Stjórnskipuleg valdníðsla 14. júlí 2004 00:01 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er "stjórnskipuleg valdníðsla" segir Ragnar Aðalsteinsson sem mætti á fund allsherjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að forseti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. "Löggjafarvaldið er hjá kjósendum og forsetinn bíður niðurstöðu þeirrar löggjafar," segir Herdís. Að sögn Herdísar er Alþingi ekki einkahandhafi löggjafarvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önnur lög heldur einnig rétthærri Alþingi og forseta Íslands sem saman fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar, telur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. "Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnarskránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn," segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti afturkallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. "Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnarskrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri laganna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent," segir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. "Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýring á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild," segir Ragnar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er "stjórnskipuleg valdníðsla" segir Ragnar Aðalsteinsson sem mætti á fund allsherjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að forseti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. "Löggjafarvaldið er hjá kjósendum og forsetinn bíður niðurstöðu þeirrar löggjafar," segir Herdís. Að sögn Herdísar er Alþingi ekki einkahandhafi löggjafarvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önnur lög heldur einnig rétthærri Alþingi og forseta Íslands sem saman fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar, telur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. "Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnarskránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn," segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti afturkallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. "Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnarskrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri laganna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent," segir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. "Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýring á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild," segir Ragnar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira