Hvað eiga gjafir að kosta ? 13. október 2005 14:24 Ingunn Magnúsdóttir, verslunarstjóri hjá Tékk Kristal í Kringlunni, segir að þegar fólk slær saman sé algengt að hver leggi út um það bil 2.500 krónur. Ef hins vegar fólk kaupi gjafir eitt og sér séu hlutir á verðbilinu 1.990 krónur upp í 2.900 algengastir. "Ég verð oft vör við að tveir eru að slá saman, en stundum eru það miklu fleiri. Ef tveir eru um gjöfina er svo margt fallegt sem fólk getur fengið fyrir peninginn, Við seljum til dæmis mikið af Menu-sósuskálum sem kosta 5.950 krónur. Það var einmitt hjá mér kona áðan sem er boðin í sex brúðkaup í sumar," segir Ingunn. "Hún sagðist ekki kaupa gjöf fyrir meira en 2.500 krónur, sem mér finnst mjög eðlilegt." Ingunn segir allan gang á því hvað einstaklingur borgar ef hann slær í púkk með pörum. "Ég verð vör við að stundum er það hálfur hlutur á móti pari, en dæmi eru um að sá staki borgi sama og parið. Það er líka annað sem mig langar að benda á," segir Ingunn. "Það er yfirleitt alltaf sama fólkið í fjölskyldunni sem fer og kaupir gjafirnar og leggur út peningana. Ég reyni að brýna það fyrir fólki að rukka áður en farið er í veisluna því það er allt of algengt að illa gangi að innheimta peningana." Ingunn segist finna fyrir því undanfarin tvö ár að fólk kaupi ódýrari gjafir en áður. Gjöf fyrir um það bil 2.500 krónur getur verið óskaplega fín, en ef fólk ætlar hins vegar að setja peninga í umslag finnst því að 5.000 krónur sé lágmark." Jórunn Skúladóttir, verslunarstjóri hjá Bodum, segist heyra á gólfinu hjá sér að ef fólk er slá saman í merkisafmæli eða brúðkaup sé 5.000-10.000 á mann algengast. Sömuleiðis að einstaklingar borgi gjarnan sama og parið. "Fólk er ekki endilega að spara með því að slá saman heldur frekar að fá eigulegri gjöf. Hér eru nokkrir hlutir sem eru sívinsælir, til dæmis Foundue-pottarnir sem kosta á bilinu 13.000 -15.000, og skálar sem kosta frá 2.200 upp í 5.900." Fjármál Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ingunn Magnúsdóttir, verslunarstjóri hjá Tékk Kristal í Kringlunni, segir að þegar fólk slær saman sé algengt að hver leggi út um það bil 2.500 krónur. Ef hins vegar fólk kaupi gjafir eitt og sér séu hlutir á verðbilinu 1.990 krónur upp í 2.900 algengastir. "Ég verð oft vör við að tveir eru að slá saman, en stundum eru það miklu fleiri. Ef tveir eru um gjöfina er svo margt fallegt sem fólk getur fengið fyrir peninginn, Við seljum til dæmis mikið af Menu-sósuskálum sem kosta 5.950 krónur. Það var einmitt hjá mér kona áðan sem er boðin í sex brúðkaup í sumar," segir Ingunn. "Hún sagðist ekki kaupa gjöf fyrir meira en 2.500 krónur, sem mér finnst mjög eðlilegt." Ingunn segir allan gang á því hvað einstaklingur borgar ef hann slær í púkk með pörum. "Ég verð vör við að stundum er það hálfur hlutur á móti pari, en dæmi eru um að sá staki borgi sama og parið. Það er líka annað sem mig langar að benda á," segir Ingunn. "Það er yfirleitt alltaf sama fólkið í fjölskyldunni sem fer og kaupir gjafirnar og leggur út peningana. Ég reyni að brýna það fyrir fólki að rukka áður en farið er í veisluna því það er allt of algengt að illa gangi að innheimta peningana." Ingunn segist finna fyrir því undanfarin tvö ár að fólk kaupi ódýrari gjafir en áður. Gjöf fyrir um það bil 2.500 krónur getur verið óskaplega fín, en ef fólk ætlar hins vegar að setja peninga í umslag finnst því að 5.000 krónur sé lágmark." Jórunn Skúladóttir, verslunarstjóri hjá Bodum, segist heyra á gólfinu hjá sér að ef fólk er slá saman í merkisafmæli eða brúðkaup sé 5.000-10.000 á mann algengast. Sömuleiðis að einstaklingar borgi gjarnan sama og parið. "Fólk er ekki endilega að spara með því að slá saman heldur frekar að fá eigulegri gjöf. Hér eru nokkrir hlutir sem eru sívinsælir, til dæmis Foundue-pottarnir sem kosta á bilinu 13.000 -15.000, og skálar sem kosta frá 2.200 upp í 5.900."
Fjármál Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira