Ekki rætt að afturkalla frumvarpið 12. júlí 2004 00:01 "Það er alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Halldór sagðist ekki sammála niðurstöðu lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal, sem telja það brot á stjórnarskrá að leggja fram í sama frumvarpi ný lög um fjölmiðla og ákvæði um brottfall eldra lagafrumvarps. "Ég er ekki sammála þeim. Þeir segja jafnframt að það sé hægt að setja önnur lög síðar. Ég sé ekki muninn á því hvort að það gerist núna eða einhvern tímann seinna. Jón Sveinsson lögmaður kom á fundinn til okkar og hann staðfesti þann skilning sem ég hef haft á málinu enda hef ég leitað ráða hjá honum í þessu máli og er sammála því sjónarmiði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög," sagði Halldór. Hann sagði það ekki sérstaklega rætt á þingflokksfundinum að draga ætti frumvarpið til baka, líkt og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, og Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður og borgarfulltrúi R-listans, hafa lagt til í fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki segja að þingflokkurinn væri einhuga um að halda áfram óbreyttri stefnu í málinu en beðið væri eftir því að allsherjarnefnd ljúki störfum. Aðspurður sagði hann engan sérstakan þrýsting innan flokksins á að draga frumvarpið til baka. "Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að það séu skiptar skoðanir," sagði Halldór. "Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga að það geti skipt einhverju máli," sagði hann. Í niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag mældist Framsóknarflokkurinn með minnsta fylgi allra flokka, 7,5 prósent. Aðspurður um útkomuna segir Halldór að það séu margir óákveðnir samkvæmt könnuninni. "Við höfum fyrr séð lélegar tölur í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Auðvitað tökum við mark á skoðanakönnunum en það má ekki fjalla um þær eins og um kosningar séu að ræða. Það er orðið of mikið um það. Það er afskaplega mikilvægt að stjórnmálaflokkar taki sjálfstæðar ákvarðanir og láti ekki stjórnast af skoðanakönnunum," sagði Halldór. "Við höfum oft þurft að ganga í gegnum erfiðar ákvarðanir í Framsóknarflokknum. Það var verið að taka skóflustungu af álveri fyrir nokkrum dögum, það var svolítið önnur umræða um það mál fyrir nokkrum árum. Ef við hefðum látið stjórnast af skoðanakönnunum þá hefði líklega ekkert orðið neitt úr því máli," sagði hann. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
"Það er alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Halldór sagðist ekki sammála niðurstöðu lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal, sem telja það brot á stjórnarskrá að leggja fram í sama frumvarpi ný lög um fjölmiðla og ákvæði um brottfall eldra lagafrumvarps. "Ég er ekki sammála þeim. Þeir segja jafnframt að það sé hægt að setja önnur lög síðar. Ég sé ekki muninn á því hvort að það gerist núna eða einhvern tímann seinna. Jón Sveinsson lögmaður kom á fundinn til okkar og hann staðfesti þann skilning sem ég hef haft á málinu enda hef ég leitað ráða hjá honum í þessu máli og er sammála því sjónarmiði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög," sagði Halldór. Hann sagði það ekki sérstaklega rætt á þingflokksfundinum að draga ætti frumvarpið til baka, líkt og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, og Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður og borgarfulltrúi R-listans, hafa lagt til í fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki segja að þingflokkurinn væri einhuga um að halda áfram óbreyttri stefnu í málinu en beðið væri eftir því að allsherjarnefnd ljúki störfum. Aðspurður sagði hann engan sérstakan þrýsting innan flokksins á að draga frumvarpið til baka. "Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að það séu skiptar skoðanir," sagði Halldór. "Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga að það geti skipt einhverju máli," sagði hann. Í niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag mældist Framsóknarflokkurinn með minnsta fylgi allra flokka, 7,5 prósent. Aðspurður um útkomuna segir Halldór að það séu margir óákveðnir samkvæmt könnuninni. "Við höfum fyrr séð lélegar tölur í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Auðvitað tökum við mark á skoðanakönnunum en það má ekki fjalla um þær eins og um kosningar séu að ræða. Það er orðið of mikið um það. Það er afskaplega mikilvægt að stjórnmálaflokkar taki sjálfstæðar ákvarðanir og láti ekki stjórnast af skoðanakönnunum," sagði Halldór. "Við höfum oft þurft að ganga í gegnum erfiðar ákvarðanir í Framsóknarflokknum. Það var verið að taka skóflustungu af álveri fyrir nokkrum dögum, það var svolítið önnur umræða um það mál fyrir nokkrum árum. Ef við hefðum látið stjórnast af skoðanakönnunum þá hefði líklega ekkert orðið neitt úr því máli," sagði hann.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira