Innlent

Stjórnarandstaðan fundar

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittast á fundi nú á tólfta tímanum en þeir eru afar ósáttir við að enginn fundur verði í allsherjarnefnd í dag. Stjórnarandstaðan krafðist þess í gær að fundum nefndarinnar yrði framhaldið strax í dag en næsti fundur hefur hins vegar verið boðaður klukkan 10 á mánudag. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að formenn stjórnarflokkanna hafi ekki komið sér saman um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins og af þeim sökum hafi stjórnarliðar í allsherjarnefnd ákveðið að fresta umræðum í nefndinni. Bjarni Beneditktsson, formaður nefndarinnar, hafnar þessu. Formenn stjórnarflokkanna freista þess að ná sátt í málinu um helgina en þeir segja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Þó er ljóst að enn er mikill ágreiningur á milli flokkanna þar sem fjöldi framsóknarmanna vill að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka en sjálfstæðismenn vilja það síður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×