Framsóknarflokkur minnstur 10. júlí 2004 00:01 Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mælist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en talsverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis 42,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prósent sögðust styðja flokkinn en einungis fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er einnig mun sterkari á landsbyggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylkinguna en 27,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningsmenn Vinstri grænna skiptust jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kemur í ljós að þrír flokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?" og tóku 60,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mælist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en talsverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis 42,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prósent sögðust styðja flokkinn en einungis fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er einnig mun sterkari á landsbyggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylkinguna en 27,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningsmenn Vinstri grænna skiptust jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kemur í ljós að þrír flokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?" og tóku 60,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira