Innlent

Herfileg staða Framsóknarflokksins

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir aðspurður um lágt fylgi Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins að leiðangur Halldórs Ásgrímssonar með Sjálfstæðisflokknum sé að verða honum og flokknum mjög erfiður. "Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu." Steingrímur segir fylgi Framsóknarflokksins endurspegla kannski sérstaklega þá miklu klemmu sem Framsóknarflokkurinn hafi komið sér í. "Ég minni á að það er sjálfskaparvíti. Það hefur enginn beðið Framsóknarflokkinn að leggjast svona flatan fyrir íhaldinu og kaupa stólinn undir Halldór svona dýru verði."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×