hann segir að sömuleiðis hafi orðið samþjöppun á ljósvakamarkaði sem stafi af vexti fyrirtækja vegna velgengni eða samruna og yfirtöku. Samkeppnislög æ mikilvægari Fjölda ólíkra aðferða er beitt í því skyni að stemma stigu við samþjöppun á eignarhaldi og viðhalda fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði í löndunum tíu. "Samkeppnislög hafa orðið æ mikilvægari þáttur í því að skera úr um hvort samruni eða yfirtaka fyrirtækja á fjölmiðlamarkaði muni hafa slæm áhrif á markaðinn," segir Ward. "Það er þó alltaf erfitt að meta hvort yfirtaka og samruni fjölmiðlafyrirtækja eigi rétt á sér eða ekki, sérstaklega á litlum markaði. Ef tekið er dæmi af dagblaðamarkaði með þremur dagblöðum þar sem eitt á í fjárhagserfiðleikum. Hvort er betra að banna eða leyfa yfirtöku annars af hinum tveimur fyrirtækjunum á blaðinu? Ef yfirtakan yrði bönnuð endaði blaðið líklega í gjaldþroti og því einungis tvö blöð eftir á markaði. Ef yfirtakan yrði leyfð, er hugsanlegt að samruni tveggja blaða ætti sér stað og því einungis tvö blöð eftir á markaðinum," segir Ward. Hann segir að nauðsynlegt sé að tekið sé mið af markaðsaðstæðum hverju sinni þegar teknar séu ákvarðanir um hvort yfirvöld eigi að skerast í leikinn þegar útlit er fyrir að breyting muni eiga sér stað á eignarhaldi á fjölmiðlafyritækjum. Ekki sé hægt að miða við reglur í öðrum löndum, sérstaklega þegar um lítinn markað er að ræða, því afar mismunandi sé hvaða áhrif breytingar á eignarhaldi hafi hverju sinni. Oft sérhannaðar reglugerðir Sérhannaðar reglugerðir um fjölmiðla eru við lýði í mörgum þeirra landa sem fjallað er um í skýrslunni. Þær spanna allt frá hámarki á markaðsaðild hvers og eins ljósvakamiðils og fjölbreytni í eignaraðild til reglna sem ekki eru jafn sérsniðnar gagnvart fjölmiðlum og byggja á því að viðhalda eðlilegri samkeppni á mörkuðum. Í sumum tilfellum eru sérstök skilyrði í samkeppnislögum sem taka til yfirtöku og samruna fjölmiðlafyrirtækja. Í öðrum löndum gilda sömu samkeppnisreglur um fjölmiðla og hver önnur fyrirtæki. "Flest þeirra landa sem hafa sérstakar reglur um hámarksmarkaðsaðild fjölmiðlafyrirtækja á markaði standa nú frammi fyrir því að fyrirtæki hafa náð þessu hámarki. Hins vegar virðist það vera vandamál hvernig bregðast eigi við þessari þróun. Ekki virðist vera til nein aðferð til að draga úr vexti fyrirtækja sem aukið hafa við markaðshlutdeild sína eingöngu vegna góðs gengis," segir Ward. Fjölbreytni fjölmiðla aldrei könnuð Að því er fram kemur í skýrslunni er samþjöppun á fjölmiðlamarkaði afar mismunandi eftir löndum og jafnframt innan hvers geira í löndunum tíu. Mikil samþjöppun í einum geira getur vegið upp á móti hóflegri samþjöppun í öðrum geira í sama landi. Hins vegar sýna útreikningar á samþjöppun á fjölmiðlamarkaði aukna samþjöppun í nær öllum geirum fjölmiðla sem skýrslan nær til. "Undanfarinn áratug hefur verið aukin samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlum í Evrópu og í kjölfarið hafa vaknað upp spurningar um fjölbreytni fjölmiðla," segir Ward. Spurður um hvort það sé öruggt að aukin samþjöppun á eignarhaldi leiði til minni fjölbreytni segir hann að þegar stórt sé spurt sé fátt um svör. "Það er tilhneigingin að halda að aukin samþjöppun á eignarhaldi leiði til frekari fábreytni í fjölmiðlun. Það hefur þó aldrei verið kannað, þó vissulega sé full ástæða til þess," segir Ward. Hann bendir á aðferðir sem Norðmenn hafa tileinkað sér, en skýrslan fjallar ekki um fjölmiðlamarkaðinn í Noregi. Þar hefur verið komið upp stofnun sem hefur eftirlit með efni fjölmiðla í því skyni að ganga úr skugga um að fjölbreytni í efnisvali sé gætt. Dagblöð á landsvísu óalgeng Ekki hefur einungis orðið aukning á samþjöppun á eignarhaldi ljósvakamiðla. Mikið hefur verið um sameiningu fyrirtækja í rekstri prentmiðla á undanförnum áratug. Ástæðan er sögð langtíma hnignun á lesendafjölda og aukin samkeppni frá öðrum fjölmiðlum um auglýsingatekjur. Mikill munur er á lesvenjum landanna og lesa fjórum sinnum fleiri Svíar til að mynda dagblöð en Ítalir. Sömuleiðis er mikill munur á uppbyggingu dagblaðamarkaðarins á milli landa. Í flestöllum landanna tíu er mjög öflugur héraðsdagblaðamarkaður og mjög lítill markaður fyrir dagblöð sem dreift er á landsvísu. Dagblaðamarkaðurinn í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð byggist nær eingöngu á héraðsdagblöðum. Í Belgíu, Lúxemborg og Sviss skiptist dagblaðamarkaðurinn eftir tungumálum. Einungis í Hollandi og Bretlandi er markaður fyrir dagblöð sem dreift er á landsvísu, eins og hér tíðkast. Ekki fordæmi um lagasetningu eftir á Spurður um áform íslensku ríksisstjórnarinnar um að setja sérstök lög um eignarhald á fjölmiðlum til að bregðast við þeirri auknu samþjöppun sem orðið hefur á eignarhaldi segir hann það einsdæmi að lög séu sett eftir á. "Ég myndi heldur aldrei mæla með því að lög væru sett sem yrðu til þess að brjóta þurfi upp starfandi fyrirtæki á markaði. Það verður að huga að því hverjar afleiðingarnar yrðu og hvort lögin myndu örugglega tryggja aukna fjölbreytni, eins og markmið þeirra hlýtur að vera, eða hreinlega draga úr fjölbreytni með því að fækka fyrirtækjum eða gera þeim erfiðara fyrir að halda áfram að starfa," segir Ward. Hann segir það fyllilega ljóst að afar mikilvægt sé að kanna markaðinn áður en hafist er handa við að bregðast við fákeppni. Lönd þurfi að setja sér eigin stuðla, en ekki miða eingöngu við það sem er að gerast í öðrum löndum. "Markaðurinn í Belgíu og Lúxemburg er til að mynda töluvert ólíkur því sem er að gerast í Bretlandi og Þýskalandi. Þar eru aðrar aðstæður og ræðst fyrst og fremst af tungumálaaðstæðum. Það væri ekki hægt að setja sömu lög og reglur um fjölmiðla sem starfa við svo ólíkar aðstæður," segir Ward. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Tvær ástæður eru fyrir því að aukin samþjöppun hefur orðið á fjölmiðlamarkaði í Evrópu undanfarinn áratug, að sögn David Ward, aðalhöfundar skýrslu um fjölmiðlamarkaði í tíu Evrópulöndum sem unnin var að beiðni hollenska útvarpsráðsins. "Í fyrsta lagi auðvelda tæknilegar framfarir starfandi fjölmiðlafyrirtækjum, þá sérstaklega ljósvakamiðlum, að auka við framboð á miðlum. Hins vegar er það vegna þess að slakað hefur verið á reglum um fjölmiðla í kjölfar afnáms á einokun ríkismiðla sem hófst á áttunda áratugnum," segir Ward. Sú þróun sem orðið hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði endurspeglar það sem gerst hefur í Evrópu. Að sögn Ward hafa fjölmiðlar færst á færri hendur og fjölmiðlasamsteypur fara stækkandi. "Ástæðan er að mörgu leyti skiljanleg og ræðst af stærðarhagkvæmni. Sem dæmi eru í flestum þeirra landa sem könnunin náði til aðeins örfá útgáfufyrirtæki þrátt fyrir að telja megi í þúsundum titla dagblaða og tímarita í Evrópu," segir Ward. Hann segir að sömuleiðis hafi orðið samþjöppun á ljósvakamarkaði sem stafi af vexti fyrirtækja vegna velgengni eða samruna og yfirtöku. Samkeppnislög æ mikilvægari Fjölda ólíkra aðferða er beitt í því skyni að stemma stigu við samþjöppun á eignarhaldi og viðhalda fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði í löndunum tíu. "Samkeppnislög hafa orðið æ mikilvægari þáttur í því að skera úr um hvort samruni eða yfirtaka fyrirtækja á fjölmiðlamarkaði muni hafa slæm áhrif á markaðinn," segir Ward. "Það er þó alltaf erfitt að meta hvort yfirtaka og samruni fjölmiðlafyrirtækja eigi rétt á sér eða ekki, sérstaklega á litlum markaði. Ef tekið er dæmi af dagblaðamarkaði með þremur dagblöðum þar sem eitt á í fjárhagserfiðleikum. Hvort er betra að banna eða leyfa yfirtöku annars af hinum tveimur fyrirtækjunum á blaðinu? Ef yfirtakan yrði bönnuð endaði blaðið líklega í gjaldþroti og því einungis tvö blöð eftir á markaði. Ef yfirtakan yrði leyfð, er hugsanlegt að samruni tveggja blaða ætti sér stað og því einungis tvö blöð eftir á markaðinum," segir Ward. Hann segir að nauðsynlegt sé að tekið sé mið af markaðsaðstæðum hverju sinni þegar teknar séu ákvarðanir um hvort yfirvöld eigi að skerast í leikinn þegar útlit er fyrir að breyting muni eiga sér stað á eignarhaldi á fjölmiðlafyritækjum. Ekki sé hægt að miða við reglur í öðrum löndum, sérstaklega þegar um lítinn markað er að ræða, því afar mismunandi sé hvaða áhrif breytingar á eignarhaldi hafi hverju sinni. Oft sérhannaðar reglugerðir Sérhannaðar reglugerðir um fjölmiðla eru við lýði í mörgum þeirra landa sem fjallað er um í skýrslunni. Þær spanna allt frá hámarki á markaðsaðild hvers og eins ljósvakamiðils og fjölbreytni í eignaraðild til reglna sem ekki eru jafn sérsniðnar gagnvart fjölmiðlum og byggja á því að viðhalda eðlilegri samkeppni á mörkuðum. Í sumum tilfellum eru sérstök skilyrði í samkeppnislögum sem taka til yfirtöku og samruna fjölmiðlafyrirtækja. Í öðrum löndum gilda sömu samkeppnisreglur um fjölmiðla og hver önnur fyrirtæki. "Flest þeirra landa sem hafa sérstakar reglur um hámarksmarkaðsaðild fjölmiðlafyrirtækja á markaði standa nú frammi fyrir því að fyrirtæki hafa náð þessu hámarki. Hins vegar virðist það vera vandamál hvernig bregðast eigi við þessari þróun. Ekki virðist vera til nein aðferð til að draga úr vexti fyrirtækja sem aukið hafa við markaðshlutdeild sína eingöngu vegna góðs gengis," segir Ward. Fjölbreytni fjölmiðla aldrei könnuð Að því er fram kemur í skýrslunni er samþjöppun á fjölmiðlamarkaði afar mismunandi eftir löndum og jafnframt innan hvers geira í löndunum tíu. Mikil samþjöppun í einum geira getur vegið upp á móti hóflegri samþjöppun í öðrum geira í sama landi. Hins vegar sýna útreikningar á samþjöppun á fjölmiðlamarkaði aukna samþjöppun í nær öllum geirum fjölmiðla sem skýrslan nær til. "Undanfarinn áratug hefur verið aukin samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlum í Evrópu og í kjölfarið hafa vaknað upp spurningar um fjölbreytni fjölmiðla," segir Ward. Spurður um hvort það sé öruggt að aukin samþjöppun á eignarhaldi leiði til minni fjölbreytni segir hann að þegar stórt sé spurt sé fátt um svör. "Það er tilhneigingin að halda að aukin samþjöppun á eignarhaldi leiði til frekari fábreytni í fjölmiðlun. Það hefur þó aldrei verið kannað, þó vissulega sé full ástæða til þess," segir Ward. Hann bendir á aðferðir sem Norðmenn hafa tileinkað sér, en skýrslan fjallar ekki um fjölmiðlamarkaðinn í Noregi. Þar hefur verið komið upp stofnun sem hefur eftirlit með efni fjölmiðla í því skyni að ganga úr skugga um að fjölbreytni í efnisvali sé gætt. Dagblöð á landsvísu óalgeng Ekki hefur einungis orðið aukning á samþjöppun á eignarhaldi ljósvakamiðla. Mikið hefur verið um sameiningu fyrirtækja í rekstri prentmiðla á undanförnum áratug. Ástæðan er sögð langtíma hnignun á lesendafjölda og aukin samkeppni frá öðrum fjölmiðlum um auglýsingatekjur. Mikill munur er á lesvenjum landanna og lesa fjórum sinnum fleiri Svíar til að mynda dagblöð en Ítalir. Sömuleiðis er mikill munur á uppbyggingu dagblaðamarkaðarins á milli landa. Í flestöllum landanna tíu er mjög öflugur héraðsdagblaðamarkaður og mjög lítill markaður fyrir dagblöð sem dreift er á landsvísu. Dagblaðamarkaðurinn í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð byggist nær eingöngu á héraðsdagblöðum. Í Belgíu, Lúxemborg og Sviss skiptist dagblaðamarkaðurinn eftir tungumálum. Einungis í Hollandi og Bretlandi er markaður fyrir dagblöð sem dreift er á landsvísu, eins og hér tíðkast. Ekki fordæmi um lagasetningu eftir á Spurður um áform íslensku ríksisstjórnarinnar um að setja sérstök lög um eignarhald á fjölmiðlum til að bregðast við þeirri auknu samþjöppun sem orðið hefur á eignarhaldi segir hann það einsdæmi að lög séu sett eftir á. "Ég myndi heldur aldrei mæla með því að lög væru sett sem yrðu til þess að brjóta þurfi upp starfandi fyrirtæki á markaði. Það verður að huga að því hverjar afleiðingarnar yrðu og hvort lögin myndu örugglega tryggja aukna fjölbreytni, eins og markmið þeirra hlýtur að vera, eða hreinlega draga úr fjölbreytni með því að fækka fyrirtækjum eða gera þeim erfiðara fyrir að halda áfram að starfa," segir Ward. Hann segir það fyllilega ljóst að afar mikilvægt sé að kanna markaðinn áður en hafist er handa við að bregðast við fákeppni. Lönd þurfi að setja sér eigin stuðla, en ekki miða eingöngu við það sem er að gerast í öðrum löndum. "Markaðurinn í Belgíu og Lúxemburg er til að mynda töluvert ólíkur því sem er að gerast í Bretlandi og Þýskalandi. Þar eru aðrar aðstæður og ræðst fyrst og fremst af tungumálaaðstæðum. Það væri ekki hægt að setja sömu lög og reglur um fjölmiðla sem starfa við svo ólíkar aðstæður," segir Ward.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira