Innlent

Steingrímur gagnrýnir Framsókn

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir framgöngu flokksins í fjölmiðlamálinu harðlega og segir forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar dýru verði keyptan. Hann telur að hinn almenni flokksmaður eigi erfitt með að styðja stefnu flokksforystunnar. Steingrími kveðst ekki undrandi á lélegum niðurstöðum skoðanakannana og háværri gagnrýni innan sem utan flokks. Hann heldur að framsóknarmenn séu orðnir langþreyttir og vilji sjá stefnu flokksins í reynd. Steingrími finnst forysta flokksins hafa í æði mörgum málum gengið lengra en hann hefði viljað sjá hana gera og þá sérstaklega í meðferð fjölmiðlafrumvarpsmálsins. Aðspurpur hvort hann telji samhengi á milli þessarar eftirgjafar og málsmeðferðar, og þess að Halldór Ásgrímsson sest á forsætisráðherrastól í haust, segist Steingrímur vona að svo sé ekki - að ekki sé „verið að kaupa þann stól dýru verði.“ Ef svo þá geti það haft mjög slæmar afleiðingar því menn eigi að standa á sinni sannfæringu. Steingrímur kveðst sammála gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar, Eiríki Tómassyni og Sigurði Líndal sem hann segir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar þó þeir gagnrýni meðferð hennar á þessu máli.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×