Halldór hlusti á flokksmenn sína 11. júlí 2004 00:01 Alfreð Þorsteinsson forystumaður Framsóknarflokksins í borgarmálunum segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins stóralvarleg tíðindi en þar kemur fram að Framsóknarflokkurinn er minnstur íslenskra stjórnmálaflokka þar sem 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja flokkinn. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson formann flokksins í morgun en Alfreð Þorsteinsson segir að forysta flokksins hafi ekki gengið í takt við almenna flokksmenn. Hann hafi varað formanninn við en hann hafi ekki hlustað. Hann segir að ef þingmenn flokksins séu ósáttir við stefnu flokksins í fjölmiðlamálinu eigi þeir að fylgja sannfæringu sinni, ekki formanninum. Alfreð segir þessi tíðindi vera stóralvarleg og að í henni hljóti að felast í skýr skilaboð frá Framsóknarmönnum til flokksforystunnar, sem virðist ekki hafa gengið í takt við hinn almenna flokksmann. Hann telur að Framsóknarflokkurinn geti ekki elt Sjálfstæðisflokkinn í öllum þeim öfgum sem forysta hans hafi sýnt að undanförnu. Hann vildi benda á að Framsóknarflokkurinn væri ekki hægri flokkur heldur skilgreindi sig sem miðjuflokk sem legði áherslu á málamiðlanir. Hann hafi sem slíkur haft nokkuð sterka stöðu í íslenskum stjórnmálum. Hins vegar geti bara farið illa ef hann fylgi Sjálfstæðisflokknum svona grimmt eins og hann hafi gert í fjölmiðlamálinu. Alfreð segir að formaður flokksins þurfi að hlusta betur á flokksmenn sína. Hann segir engum vafa undirorpið að flokksmenn séu óánægðir með flokksforystuna og sætti sig ekki við þá stefnu sem flokkurinn hafi fylgt. Ennfremur segir Alfreð að þingmenn ættu að fylgja samvisku sinni og gera fomanni flokksins það ljóst að þeir treysti ekki stefnu hans. Hann hafi sjálfur varað formann við í byrjun árs en það hefði ekki verið hlustað á rök hans. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson forystumaður Framsóknarflokksins í borgarmálunum segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins stóralvarleg tíðindi en þar kemur fram að Framsóknarflokkurinn er minnstur íslenskra stjórnmálaflokka þar sem 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja flokkinn. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson formann flokksins í morgun en Alfreð Þorsteinsson segir að forysta flokksins hafi ekki gengið í takt við almenna flokksmenn. Hann hafi varað formanninn við en hann hafi ekki hlustað. Hann segir að ef þingmenn flokksins séu ósáttir við stefnu flokksins í fjölmiðlamálinu eigi þeir að fylgja sannfæringu sinni, ekki formanninum. Alfreð segir þessi tíðindi vera stóralvarleg og að í henni hljóti að felast í skýr skilaboð frá Framsóknarmönnum til flokksforystunnar, sem virðist ekki hafa gengið í takt við hinn almenna flokksmann. Hann telur að Framsóknarflokkurinn geti ekki elt Sjálfstæðisflokkinn í öllum þeim öfgum sem forysta hans hafi sýnt að undanförnu. Hann vildi benda á að Framsóknarflokkurinn væri ekki hægri flokkur heldur skilgreindi sig sem miðjuflokk sem legði áherslu á málamiðlanir. Hann hafi sem slíkur haft nokkuð sterka stöðu í íslenskum stjórnmálum. Hins vegar geti bara farið illa ef hann fylgi Sjálfstæðisflokknum svona grimmt eins og hann hafi gert í fjölmiðlamálinu. Alfreð segir að formaður flokksins þurfi að hlusta betur á flokksmenn sína. Hann segir engum vafa undirorpið að flokksmenn séu óánægðir með flokksforystuna og sætti sig ekki við þá stefnu sem flokkurinn hafi fylgt. Ennfremur segir Alfreð að þingmenn ættu að fylgja samvisku sinni og gera fomanni flokksins það ljóst að þeir treysti ekki stefnu hans. Hann hafi sjálfur varað formann við í byrjun árs en það hefði ekki verið hlustað á rök hans.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira